Marta hafnar því alfarið að hafa ítrekað sest í stól Hildar Jakob Bjarnar skrifar 27. september 2024 15:46 Ólaf Skaftadóttir hafði sérkennilega sögu að segja af viðskiptum borgarfulltrúanna Mörtu Guðjónsdóttur og Hildar Björnsdóttur. Sem vísar til klofnings í borgarstjórnarflokknum. Marta segir þetta uppspuna sem fái engan veginn staðist. vísir Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segir frásögn af því að hún hafi lagt undir sig sæti Hildar Björnsdóttur í Ráðhúsinu uppspuna og fjarstæðu, bull og firru. Ólöf Skaftadóttir, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins og mágkona Hildar Björnsdóttur oddvita Sjálfstæðisflokksins í borginni, er með hlaðvarp ásamt Kristínu Gunnarsdóttur hönnuði sem þær kalla Komið gott. Í nýjasta þætti segir Ólöf sérkennilega sögu af köldu stríði þeirra Mörtu og Hildar. Sem sagt þá að Marta hafi, á síðasta kjörtímabili, stundað það að skipta um miða á stól sem merktur var Hildi og þá sest í sæti Hildar. Sem mátti þá gera sér að góðu að sitja á öðrum bekk. „Bíddu, skiptir einhverju máli hvar maður situr?“ Frásögnin tengist því að svo virðist sem borgarstjórnarminnihlutinn er klofinn í afstöðu sinni til samgöngusáttmálans og Borgarlínu. Varamaður Hildar greiddi atkvæði með samgöngusáttmála við afgreiðslu málsins á meðan aðrir greiddu atkvæði á móti auk þess sem einn sat hjá. Eða með orðum Ólafar í hlaðvarpinu: „Það var sem sagt búið að merkja henni sæti í fremstu röð við hliðina á Eyþóri. Hildur mætir á fundinn. Þá situr Marta í sætinu hennar og nafnið hennar komið á sæti fyrir aftan,“ segir Ólöf og heldur áfram: „Hildur vissi alveg að hún átti að sitja þar, en svo gerist þetta aftur. Hildur vill ekki vera með neitt uppistand en spyr á skrifstofu borgarstjórnar hvernig þetta sé eiginlega með sætin? Og þá kemur í ljós að þau eru búin að líma skilmerkilega merkimiða, Hildur Björnsdóttir, og þetta sé sæti Hildar. Á fremstu röð. Þá hafði Marta mætt snemma og plokkað af miðana.“ Og enn gerist þetta á þriðja fundi. „Aftur er Marta búin að rífa af merkið hennar. Hildur spyr: Marta, getur verið að þú sért í sætinu mínu? Og þá svaraði Marta: Bíddu, skiptir einhverju máli hvar maður situr?“ Katrín Atladóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist í færslu á X staðfesta allt sem komi fram í þættinum um fyrrverandi félaga sína í borginni. https://t.co/g8srQYLu5JStaðfesti allt sem er hér sagt um mína fyrrum kollega— Katrín Atladóttir (@katrinat) September 25, 2024 „Ertu að grínast?“ Vísir bar þessa frásögn undir Mörtu og hún kom af fjöllum: „Ertu að grínast? Fyrir það fyrsta eru stólar ekki merktir með límmiðum. Í borgarstjórnarsalnum er okkur úthlutað sætum og hver situr í sínum sætum. Þetta er algerlega úr lausu lofti gripið. Þetta er svo barnalegt að ég hef ekki heyrt annað eins,“ segir Marta sem segist ekki vita hvort hún eigi að hlæja eða gráta. „Ég vísa þessu algerlega á bug.“ Marta segist engin svör hafa við spurningum um hvort ágreiningur sé milli hennar og Hildar, borgarfulltrúar ræði ekki opinberlega það sem fram fari á trúnaðarfundum flokksins. Ekki náðist í Hildi við vinnslu fréttarinnar. Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Ólöf Skaftadóttir, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins og mágkona Hildar Björnsdóttur oddvita Sjálfstæðisflokksins í borginni, er með hlaðvarp ásamt Kristínu Gunnarsdóttur hönnuði sem þær kalla Komið gott. Í nýjasta þætti segir Ólöf sérkennilega sögu af köldu stríði þeirra Mörtu og Hildar. Sem sagt þá að Marta hafi, á síðasta kjörtímabili, stundað það að skipta um miða á stól sem merktur var Hildi og þá sest í sæti Hildar. Sem mátti þá gera sér að góðu að sitja á öðrum bekk. „Bíddu, skiptir einhverju máli hvar maður situr?“ Frásögnin tengist því að svo virðist sem borgarstjórnarminnihlutinn er klofinn í afstöðu sinni til samgöngusáttmálans og Borgarlínu. Varamaður Hildar greiddi atkvæði með samgöngusáttmála við afgreiðslu málsins á meðan aðrir greiddu atkvæði á móti auk þess sem einn sat hjá. Eða með orðum Ólafar í hlaðvarpinu: „Það var sem sagt búið að merkja henni sæti í fremstu röð við hliðina á Eyþóri. Hildur mætir á fundinn. Þá situr Marta í sætinu hennar og nafnið hennar komið á sæti fyrir aftan,“ segir Ólöf og heldur áfram: „Hildur vissi alveg að hún átti að sitja þar, en svo gerist þetta aftur. Hildur vill ekki vera með neitt uppistand en spyr á skrifstofu borgarstjórnar hvernig þetta sé eiginlega með sætin? Og þá kemur í ljós að þau eru búin að líma skilmerkilega merkimiða, Hildur Björnsdóttir, og þetta sé sæti Hildar. Á fremstu röð. Þá hafði Marta mætt snemma og plokkað af miðana.“ Og enn gerist þetta á þriðja fundi. „Aftur er Marta búin að rífa af merkið hennar. Hildur spyr: Marta, getur verið að þú sért í sætinu mínu? Og þá svaraði Marta: Bíddu, skiptir einhverju máli hvar maður situr?“ Katrín Atladóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist í færslu á X staðfesta allt sem komi fram í þættinum um fyrrverandi félaga sína í borginni. https://t.co/g8srQYLu5JStaðfesti allt sem er hér sagt um mína fyrrum kollega— Katrín Atladóttir (@katrinat) September 25, 2024 „Ertu að grínast?“ Vísir bar þessa frásögn undir Mörtu og hún kom af fjöllum: „Ertu að grínast? Fyrir það fyrsta eru stólar ekki merktir með límmiðum. Í borgarstjórnarsalnum er okkur úthlutað sætum og hver situr í sínum sætum. Þetta er algerlega úr lausu lofti gripið. Þetta er svo barnalegt að ég hef ekki heyrt annað eins,“ segir Marta sem segist ekki vita hvort hún eigi að hlæja eða gráta. „Ég vísa þessu algerlega á bug.“ Marta segist engin svör hafa við spurningum um hvort ágreiningur sé milli hennar og Hildar, borgarfulltrúar ræði ekki opinberlega það sem fram fari á trúnaðarfundum flokksins. Ekki náðist í Hildi við vinnslu fréttarinnar.
Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira