Upphafið að endinum hjá Ten Hag? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. september 2024 12:02 Er Ten Hag kominn á endastöð? EPA-EFE/PETER POWELL Manchester United hefur farið illa af stað í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu og þá gerði liðið jafntefli við Twente frá Hollandi í Evrópudeildinni í vikunni. Næstu þrír leikir liðsins eru í erfiðari kantinum og gætu verið upphafið að endinum hjá þjálfara liðsins, Erik ten Hag. Það var mikil bjartsýni meðal stuðningsfólks Man United fyrir komandi tímabil þar sem Sir Jim Ratcliffe keypti hluta í félaginu og tók fótboltahliðina í gegn. Loksins virðist komin áætlun sem á að fylgja og stefnir félagið á að verða Englandsmeistari á 150 ára afmæli sínu árið 2028. Hvort Ten Hag verði enn við stjórnvölin á eftir að koma í ljós. Lið hans tapaði illa þegar erkifjendurnir í Liverpool heimsóttu Old Trafford fyrr á leiktíðinni. Þá kastaði liðið frá sér stigi á útivelli gegn Brighton & Hove Albion. Ten Hag ákvað að hvíla Marcus Rashford gegn Crystal Palace í leik sem lauk 0-0 en Rashford hafði loks verið að hitna. Rashford var hins vegar í liðinu gegn Twente þar sem almennt áhugaleysi, slæm færanýting og ömurlegur varnarleikur þýddi að Man United fékk aðeins stig á heimavelli. Í dag mætir Tottenham Hotspur á Old Trafford í leik sem bæði lið þurfa að vinna ætli þau sér að vera með í baráttunni um Meistaradeildarsæti í lok tímabils. Verkefni Rauðu djöflanna verður ekki einfaldara en í miðri viku halda þeir til Portúgals þar sem þeir mæta Porto í Evrópudeildinni. Gengi Man United í Portúgal undanfarin ár er nokkuð gott en gengi liðsins í undanförnum Evrópuleikjum er hins vegar skelfing. Eftir leikinn í Portúgal í miðri viku fara lærisveinar Ten Hag til Birmingham þar sem þeir mæta spræku liði Aston Villa. Fari svo að enginn af leikjunum þremur vinnist væri Man Utd búið að spila fimm leiki án sigurs og verður að teljast ólíklegt að Ten Hag haldist í starfi reynist það raunin. Ten Hag hefur áður verið tæpur á að missa starf sitt og voru orðrómar þess efnis undir lok síðasta tímabils. Í kjölfarið vann liðið tvo síðustu deildarleiki sína og vann í kjölfarið ensku bikarkeppnina eftir góðan 2-1 sigur á Englandsmeisturum Manchester City í úrslitum. Hollenski þjálfarinn þarf á slíkum úrslitum að halda í næstu leikjum ætli hann sér að vera á hliðarlínunni þegar félagið gerir atlögu að enska meistaratitlinum árið 2028. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Sjá meira
Það var mikil bjartsýni meðal stuðningsfólks Man United fyrir komandi tímabil þar sem Sir Jim Ratcliffe keypti hluta í félaginu og tók fótboltahliðina í gegn. Loksins virðist komin áætlun sem á að fylgja og stefnir félagið á að verða Englandsmeistari á 150 ára afmæli sínu árið 2028. Hvort Ten Hag verði enn við stjórnvölin á eftir að koma í ljós. Lið hans tapaði illa þegar erkifjendurnir í Liverpool heimsóttu Old Trafford fyrr á leiktíðinni. Þá kastaði liðið frá sér stigi á útivelli gegn Brighton & Hove Albion. Ten Hag ákvað að hvíla Marcus Rashford gegn Crystal Palace í leik sem lauk 0-0 en Rashford hafði loks verið að hitna. Rashford var hins vegar í liðinu gegn Twente þar sem almennt áhugaleysi, slæm færanýting og ömurlegur varnarleikur þýddi að Man United fékk aðeins stig á heimavelli. Í dag mætir Tottenham Hotspur á Old Trafford í leik sem bæði lið þurfa að vinna ætli þau sér að vera með í baráttunni um Meistaradeildarsæti í lok tímabils. Verkefni Rauðu djöflanna verður ekki einfaldara en í miðri viku halda þeir til Portúgals þar sem þeir mæta Porto í Evrópudeildinni. Gengi Man United í Portúgal undanfarin ár er nokkuð gott en gengi liðsins í undanförnum Evrópuleikjum er hins vegar skelfing. Eftir leikinn í Portúgal í miðri viku fara lærisveinar Ten Hag til Birmingham þar sem þeir mæta spræku liði Aston Villa. Fari svo að enginn af leikjunum þremur vinnist væri Man Utd búið að spila fimm leiki án sigurs og verður að teljast ólíklegt að Ten Hag haldist í starfi reynist það raunin. Ten Hag hefur áður verið tæpur á að missa starf sitt og voru orðrómar þess efnis undir lok síðasta tímabils. Í kjölfarið vann liðið tvo síðustu deildarleiki sína og vann í kjölfarið ensku bikarkeppnina eftir góðan 2-1 sigur á Englandsmeisturum Manchester City í úrslitum. Hollenski þjálfarinn þarf á slíkum úrslitum að halda í næstu leikjum ætli hann sér að vera á hliðarlínunni þegar félagið gerir atlögu að enska meistaratitlinum árið 2028.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Sjá meira