Kallaður hinn íslenski Forrest Gump af stóra bróður Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. september 2024 16:02 Eldur Ólafsson fer mikinn í Grænlandi þessa dagana. Eldur Ólafsson, forstjóri Amaroq Minerals, segir að hann hafi lagt lítið á sig í námi allt þar til að hann skráði sig í nám í jarðfræði í Háskóla Íslands. Þar hafi hann fundið fjölina sína en hann átti lengi vel þann draum að verða landsliðsmaður í körfubolta. Sá draumur rann út í sandinn en þar hafði það sín áhrif að Eldur fæddist með klumbufót. Þetta er meðal þess sem fram kemur í viðtali við Eld í hlaðvarpinu Chess after Dark, í umsjón þeirra Leifs Þorsteinssonar og Birkis Karls Sigurðssonar. Þar fer Eldur um víðan völl, ræðir menntaskólaárin og hvernig námugröftur í Grænlandi varð að atvinnu. Ekki langt að sækja körfuboltaáhugann Eldur er einn helsti sérfræðingur Íslands í námuvinnslu og hefur nú unnið að gullgreftri í Grænlandi ásamt kollegum sínum undanfarin ár. Fyrirtækið er á barmi þess að hefja framleiðslu í svokallaðri Nalunaq-námu ytra og starfa rúmlega 100 starfsmenn á vöktum allan sólarhringinn við að ljúka framkvæmdum við búnað fyrir gullvinnslu. Markmiðið er að hefja vinnsluna fyrir árslok. Fram undir lok menntaskólans var þó ekki útlit fyrir að Eldur myndi endilega feta menntaveginn. Ástæðan var ástríða hans fyrir körfubolta en þann áhuga á Eldur ekki langt að sækja, eldri bróðir hans er Fannar Ólafsson, margfaldur Íslandsmeistari og landsliðsmaður. „Hópefli fyrir alla nema einn“ „Ég æfði og æfði og æfði og ætlaði að verða landsliðsmaður í körfubolta. Ég var í Menntaskólanum í Sund og gerði ekki handtak,” segir Eldur. Körfuboltadraumurinn hafi hins vegar runnið út í sandinn. Ekki síst vegna þess að Eldur fæddist með klumbufót. Það þýðir að vinstri fótur hans sneri öfugt þegar hann fæddist og það hafði meðal annars þau áhrif að vöðvauppbyggingin á fætinum er lítil sem er eðlilega mikill galli í körfubolta. Það hafði ekki mikil áhrif í yngri flokkunum en hafði mikið að segja þegar komið var á efsta stig í meistaraflokki. „Meistaraflokkur KR kallaði mig Kálfinn og ég grenjaði mig í koddann á hverju kvöldi,” segir Eldur og hlær. „Þetta var svona hópefli fyrir alla nema einn,“ segir hann. Eldur var í spelku til sjö ára aldurs og þá hafi eldri bróðir hans gengið á lagið og kallað hann hinn íslenska Forrest Gump. „Nema ég hljóp aldrei upp úr spelkunni,” segir Eldur léttur. Moldi sáði mikilvægum fræjum Þegar farið var að vera útséð með körfubolta drauminn lagði Eldur alla áherslu á jarðfræðinámið. Kennslan í faginu í MS hafði verið góð og áhugaverð, sérstaklega þökk sé kennara sem kallaður var Moldi, og hafði mikið um að segja að Eldur fetaði þessa braut. Að náminu loknu hafði hann þó meiri áhuga á hagnýttri jarðfræði en vísindastarfi og það leiddi til þess að hann hóf störf hjá Geysi Green Energy og fór að byggja jarðhitavirkjanir um allan heim, meðal annars í Kína. Þar hafi áhugi hans á Grænlandi kviknað. „Þegar ég var í Kína þá áttaði ég mig á því hvað Grænland var mikilvægt Kínverjum,“ segir Eldur. Kínverjar stýra að hans sögn, málmgreftri í heiminum og því vakti fókus þeirra á Grænlandi athygli hans. Kínverjar eigi nokkur rannsóknarleyfi í Grænlandi og það gerði það að verkum að Eldur fór að skoða