Kýld niður í kjördæmaviku Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 7. október 2024 09:33 „Allir eru með plön – en svo er maður bara kýldur á kjaftinn!“ mér varð hugsað til þessara orða Mike Tyson, þegar ég stóð með boxhanska í World Class í miðri kjördæmaviku. Kjördæmavikan er mikilvægur vettvangur til að tala við fólk, heimsækja fjölbreytta vinnustaði og hlusta á hvað brennur á fólki. Hvort sem maður heimsótti leikskóla, líkamsræktarstöð, íþróttafélag, iðnaðarfyrirtæki eða ferðaþjónustuaðila þá fann maður fyrir kraftinum í íslensku samfélagi og einstaklingunum sem drífa það áfram. Á ungbarnaleikskólanum Ársól þar sem yngstu Reykvíkingarnir taka sín fyrstu skref sáum við öflugan sjálfstætt starfandi leikskóla þar sem þrjú hundruð börn eru á biðlista á sama tíma og þau hafa beðið í fjögur ár eftir að fá að stækka húsnæði skólans og fjölga leikskólaplássum. Þau bíða enn eftir að þær framkvæmdir hefjast rétt eins og fjölskyldur ungra barna í Reykjavík bíða eftir fleiri plássum. Vellíðan unga fólksins okkar skiptir máli og við heimsóttum Bergið Headspace en þar fær ungt fólk á aldrinum 12 til 25 ára sér að kostnaðarlausu samtal um hvers kyns vandamál. Þar fá þau fræðslu og stuðning til að finna leiðir að bættri líðan og meiri virkni í samfélaginu. Magnað starf sem stjórnvöld og samfélagið allt þarf að styðja vel við. Mörgum er umhugað um stöðu ungs fólks en íslenska forvarnarmódelið var sérstaklega rætt við Planet Youth sem hjálpar þjóðum um allan heim að ná sambærilegum árangri og við höfum náð. Þó áskoranirnar séu margar þá má líka minna á árangur okkar sem er orðinn að útflutningsvöru. Það minnir okkur líka á að við megum ekki láta deigan síga. Öflugt íþrótta- og tómstundastarf hefur jákvæð áhrif og líðan og virkni barna og ungmenna. Í ljósi þess var ömurlegt að sjá hversu slæmt viðhald og stuðningur borgarinnar hefur verið við íþróttafélagið KR og sömu sögu er að finna víðar um borgina. Knattspyrnufélag Reykjavíkur sinnir fjölmennum hóp fólks á öllum aldri í vesturbæ Reykjavíkur og óþreyja þeirra eftir svörum er skiljanleg. Enn ein staðfesting á því að innviðir borgarinnar eru ekki í forgangi. Efnahagsmálin var aðalumræðuefni á fundi okkar með Samtökum atvinnulífsins. Ég tek heilshugar undir áherslur þeirra á það að draga þarf úr ríkisútgjöldum og hagræða enn frekar í opinberum rekstri. Það ætti þó ekki að vera skammtímamarkmið, heldur viðvarandi verkefni í rekstri hins opinbera. Það var ánægjulegt að sjá að vaxtalækkunartímabilið sem við höfum öll beðið lengi eftir er hafið. Verðbólga hefur ekki mælst minni í þrjú ár. En þessi mál eru á vörum margar landsmanna, hvort sem það var í heita pottinum eða annars staðar, þeirra sem finna fyrir hærri greiðslubyrði eða reka fyrirtæki. Við heimsóttum nokkur fyrirtæki og hringdum í fólk til að hlusta á hvar við getum gert betur. Við byggjum á öflugum grunni, hér er lítið atvinnuleysi og kaupmáttur og laun hafa hækkað meira en í löndunum í kringum okkur. Mike Tyson talaði af reynslu þegar hann sagðist hafa verið með plan en var kýldur niður - og fyrir okkur sem störfum í stjórnmálum er þetta líka stundum svona - við stjórnum ekki alltaf atburðarrásinni. En það er mikilvægt að standa aftur upp, bretta upp ermar og hafa alltaf í forgangi að ná árangri fyrir fólkið í landinu. Að gera betur og hlusta á áskoranir þeirra. Við erum í stjórnmálum til þess. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Reykjavík Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
