Sjáðu mörkin: Hetjan Tarik lyfti Víkingum á toppinn | Sjö mörk KR kaffærðu Fram Aron Guðmundsson skrifar 30. september 2024 11:32 Tarik Ibrahimagic reyndist hetja Víkinga í gær sem unnu sannkallaðan seiglusigur gegn Valsmönnum sem gæti reynst ansi dýrmætur þegar talið verður upp úr pokanum í lok tímabils. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Gærdagurinn í Bestu deild karla í fótbolta var áhugaverður og bauð upp á margar mismunandi sögulínur. Ekki vantaði mörkin í leikina fjóra og þá var dramatíkin allsráðandi í slag Vals og Víkings Reykjavíkur Með 3-2 dramatískum sigri í gær tókst Víkingum að tylla sér aftur á topp Bestu deildarinnar á markatölu. Daninn Tarik Ibrahimagic, sem kom til félagsins frá Vestra fyrr á tímabilinu, tók heldur betur á stóra sínum og skoraði sigurmark Víkinga þegar að langt var liðið á uppbótartíma leiksins. Hans annað mark í leiknum. Víkingar eru sem fyrr segir á toppi Bestu deildarinnar á betra markahlutfalli en Blikar. Valur er í þriðja sæti deildarinnar og ekki öruggir með Evrópusæti þegar að þrjár umferðir eru eftir. KR fór á kostum á Meistaravöllum þegar að þeir tóku á móti KR goðsögninni Rúnari Kristinssyni sem nú er þjálfari Fram. Benóný Breki Andrésson, framherji KR, tók yfir leikinn og skoraði fjögur af sjö mörkum KR í 7-1 sigri. Sigur sem gárungar segja að forði KR frá falli. Á Kerecisvellinum á Ísafirði unnu Vestramenn gífurlega mikilvægan 2-1 endurkomusigur á HK. Leikurinn bauð upp á glæsimörk en með sigrinum lyftir Vestri sér upp úr fallsæti, upp fyrir HK sem eru nú einu stigi á eftir Vestra í 11.sætinu. Ekki þurfti að bíða lengi eftir fyrsta markinu í leik Fylkis og KA í Árbænum í gær. Það kom eftir rúmar þrjátíu sekúndur og var KA manna sem áttu eftir að sigla heim 3-1 sigri. Útlitið er orðið dökkt fyrir Fylkismenn sem sitja límdir við botn Bestu deildarinnar. Stjarnan og ÍA eigast við í lokaleik 2.umferðar í úrslitakeppni efri hluta Bestu deildarinnar í kvöld. Bæði lið þurfa sigur í Evrópubaráttunni. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst stundarfjórðungi fyrir leikinn klukkan sjö. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Valur KR Fram Vestri HK Fylkir KA Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Fleiri fréttir Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Sjá meira
Með 3-2 dramatískum sigri í gær tókst Víkingum að tylla sér aftur á topp Bestu deildarinnar á markatölu. Daninn Tarik Ibrahimagic, sem kom til félagsins frá Vestra fyrr á tímabilinu, tók heldur betur á stóra sínum og skoraði sigurmark Víkinga þegar að langt var liðið á uppbótartíma leiksins. Hans annað mark í leiknum. Víkingar eru sem fyrr segir á toppi Bestu deildarinnar á betra markahlutfalli en Blikar. Valur er í þriðja sæti deildarinnar og ekki öruggir með Evrópusæti þegar að þrjár umferðir eru eftir. KR fór á kostum á Meistaravöllum þegar að þeir tóku á móti KR goðsögninni Rúnari Kristinssyni sem nú er þjálfari Fram. Benóný Breki Andrésson, framherji KR, tók yfir leikinn og skoraði fjögur af sjö mörkum KR í 7-1 sigri. Sigur sem gárungar segja að forði KR frá falli. Á Kerecisvellinum á Ísafirði unnu Vestramenn gífurlega mikilvægan 2-1 endurkomusigur á HK. Leikurinn bauð upp á glæsimörk en með sigrinum lyftir Vestri sér upp úr fallsæti, upp fyrir HK sem eru nú einu stigi á eftir Vestra í 11.sætinu. Ekki þurfti að bíða lengi eftir fyrsta markinu í leik Fylkis og KA í Árbænum í gær. Það kom eftir rúmar þrjátíu sekúndur og var KA manna sem áttu eftir að sigla heim 3-1 sigri. Útlitið er orðið dökkt fyrir Fylkismenn sem sitja límdir við botn Bestu deildarinnar. Stjarnan og ÍA eigast við í lokaleik 2.umferðar í úrslitakeppni efri hluta Bestu deildarinnar í kvöld. Bæði lið þurfa sigur í Evrópubaráttunni. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst stundarfjórðungi fyrir leikinn klukkan sjö.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Valur KR Fram Vestri HK Fylkir KA Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Fleiri fréttir Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Sjá meira