„Þetta er ekki endanlegt frumvarp“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. október 2024 17:16 Guðrún segist fagna því að gagnrýnendur frumvarpsdraganna vilji sjá meira frelsi heldur en minna. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra fagnar því að umræða um drög hennar að breytingu á áfengislögum, sem myndi leyfa innlenda netverslun með áfengi, sé á þá leið að starfsemin verði frjálsari. Hún muni taka umsagnir og athugasemdir til greina áður en málið rati á borð ríkisstjórnar. Í síðustu viku birti dómsmálaráðherra drög að frumvarpi um breytingu á áfengislögum, sem heimila innlenda netverslun með áfengi. Lagt er til í drögunum að netsalan verði leyfisskyld og hinum ýmsu skilyrðum háð. Til að mynda verði hvorki heimilt að afhenda áfengi á sunnudögum né seint á kvöldin. Þessar hömlur hafa mætt gagnrýni, meðal annars frá rekstraraðila slíkrar netverslunar. Ráðherra leggur áherslu á að um sé að ræða drög sem liggi nú í samráðsgátt. „Þetta er það ferli sem við vinnum eftir. Ég legg þau til samráðs og það getur hver sem er sent inn umsögn eða gert athugasemdir við frumvarpið. Þannig að þetta er ekki endanlegt frumvarp,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Sambærilegt áfengislögum Drögin séu í samræmi við önnur frumvörp sem fyrirennarar hennar í embætti hafi lagt fram. „Það má segja að þau skilyrði sem þarna koma fram í drögunum eru sambærileg skilyrðum sem finna má í núgildandi áfengislögum og gilda um áfengis- og tóbaksverslun ríkisins.“ Guðrún fagnar því að gagnrýni á frumvarpið sé á þann veg að færa þurfi frumvarpið í meiri frelsisátt. „Það er bara góð og réttmæt gagnrýni sem ég get að einhverju leyti tekið undir.“ Kemur ekki á óvart Guðrún segir að hún muni taka tillit til athugasemda og umsagna áður en málið verði lagt fyrir ríkisstjórn og síðan þingið, sem eigi lokaorðið. Kemur þessi gagnrýni þér á óvart, sem ráðherra Sjálfstæðisflokksins sem talað hefur fyrir auknu frelsi í þessum málum? „Nei það kemur mér ekkert á óvart, og ég fagna því að umræðan í kringum þessi frumvarpsdrög hefur öll verið á þann veg að létta þurfi á skilyrðum og færa frumvarpið í frekari frelsisátt,“ segir Guðrún. Netverslun með áfengi Alþingi Áfengi og tóbak Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Ekkert áfengi á sunnudögum og seint á kvöldin Dómsmálaráðherra hefur birt drög að frumvarpi til laga um breytingu á áfengislögum í samráðsgátt. Samkvæmt drögunum verður innlend netverslun með áfengi heimiluð, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Til að mynda yrði ekki heimilt að afhenda áfengi á helgidögum, þar á meðal sunnudögum. 1. október 2024 13:13 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Í síðustu viku birti dómsmálaráðherra drög að frumvarpi um breytingu á áfengislögum, sem heimila innlenda netverslun með áfengi. Lagt er til í drögunum að netsalan verði leyfisskyld og hinum ýmsu skilyrðum háð. Til að mynda verði hvorki heimilt að afhenda áfengi á sunnudögum né seint á kvöldin. Þessar hömlur hafa mætt gagnrýni, meðal annars frá rekstraraðila slíkrar netverslunar. Ráðherra leggur áherslu á að um sé að ræða drög sem liggi nú í samráðsgátt. „Þetta er það ferli sem við vinnum eftir. Ég legg þau til samráðs og það getur hver sem er sent inn umsögn eða gert athugasemdir við frumvarpið. Þannig að þetta er ekki endanlegt frumvarp,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Sambærilegt áfengislögum Drögin séu í samræmi við önnur frumvörp sem fyrirennarar hennar í embætti hafi lagt fram. „Það má segja að þau skilyrði sem þarna koma fram í drögunum eru sambærileg skilyrðum sem finna má í núgildandi áfengislögum og gilda um áfengis- og tóbaksverslun ríkisins.“ Guðrún fagnar því að gagnrýni á frumvarpið sé á þann veg að færa þurfi frumvarpið í meiri frelsisátt. „Það er bara góð og réttmæt gagnrýni sem ég get að einhverju leyti tekið undir.“ Kemur ekki á óvart Guðrún segir að hún muni taka tillit til athugasemda og umsagna áður en málið verði lagt fyrir ríkisstjórn og síðan þingið, sem eigi lokaorðið. Kemur þessi gagnrýni þér á óvart, sem ráðherra Sjálfstæðisflokksins sem talað hefur fyrir auknu frelsi í þessum málum? „Nei það kemur mér ekkert á óvart, og ég fagna því að umræðan í kringum þessi frumvarpsdrög hefur öll verið á þann veg að létta þurfi á skilyrðum og færa frumvarpið í frekari frelsisátt,“ segir Guðrún.
Netverslun með áfengi Alþingi Áfengi og tóbak Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Ekkert áfengi á sunnudögum og seint á kvöldin Dómsmálaráðherra hefur birt drög að frumvarpi til laga um breytingu á áfengislögum í samráðsgátt. Samkvæmt drögunum verður innlend netverslun með áfengi heimiluð, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Til að mynda yrði ekki heimilt að afhenda áfengi á helgidögum, þar á meðal sunnudögum. 1. október 2024 13:13 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Ekkert áfengi á sunnudögum og seint á kvöldin Dómsmálaráðherra hefur birt drög að frumvarpi til laga um breytingu á áfengislögum í samráðsgátt. Samkvæmt drögunum verður innlend netverslun með áfengi heimiluð, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Til að mynda yrði ekki heimilt að afhenda áfengi á helgidögum, þar á meðal sunnudögum. 1. október 2024 13:13