„Allir eru með plön – en svo er maður bara kýldur á kjaftinn!“ mér varð hugsað til þessara orða Mike Tyson, þegar ég stóð með boxhanska í World Class í miðri kjördæmaviku. Kjördæmavikan er mikilvægur vettvangur til að tala við fólk, heimsækja fjölbreytta vinnustaði og hlusta á hvað brennur á fólki. Hvort sem maður heimsótti leikskóla, líkamsræktarstöð, íþróttafélag, iðnaðarfyrirtæki eða ferðaþjónustuaðila þá fann maður fyrir kraftinum í íslensku samfélagi og einstaklingunum sem drífa það áfram. Á ungbarnaleikskólanum Ársól þar sem yngstu Reykvíkingarnir taka sín fyrstu skref sáum við öflugan sjálfstætt starfandi leikskóla þar sem þrjú hundruð börn eru á biðlista á sama tíma og þau hafa beðið í fjögur ár eftir að fá að stækka húsnæði skólans og fjölga leikskólaplássum. Þau bíða enn eftir að þær framkvæmdir hefjast rétt eins og fjölskyldur ungra barna í Reykjavík bíða eftir fleiri plássum. Vellíðan unga fólksins okkar skiptir máli og við heimsóttum Bergið Headspace en þar fær ungt fólk á aldrinum 12 til 25 ára sér að kostnaðarlausu samtal um hvers kyns vandamál. Þar fá þau fræðslu og stuðning til að finna leiðir að bættri líðan og meiri virkni í samfélaginu. Magnað starf sem stjórnvöld og samfélagið allt þarf að styðja vel við. Mörgum er umhugað um stöðu ungs fólks en íslenska forvarnarmódelið var sérstaklega rætt við Planet Youth sem hjálpar þjóðum um allan heim að ná sambærilegum árangri og við höfum náð. Þó áskoranirnar séu margar þá má líka minna á árangur okkar sem er orðinn að útflutningsvöru. Það minnir okkur líka á að við megum ekki láta deigan síga. Öflugt íþrótta- og tómstundastarf hefur jákvæð áhrif og líðan og virkni barna og ungmenna. Í ljósi þess var ömurlegt að sjá hversu slæmt viðhald og stuðningur borgarinnar hefur verið við íþróttafélagið KR og sömu sögu er að finna víðar um borgina. Knattspyrnufélag Reykjavíkur sinnir fjölmennum hóp fólks á öllum aldri í vesturbæ Reykjavíkur og óþreyja þeirra eftir svörum er skiljanleg. Enn ein staðfesting á því að innviðir borgarinnar eru ekki í forgangi. Efnahagsmálin var aðalumræðuefni á fundi okkar með Samtökum atvinnulífsins. Ég tek heilshugar undir áherslur þeirra á það að draga þarf úr ríkisútgjöldum og hagræða enn frekar í opinberum rekstri. Það ætti þó ekki að vera skammtímamarkmið, heldur viðvarandi verkefni í rekstri hins opinbera. Það var ánægjulegt að sjá að vaxtalækkunartímabilið sem við höfum öll beðið lengi eftir er hafið. Verðbólga hefur ekki mælst minni í þrjú ár. En þessi mál eru á vörum margar landsmanna, hvort sem það var í heita pottinum eða annars staðar, þeirra sem finna fyrir hærri greiðslubyrði eða reka fyrirtæki. Við heimsóttum nokkur fyrirtæki og hringdum í fólk til að hlusta á hvar við getum gert betur. Við byggjum á öflugum grunni, hér er lítið atvinnuleysi og kaupmáttur og laun hafa hækkað meira en í löndunum í kringum okkur. Mike Tyson talaði af reynslu þegar hann sagðist hafa verið með plan en var kýldur niður - og fyrir okkur sem störfum í stjórnmálum er þetta líka stundum svona - við stjórnum ekki alltaf atburðarrásinni. En það er mikilvægt að standa aftur upp, bretta upp ermar og hafa alltaf í forgangi að ná árangri fyrir fólkið í landinu. Að gera betur og hlusta á áskoranir þeirra. Við erum í stjórnmálum til þess. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun