Sækja innblástur til kvennaliðsins: „Frábært að fylgjast með þessu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 6. október 2024 11:47 Halldór Árnason samgleðst kvennaliði Breiðabliks og vonast til að leika afrek þeirra eftir. Vísir/Pawel Halldór Árnason, þjálfari karlaliðs Breiðabliks, segir sína menn klára í slaginn fyrir stórleik kvöldsins við Val á Kópavogsvelli í 25. umferð Bestu deildar karla. Kvennalið sömu félaga mættust í gær þar sem Breiðablik stóð uppi sem Íslandsmeistari. „Það var frábært að fylgjast með þessu og ég óska liðinu innilega til hamingju með verðskuldaðan Íslandsmeistaratitil,“ segir Halldór í samtali við íþróttadeild. Unnið hafi verið gott starf kvennamegin í allt sumar. „Ég náði að fylgjast vel með Nik, hans liði og þjálfarateymi í allt sumar og allan vetur. Þau hafa unnið hörðum höndum, lagt mikið á sig og eru að uppskera eftir því. Liðið hefur spilað frábæran sóknarbolta í allt sumar og innilegar hamingju óskir á kvennalið Breiðabliks,“ segir Halldór. Sækir karlaliðið þá ekki innblástur til kvennanna eftir sigur gærdagsins? „Engin spurning. Þegar maður sá stelpurnar fagna í gær, þá er þetta tilfinning sem flestir í liðinu þekkja og vilja fá að upplifa aftur. Þess vegna þurfum við að eiga okkar bestu frammistöður áfram,“ segir Halldór. Mikið undir fyrir bæði lið Karlalið Breiðabliks og Vals eigast við í kvöld. Breiðablik er sem fyrr jafnt Víkingi að stigum á toppi Bestu deildar karla þegar bæði lið eiga þrjá leiki eftir, þar á meðal mætast þau innbyrðis í lokaumferðinni. Valsmenn hafa einnig að miklu að keppa og eru aðeins stigi á undan Stjörnunni sem sækir að þriðja sætinu, Evrópusæti. „Þetta verður vafalítið hörkuleikur. Valsliðið er auðvitað gríðarlega vel mannað og ég geri bara ráð fyrir að sjúkraþjálfarateymi Vals hafi unnið hörðum höndum frá því í síðasta leik og þeir mæti fullskipaðir í kvöld,“ „Við ætlum að verja heimavöllinn og taka hart á móti þeim. Það er ekkert sem kemur til greina að okkar hálfu annað en að vinna leikinn,“ segir Halldór. Stjarnan og Víkingur eigast einmitt við klukkan 17:00 í dag og gætu línur því skýrst eftir leiki dagsins, eða bara alls ekki. Halldór segir leikmenn þá meðvitaða um stöðuna á toppnum, mikilvægi hvers leiks, en fari ekki fram úr sér. „Menn vita nákvæmlega hvernig staðan er og óþarfi að ræða þetta daglega í klefanum daglega eða eitthvað slíkt. Menn eru auðvitað meðvitaðir um mikilvægi hvers leiks og hvers stigs. En við höfum tekið þetta einn dag í einu sem hefur reynst okkur vel hingað til,“ segir Halldór. Leikur Breiðabliks og Vals fer fram klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þar verða leikir í Bestu deild karla í allan dag á dagskrá, frá klukkan 14:00 allt til loka kvöldleiksins en þá verður farið yfir alla leiki dagsins í Ísey-tilþrifunum kl. 21:20. Leikir dagsins í Bestu deild karla Efri hluti: 14:00 ÍA - FH (Stöð 2 Sport 5) 17:00 Víkingur - Stjarnan (Stöð 2 Sport) 19:15 Breiðablik - Valur (Stöð 2 Sport) 21:20 Ísey tilþrifin (Stöð 2 Sport) Neðri hluti: 14:00 KA - KR (Stöð 2 Sport) 17:00 HK - Fylkir (Stöð 2 BD) Besta deild karla Breiðablik Valur Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Leik lokið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Í beinni: Víkingur - Vllaznia | Þurfa að vinna upp tapið ytra Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Leik lokið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Sjá meira
