„Viðbjóðsleg“ frammistaða sem lætur stjóra missa starfið Sindri Sverrisson skrifar 29. september 2024 22:02 Það var þungt yfir Erik ten Hag eftir tapið gegn Tottenham í dag. Getty/Carl Recine Erik ten Hag virðist kominn á endastöð með Manchester United og aðeins tímaspursmál hvenær félagið lætur hann fara, eftir frammistöðu liðsins í 3-0 tapinu gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Þetta er að minnsta kosti mat sparkspekinga á Englandi sem spöruðu ekki stóru orðin í lýsingum sínum á United-liðinu, sem lenti undir strax á þriðju mínútu í dag og átti litla möguleika eftir að fyrirliðinn Bruno Fernandes var rekinn af velli í lok fyrri hálfleiks. „Viðbjóðslegt“ og „til skammar“ sagði Gary Neville, fyrrverandi leikmaður United, um liðið í umræðum á Sky Sports. Félagi hans þar, Jamie Redknapp, tók undir að liðið hefði orðið sér til skammar og sagði það „komið alveg á botninn.“ Chris Sutton bætti því við á BBC að „svona frammistöður láta stjóra missa starfið“. Stuðningsmenn Tottenham voru líka duglegir við að kyrja „þú verður rekinn á morgun!“ á Old Trafford í dag. Stór ákvörðun í vikunni? United er aðeins með sjö stig í ensku deildinni eftir sex leiki, sem er jöfnun á lægstu stigasöfnun liðsins í sögu úrvalsdeildarinnar. Aðeins einu sinni hefur liðið skorað færri mörk (liðið hefur skorað fimm og fengið á sig átta), en það var tímabilið 2007-08. United er nú í 12. sæti og er þegar átta stigum á eftir toppliði Liverpool. Dagar Eriks ten Hag á Old Trafford gætu mögulega verið taldir, að mati sparkspekinga á Englandi.Getty/Martin Rickett „Ég held að þeir [forráðamenn United] þurfi að taka stóra ákvörðun í þessari viku. Ég held að tími hans [Ten Hag] gæti verið á þrotum,“ sagði Robbie Savage á BBC. „Þetta er ein versta frammistaða sem ég hef séð undir stjórn Ten Hag, og þá er nú mikið sagt. Þetta var virkilega slæmt,“ sagði Neville. „Ekkert að hugsa um hvort ég verði rekinn“ Sjálfur vildi hinn hollenski Ten Hag ekki gera of mikið úr tapinu í dag, og var sannfærður um að rauða spjaldið á Bruno Fernandes væri rangur dómur. „Það kemur alltaf nýr dagur og við lærum af þessu. Leikmenn mínir eru með sterka skapgerð og við komum sterkari til baka. Við verðum að læra af þessu hratt,“ sagði Ten Hag. Spurður út í sína stöðu vildi hann meina að stefnan væri skýr varðandi það að hann yrði áfram stjóri United. „Ég er ekkert að hugsa um hvort ég verði rekinn. Við tókum öll þá ákvörðun að halda áfram saman. Eigendurnir, starfsfólkið, leikmenn og ég sjálfur. Við ákváðum það eftir gagngera skoðun á því sem við höfum gert. Við vissum að þetta tæki tíma. Við erum öll á sömu blaðsíðu,“ sagði Ten Hag. Enski boltinn Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Fótbolti Fleiri fréttir Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum Sjá meira
Þetta er að minnsta kosti mat sparkspekinga á Englandi sem spöruðu ekki stóru orðin í lýsingum sínum á United-liðinu, sem lenti undir strax á þriðju mínútu í dag og átti litla möguleika eftir að fyrirliðinn Bruno Fernandes var rekinn af velli í lok fyrri hálfleiks. „Viðbjóðslegt“ og „til skammar“ sagði Gary Neville, fyrrverandi leikmaður United, um liðið í umræðum á Sky Sports. Félagi hans þar, Jamie Redknapp, tók undir að liðið hefði orðið sér til skammar og sagði það „komið alveg á botninn.“ Chris Sutton bætti því við á BBC að „svona frammistöður láta stjóra missa starfið“. Stuðningsmenn Tottenham voru líka duglegir við að kyrja „þú verður rekinn á morgun!“ á Old Trafford í dag. Stór ákvörðun í vikunni? United er aðeins með sjö stig í ensku deildinni eftir sex leiki, sem er jöfnun á lægstu stigasöfnun liðsins í sögu úrvalsdeildarinnar. Aðeins einu sinni hefur liðið skorað færri mörk (liðið hefur skorað fimm og fengið á sig átta), en það var tímabilið 2007-08. United er nú í 12. sæti og er þegar átta stigum á eftir toppliði Liverpool. Dagar Eriks ten Hag á Old Trafford gætu mögulega verið taldir, að mati sparkspekinga á Englandi.Getty/Martin Rickett „Ég held að þeir [forráðamenn United] þurfi að taka stóra ákvörðun í þessari viku. Ég held að tími hans [Ten Hag] gæti verið á þrotum,“ sagði Robbie Savage á BBC. „Þetta er ein versta frammistaða sem ég hef séð undir stjórn Ten Hag, og þá er nú mikið sagt. Þetta var virkilega slæmt,“ sagði Neville. „Ekkert að hugsa um hvort ég verði rekinn“ Sjálfur vildi hinn hollenski Ten Hag ekki gera of mikið úr tapinu í dag, og var sannfærður um að rauða spjaldið á Bruno Fernandes væri rangur dómur. „Það kemur alltaf nýr dagur og við lærum af þessu. Leikmenn mínir eru með sterka skapgerð og við komum sterkari til baka. Við verðum að læra af þessu hratt,“ sagði Ten Hag. Spurður út í sína stöðu vildi hann meina að stefnan væri skýr varðandi það að hann yrði áfram stjóri United. „Ég er ekkert að hugsa um hvort ég verði rekinn. Við tókum öll þá ákvörðun að halda áfram saman. Eigendurnir, starfsfólkið, leikmenn og ég sjálfur. Við ákváðum það eftir gagngera skoðun á því sem við höfum gert. Við vissum að þetta tæki tíma. Við erum öll á sömu blaðsíðu,“ sagði Ten Hag.
Enski boltinn Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Fótbolti Fleiri fréttir Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum Sjá meira