Grænland ásamt samstarfsfólki sínu. Það leiddi svo til stofnun Amaroq Minerals sem nú er á barmi þess að hefja framleiðslu. Amaroq Minerals Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Gert til að efla hvatberana og frumurnar Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í viðtali við Eld í hlaðvarpinu Chess after Dark, í umsjón þeirra Leifs Þorsteinssonar og Birkis Karls Sigurðssonar. Þar fer Eldur um víðan völl, ræðir menntaskólaárin og hvernig námugröftur í Grænlandi varð að atvinnu. Ekki langt að sækja körfuboltaáhugann Eldur er einn helsti sérfræðingur Íslands í námuvinnslu og hefur nú unnið að gullgreftri í Grænlandi ásamt kollegum sínum undanfarin ár. Fyrirtækið er á barmi þess að hefja framleiðslu í svokallaðri Nalunaq-námu ytra og starfa rúmlega 100 starfsmenn á vöktum allan sólarhringinn við að ljúka framkvæmdum við búnað fyrir gullvinnslu. Markmiðið er að hefja vinnsluna fyrir árslok. Fram undir lok menntaskólans var þó ekki útlit fyrir að Eldur myndi endilega feta menntaveginn. Ástæðan var ástríða hans fyrir körfubolta en þann áhuga á Eldur ekki langt að sækja, eldri bróðir hans er Fannar Ólafsson, margfaldur Íslandsmeistari og landsliðsmaður. „Hópefli fyrir alla nema einn“ „Ég æfði og æfði og æfði og ætlaði að verða landsliðsmaður í körfubolta. Ég var í Menntaskólanum í Sund og gerði ekki handtak,” segir Eldur. Körfuboltadraumurinn hafi hins vegar runnið út í sandinn. Ekki síst vegna þess að Eldur fæddist með klumbufót. Það þýðir að vinstri fótur hans sneri öfugt þegar hann fæddist og það hafði meðal annars þau áhrif að vöðvauppbyggingin á fætinum er lítil sem er eðlilega mikill galli í körfubolta. Það hafði ekki mikil áhrif í yngri flokkunum en hafði mikið að segja þegar komið var á efsta stig í meistaraflokki. „Meistaraflokkur KR kallaði mig Kálfinn og ég grenjaði mig í koddann á hverju kvöldi,” segir Eldur og hlær. „Þetta var svona hópefli fyrir alla nema einn,“ segir hann. Eldur var í spelku til sjö ára aldurs og þá hafi eldri bróðir hans gengið á lagið og kallað hann hinn íslenska Forrest Gump. „Nema ég hljóp aldrei upp úr spelkunni,” segir Eldur léttur. Moldi sáði mikilvægum fræjum Þegar farið var að vera útséð með körfubolta drauminn lagði Eldur alla áherslu á jarðfræðinámið. Kennslan í faginu í MS hafði verið góð og áhugaverð, sérstaklega þökk sé kennara sem kallaður var Moldi, og hafði mikið um að segja að Eldur fetaði þessa braut. Að náminu loknu hafði hann þó meiri áhuga á hagnýttri jarðfræði en vísindastarfi og það leiddi til þess að hann hóf störf hjá Geysi Green Energy og fór að byggja jarðhitavirkjanir um allan heim, meðal annars í Kína. Þar hafi áhugi hans á Grænlandi kviknað. „Þegar ég var í Kína þá áttaði ég mig á því hvað Grænland var mikilvægt Kínverjum,“ segir Eldur. Kínverjar stýra að hans sögn, málmgreftri í heiminum og því vakti fókus þeirra á Grænlandi athygli hans. Kínverjar eigi nokkur rannsóknarleyfi í Grænlandi og það gerði það að verkum að Eldur fór að skoða Grænland ásamt samstarfsfólki sínu. Það leiddi svo til stofnun Amaroq Minerals sem nú er á barmi þess að hefja framleiðslu.
Amaroq Minerals Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Gert til að efla hvatberana og frumurnar Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“