„Það var frábært að fylgjast með þessu og ég óska liðinu innilega til hamingju með verðskuldaðan Íslandsmeistaratitil,“ segir Halldór í samtali við íþróttadeild. Unnið hafi verið gott starf kvennamegin í allt sumar. „Ég náði að fylgjast vel með Nik, hans liði og þjálfarateymi í allt sumar og allan vetur. Þau hafa unnið hörðum höndum, lagt mikið á sig og eru að uppskera eftir því. Liðið hefur spilað frábæran sóknarbolta í allt sumar og innilegar hamingju óskir á kvennalið Breiðabliks,“ segir Halldór. Sækir karlaliðið þá ekki innblástur til kvennanna eftir sigur gærdagsins? „Engin spurning. Þegar maður sá stelpurnar fagna í gær, þá er þetta tilfinning sem flestir í liðinu þekkja og vilja fá að upplifa aftur. Þess vegna þurfum við að eiga okkar bestu frammistöður áfram,“ segir Halldór. Mikið undir fyrir bæði lið Karlalið Breiðabliks og Vals eigast við í kvöld. Breiðablik er sem fyrr jafnt Víkingi að stigum á toppi Bestu deildar karla þegar bæði lið eiga þrjá leiki eftir, þar á meðal mætast þau innbyrðis í lokaumferðinni. Valsmenn hafa einnig að miklu að keppa og eru aðeins stigi á undan Stjörnunni sem sækir að þriðja sætinu, Evrópusæti. „Þetta verður vafalítið hörkuleikur. Valsliðið er auðvitað gríðarlega vel mannað og ég geri bara ráð fyrir að sjúkraþjálfarateymi Vals hafi unnið hörðum höndum frá því í síðasta leik og þeir mæti fullskipaðir í kvöld,“ „Við ætlum að verja heimavöllinn og taka hart á móti þeim. Það er ekkert sem kemur til greina að okkar hálfu annað en að vinna leikinn,“ segir Halldór. Stjarnan og Víkingur eigast einmitt við klukkan 17:00 í dag og gætu línur því skýrst eftir leiki dagsins, eða bara alls ekki. Halldór segir leikmenn þá meðvitaða um stöðuna á toppnum, mikilvægi hvers leiks, en fari ekki fram úr sér. „Menn vita nákvæmlega hvernig staðan er og óþarfi að ræða þetta daglega í klefanum daglega eða eitthvað slíkt. Menn eru auðvitað meðvitaðir um mikilvægi hvers leiks og hvers stigs. En við höfum tekið þetta einn dag í einu sem hefur reynst okkur vel hingað til,“ segir Halldór. Leikur Breiðabliks og Vals fer fram klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þar verða leikir í Bestu deild karla í allan dag á dagskrá, frá klukkan 14:00 allt til loka kvöldleiksins en þá verður farið yfir alla leiki dagsins í Ísey-tilþrifunum kl. 21:20. Leikir dagsins í Bestu deild karla Efri hluti: 14:00 ÍA - FH (Stöð 2 Sport 5) 17:00 Víkingur - Stjarnan (Stöð 2 Sport) 19:15 Breiðablik - Valur (Stöð 2 Sport) 21:20 Ísey tilþrifin (Stöð 2 Sport) Neðri hluti: 14:00 KA - KR (Stöð 2 Sport) 17:00 HK - Fylkir (Stöð 2 BD)
Leikir dagsins í Bestu deild karla Efri hluti: 14:00 ÍA - FH (Stöð 2 Sport 5) 17:00 Víkingur - Stjarnan (Stöð 2 Sport) 19:15 Breiðablik - Valur (Stöð 2 Sport) 21:20 Ísey tilþrifin (Stöð 2 Sport) Neðri hluti: 14:00 KA - KR (Stöð 2 Sport) 17:00 HK - Fylkir (Stöð 2 BD)
Besta deild karla Breiðablik Valur Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Leik lokið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Í beinni: Víkingur - Vllaznia | Þurfa að vinna upp tapið ytra Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Leik lokið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Sjá meira