Hemp í sögubækurnar og Man City á toppinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. október 2024 20:05 Dagný Brynjarsdóttir í baráttunni við Lauren Hemp í dag. Charlotte Wilson/Getty Images Manchester City er komið á topp efstu deildar kvenna í Englandi eftir 2-0 sigur á Dagnýju Brynjarsdóttur og stöllum í West Ham United í dag. Stórleik Chelsea og Manchester United var frestað vegna þátttöku Chelsea í Meistaradeild Evrópu. Dagný var í byrjunarliði gestanna en var tekin af velli skömmu áður en seinna markið leit dagsins ljós. Lauren Hemp kom gestunum yfir eftir aðeins tíu mínútna leik og varð þar með yngsti leikmaður í sögu Ofurdeildar kvenna á Englandi til að skora 50 mörk. 50 - With her opener against West Ham today, Lauren Hemp has become the youngest player in @BarclaysWSL history to score 50 goals (24y 60d). Milestone. pic.twitter.com/owOeVAPRwP— OptaJoe (@OptaJoe) October 6, 2024 Annað markið kom á 71. mínútu eða mínútu eftir að Dagný var tekin af velli. Mary Fowler með markið eftir undirbúning Khadiju Shaw en Man City hvíldi þónokkra leikmenn í dag þar sem það mætir Evrópu- og Spánarmeisturum Barcelona í Meistaradeild Evrópu á miðvikudag. Lokatölur í Manchester 2-0 og Man City fer tímabundið á topp deildarinnar með sjö stig eftir þrjá leiki. West Ham er með eitt stig í 11. sæti. 🩵🙌 https://t.co/LdwPMvK7Dq pic.twitter.com/24Nu1pKYYn— Manchester City Women (@ManCityWomen) October 6, 2024 Í Lundúnum var Everton í heimsókn hjá Arsenal fyrir framan 25 þúsund manns á Emirates-vellinum. Leiknum lauk með markalausu jafntefli en þetta var í fyrsta sinn síðan 2009 sem Everton nær stigi gegn Arsenal. Skytturnar eru í 6. sæti með fimm stig að loknum þremur leikjum. A frustrating afternoon at Emirates Stadium ends in a draw.Our focus turns to Wednesday 👊 pic.twitter.com/3XnRuMlFWt— Arsenal Women (@ArsenalWFC) October 6, 2024 Önnur úrslit voru þau að Liverpool vann 3-2 útisigur á Tottenham Hotspur á meðan Crystal Palace vann 2-0 útisigur á Leicester City. Leik Englandsmeistara Chelsea og Manchester United var frestað en þau hafa bæði unnið fyrstu tvo leiki sína á tímabilinu. Leiknum var frestað þar sem Chelsea mætir Real Madríd í Meistaradeild á þriðjudag. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Sjá meira
Dagný var í byrjunarliði gestanna en var tekin af velli skömmu áður en seinna markið leit dagsins ljós. Lauren Hemp kom gestunum yfir eftir aðeins tíu mínútna leik og varð þar með yngsti leikmaður í sögu Ofurdeildar kvenna á Englandi til að skora 50 mörk. 50 - With her opener against West Ham today, Lauren Hemp has become the youngest player in @BarclaysWSL history to score 50 goals (24y 60d). Milestone. pic.twitter.com/owOeVAPRwP— OptaJoe (@OptaJoe) October 6, 2024 Annað markið kom á 71. mínútu eða mínútu eftir að Dagný var tekin af velli. Mary Fowler með markið eftir undirbúning Khadiju Shaw en Man City hvíldi þónokkra leikmenn í dag þar sem það mætir Evrópu- og Spánarmeisturum Barcelona í Meistaradeild Evrópu á miðvikudag. Lokatölur í Manchester 2-0 og Man City fer tímabundið á topp deildarinnar með sjö stig eftir þrjá leiki. West Ham er með eitt stig í 11. sæti. 🩵🙌 https://t.co/LdwPMvK7Dq pic.twitter.com/24Nu1pKYYn— Manchester City Women (@ManCityWomen) October 6, 2024 Í Lundúnum var Everton í heimsókn hjá Arsenal fyrir framan 25 þúsund manns á Emirates-vellinum. Leiknum lauk með markalausu jafntefli en þetta var í fyrsta sinn síðan 2009 sem Everton nær stigi gegn Arsenal. Skytturnar eru í 6. sæti með fimm stig að loknum þremur leikjum. A frustrating afternoon at Emirates Stadium ends in a draw.Our focus turns to Wednesday 👊 pic.twitter.com/3XnRuMlFWt— Arsenal Women (@ArsenalWFC) October 6, 2024 Önnur úrslit voru þau að Liverpool vann 3-2 útisigur á Tottenham Hotspur á meðan Crystal Palace vann 2-0 útisigur á Leicester City. Leik Englandsmeistara Chelsea og Manchester United var frestað en þau hafa bæði unnið fyrstu tvo leiki sína á tímabilinu. Leiknum var frestað þar sem Chelsea mætir Real Madríd í Meistaradeild á þriðjudag.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Sjá meira