Tap hjá Frey gegn liðinu sem vildi hann | Lið Sveindísar steinlá Sindri Sverrisson skrifar 29. september 2024 17:21 Freyr Alexandersson varð að sætta sig við tap í dag eftir annasama viku. Getty/Filip Lanszweert Kortrijk, sem leikur undir stjórn Freys Alexanderssonar, varð að sætta sig við 3-0 tap á útivelli gegn silfurliði síðasta tímabils, Union St. Gilloise, í belgísku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Freyr var í sumar orðaður við stjórastarfið hjá Union en samkvæmt frétt Fótbolta.net hafnaði hann tilboði um að taka við liðinu. Félagið réði í staðinn Sébastien Pocognoli sem er með Union í 8. sæti. Leikurinn í dag var jafnframt fyrsti leikur Kortrijk eftir falsfréttir vikunnar um að Freyr hefði logið að leikmönnum sínum til að geta rætt við Cardiff um að taka við velska félaginu. Patrik Sigurður Gunnarsson var í marki Kortrijk að vanda en liðið hefur nú spilað fimm leiki í röð án sigurs og er í 14. sæti af 16 liðum, með átta stig eftir níu leiki. Sævar Atli lagði upp jöfnunarmark Fyrrverandi lærisveinn Freys, Sævar Atli Magnússon, lagði upp jöfnunarmark á síðustu stundu þegar Lyngby náði 2-2 jafntefli við Silkeborg, liðið í 3. sæti, í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Stigið breytir því ekki að Lyngby er í næstneðsta sæti af tólf liðum, með sjö stig eftir tíu leiki. Þriggja marka tap hjá Sveindísi Landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir kom inn á sem varamaður hjá Wolfsburg sem mátti þola 3-0 tap á útivelli gegn Frankfurt í þýsku deildinni. Sveindís kom inná á 63. mínútu en þá var staðan þegar orðin 2-0. Wolfsburg er því í 5. sæti með sjö stig eftir fjóra leiki en Frankfurt er með tíu stig í 2. sæti, tveimur stigum á eftir toppliði Bayern München. Kristian á bekknum hjá Ajax Kristian Nökkvi Hlynsson þarf enn að bíða eftir að komast aftur inn í lið Ajax í hollensku úrvalsdeildinni. Hann fylgdist með af varamannabekknum þegar liðið vann 2-0 sigur gegn Waalwijk á útivelli. Bertrand Traoré og Mika Godts skoruðu mörkin á síðasta korteri leiksins. Ajax er í 5. sæti deildarinnar með tíu stig eftir fimm leiki. Þýski boltinn Belgíski boltinn Danski boltinn Hollenski boltinn Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Sjá meira
Freyr var í sumar orðaður við stjórastarfið hjá Union en samkvæmt frétt Fótbolta.net hafnaði hann tilboði um að taka við liðinu. Félagið réði í staðinn Sébastien Pocognoli sem er með Union í 8. sæti. Leikurinn í dag var jafnframt fyrsti leikur Kortrijk eftir falsfréttir vikunnar um að Freyr hefði logið að leikmönnum sínum til að geta rætt við Cardiff um að taka við velska félaginu. Patrik Sigurður Gunnarsson var í marki Kortrijk að vanda en liðið hefur nú spilað fimm leiki í röð án sigurs og er í 14. sæti af 16 liðum, með átta stig eftir níu leiki. Sævar Atli lagði upp jöfnunarmark Fyrrverandi lærisveinn Freys, Sævar Atli Magnússon, lagði upp jöfnunarmark á síðustu stundu þegar Lyngby náði 2-2 jafntefli við Silkeborg, liðið í 3. sæti, í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Stigið breytir því ekki að Lyngby er í næstneðsta sæti af tólf liðum, með sjö stig eftir tíu leiki. Þriggja marka tap hjá Sveindísi Landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir kom inn á sem varamaður hjá Wolfsburg sem mátti þola 3-0 tap á útivelli gegn Frankfurt í þýsku deildinni. Sveindís kom inná á 63. mínútu en þá var staðan þegar orðin 2-0. Wolfsburg er því í 5. sæti með sjö stig eftir fjóra leiki en Frankfurt er með tíu stig í 2. sæti, tveimur stigum á eftir toppliði Bayern München. Kristian á bekknum hjá Ajax Kristian Nökkvi Hlynsson þarf enn að bíða eftir að komast aftur inn í lið Ajax í hollensku úrvalsdeildinni. Hann fylgdist með af varamannabekknum þegar liðið vann 2-0 sigur gegn Waalwijk á útivelli. Bertrand Traoré og Mika Godts skoruðu mörkin á síðasta korteri leiksins. Ajax er í 5. sæti deildarinnar með tíu stig eftir fimm leiki.
Þýski boltinn Belgíski boltinn Danski boltinn Hollenski boltinn Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Sjá meira