Ekki ánægður með stöðu Hákons Rafns Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. október 2024 13:24 Hákon Rafn Valdimarsson hefur spilað þrettán A-landsleiki. vísir/hulda margrét Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir að Hákon Rafn Valdimarsson verði að spila meira með sínu félagsliði en hann hefur gert undanfarna mánuði. Eftir frábært tímabil með Elfsborg 2023 gekk Hákon í raðir enska úrvalsdeildarliðsins Brentford í janúar á þessu ári. Hákon hefur aðeins spilað tvo leiki fyrir aðallið Brentford síðan hann kom til liðsins, báða í enska deildabikarnum. Hákon var hetja Brentford í 1-0 sigri á Colchester United þar sem hann varði vítaspyrnu. Hann spilaði svo í 3-1 sigri á Leyton Orient um miðjan september. Hareide segir að Hákon sé ekki í ákjósanlegri stöðu og vonast til að hann fari að spila meira. „Ég er ekki ánægður með stöðuna. Hann spilaði gegn Leyton Orient og var mikið í boltanum en það reyndi lítið á hann,“ sagði Hareide á blaðamannafundi í dag. Hinir markverðirnir í íslenska landsliðshópnum, Elías Rafn Ólafsson og Patrik Sigurður Gunnarsson, eru markverðir númer eitt hjá sínum liðum, Midtjylland og Kortirjk. „Elías og Patrik eru að spila reglulega. Við verðum að bíða og sjá. Hákon er skynsamur. Hann skilur að hann er ekki að spila nóg. Hákon hefur gert ágætlega en við þurfum að fylgjast vel með þessari stöðu fyrir undankeppni HM á næsta ári,“ sagði Hareide. Hákon hefur verið aðalmarkvörður íslenska landsliðsins upp á síðkastið. Á fundinum var Hareide spurður hvort íhugaði að gera breytingu á markvarðastöðunni. „Nei, ég veit ekki. Við verðum að tala við hann þegar hann kemur. Við höfum þrjá mjög góða markverði,“ sagði Hareide. Ísland mætir Wales og Tyrklandi í Þjóðadeildinni 11. og 14. október. Báðir leikirnir fara fram á Laugardalsvelli. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Enski boltinn Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira
Eftir frábært tímabil með Elfsborg 2023 gekk Hákon í raðir enska úrvalsdeildarliðsins Brentford í janúar á þessu ári. Hákon hefur aðeins spilað tvo leiki fyrir aðallið Brentford síðan hann kom til liðsins, báða í enska deildabikarnum. Hákon var hetja Brentford í 1-0 sigri á Colchester United þar sem hann varði vítaspyrnu. Hann spilaði svo í 3-1 sigri á Leyton Orient um miðjan september. Hareide segir að Hákon sé ekki í ákjósanlegri stöðu og vonast til að hann fari að spila meira. „Ég er ekki ánægður með stöðuna. Hann spilaði gegn Leyton Orient og var mikið í boltanum en það reyndi lítið á hann,“ sagði Hareide á blaðamannafundi í dag. Hinir markverðirnir í íslenska landsliðshópnum, Elías Rafn Ólafsson og Patrik Sigurður Gunnarsson, eru markverðir númer eitt hjá sínum liðum, Midtjylland og Kortirjk. „Elías og Patrik eru að spila reglulega. Við verðum að bíða og sjá. Hákon er skynsamur. Hann skilur að hann er ekki að spila nóg. Hákon hefur gert ágætlega en við þurfum að fylgjast vel með þessari stöðu fyrir undankeppni HM á næsta ári,“ sagði Hareide. Hákon hefur verið aðalmarkvörður íslenska landsliðsins upp á síðkastið. Á fundinum var Hareide spurður hvort íhugaði að gera breytingu á markvarðastöðunni. „Nei, ég veit ekki. Við verðum að tala við hann þegar hann kemur. Við höfum þrjá mjög góða markverði,“ sagði Hareide. Ísland mætir Wales og Tyrklandi í Þjóðadeildinni 11. og 14. október. Báðir leikirnir fara fram á Laugardalsvelli.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Enski boltinn Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira