Augljóst að ríkisstjórnarsamstarfið sé að nálgast leiðarlok Lovísa Arnardóttir skrifar 7. október 2024 09:01 Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir Framsóknarflokkinn stefna að því að ljúka kjörtímabilinu. Aðsend Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir ekkert óvænt við samþykkt ályktunar á landsfundi Vinstri grænna um að ríkisstjórnarsamstarf Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks sé að nálgast leiðarlok var. Í ályktuninni segir meðal annars að ganga verði til kosninga næsta vor. Hún telur ekki ástæðu til að ræða ályktunina á fundi þingflokks Framsóknar. Í ályktuninni segir einnig að ríkisstjórnin hafi verið upphaflega mynduð árið 2017 í kjölfar óvæntra kosninga og þannig hafi komist á festa í stjórnmálum undir forystu Vinstri grænna. Síðan þá hafi hreyfingin náð fram mörgum mikilvægum málum en að brýn verkefni séu fram undan. Landsfundurinn telji að takast verði á við þau á félagslegum grunni. „Ég get svarað þessu eins og ég svaraði því þegar ég var spurð fyrst þegar Svandís setti þetta fram. Þetta er eitthvað sem þau leggja fram og allir hafa rétt á, en samtalið er á milli formannanna þriggja.“ Hún segir ályktunina í takt við það sem Svandís hefur áður sagt og því komi ekki á óvart að hún hafi verið samþykkt svona. Það hefði komið meira á óvart ef upprunaleg tillaga um að slíta samstarfinu núna hefði verið samþykkt. Það væri ekki í takt við orðræðu nýs formanns. „Það er eðlilegt að flokkurinn fylgi nýjum formanni. En að því sögðu þá er ábyrgðarhluti að vera í ríkisstjórn og það er formannanna þriggja að taka þetta samtal.“ Augljóst að samstarfið sé komið að leiðarlokum Hvað varðar orðalag í ályktuninni um að samstarfið sé komið að leiðarlokum segir Ingibjörg það augljóst. „Þetta er eitthvað sem liggur í augum uppi. Það er ár eftir að kjörtímabilinu. Þetta er kosningavetur og fyrir mér eru þetta ekki nýjar fréttir. Það er að koma að leiðarlokum,“ segir Ingibjörg. Sjá einnig: Erfitt að setja tölu á hve margir vilji stjórnarslit Hún segir Framsóknarflokkinn stefna að því að ljúka kjörtímabilinu. Það séu verkefni fram undan sem séu mikilvæg fyrir samfélagið allt. „Það er það sem við horfum á og vinnum eftir.“ Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir „Kveður við nýjan tón í samstarfinu sem er efnislega lokið“ Prófessor í stjórnmálafræði segir fyrstu ræðu Svandísar Svavarsdóttur sem formaður Vinstri grænna geta bent til þess að kosningar séu nær en marga gruni. VG hafi tekið efnislega ákvörðun um að halda stjórnarsamstarfinu ekki áfram, þrátt fyrir að óvíst sé hvenær kosið yrði. 6. október 2024 12:05 Sigmundur og hvolpurinn gleðjast yfir fylgi Miðflokksins „Ég skal viðurkenna að eftir allt sem á undan er gengið var á vissan hátt ánægjulegt að sjá könnun þar sem Miðflokkurinn mældist með meira fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn til samans og nánast jafnmikið og stjórnarflokkarnir allir samanlagt.“ 5. október 2024 23:08 Ríkisstjórnarflokkarnir mælast með tuttugu prósenta fylgi Ríkisstjórnarflokkarnir mælast sameiginlega með tuttugu prósenta fylgi í nýjustu könnun Prósents. 5. október 2024 08:54 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Í ályktuninni segir einnig að ríkisstjórnin hafi verið upphaflega mynduð árið 2017 í kjölfar óvæntra kosninga og þannig hafi komist á festa í stjórnmálum undir forystu Vinstri grænna. Síðan þá hafi hreyfingin náð fram mörgum mikilvægum málum en að brýn verkefni séu fram undan. Landsfundurinn telji að takast verði á við þau á félagslegum grunni. „Ég get svarað þessu eins og ég svaraði því þegar ég var spurð fyrst þegar Svandís setti þetta fram. Þetta er eitthvað sem þau leggja fram og allir hafa rétt á, en samtalið er á milli formannanna þriggja.“ Hún segir ályktunina í takt við það sem Svandís hefur áður sagt og því komi ekki á óvart að hún hafi verið samþykkt svona. Það hefði komið meira á óvart ef upprunaleg tillaga um að slíta samstarfinu núna hefði verið samþykkt. Það væri ekki í takt við orðræðu nýs formanns. „Það er eðlilegt að flokkurinn fylgi nýjum formanni. En að því sögðu þá er ábyrgðarhluti að vera í ríkisstjórn og það er formannanna þriggja að taka þetta samtal.“ Augljóst að samstarfið sé komið að leiðarlokum Hvað varðar orðalag í ályktuninni um að samstarfið sé komið að leiðarlokum segir Ingibjörg það augljóst. „Þetta er eitthvað sem liggur í augum uppi. Það er ár eftir að kjörtímabilinu. Þetta er kosningavetur og fyrir mér eru þetta ekki nýjar fréttir. Það er að koma að leiðarlokum,“ segir Ingibjörg. Sjá einnig: Erfitt að setja tölu á hve margir vilji stjórnarslit Hún segir Framsóknarflokkinn stefna að því að ljúka kjörtímabilinu. Það séu verkefni fram undan sem séu mikilvæg fyrir samfélagið allt. „Það er það sem við horfum á og vinnum eftir.“
Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir „Kveður við nýjan tón í samstarfinu sem er efnislega lokið“ Prófessor í stjórnmálafræði segir fyrstu ræðu Svandísar Svavarsdóttur sem formaður Vinstri grænna geta bent til þess að kosningar séu nær en marga gruni. VG hafi tekið efnislega ákvörðun um að halda stjórnarsamstarfinu ekki áfram, þrátt fyrir að óvíst sé hvenær kosið yrði. 6. október 2024 12:05 Sigmundur og hvolpurinn gleðjast yfir fylgi Miðflokksins „Ég skal viðurkenna að eftir allt sem á undan er gengið var á vissan hátt ánægjulegt að sjá könnun þar sem Miðflokkurinn mældist með meira fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn til samans og nánast jafnmikið og stjórnarflokkarnir allir samanlagt.“ 5. október 2024 23:08 Ríkisstjórnarflokkarnir mælast með tuttugu prósenta fylgi Ríkisstjórnarflokkarnir mælast sameiginlega með tuttugu prósenta fylgi í nýjustu könnun Prósents. 5. október 2024 08:54 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
„Kveður við nýjan tón í samstarfinu sem er efnislega lokið“ Prófessor í stjórnmálafræði segir fyrstu ræðu Svandísar Svavarsdóttur sem formaður Vinstri grænna geta bent til þess að kosningar séu nær en marga gruni. VG hafi tekið efnislega ákvörðun um að halda stjórnarsamstarfinu ekki áfram, þrátt fyrir að óvíst sé hvenær kosið yrði. 6. október 2024 12:05
Sigmundur og hvolpurinn gleðjast yfir fylgi Miðflokksins „Ég skal viðurkenna að eftir allt sem á undan er gengið var á vissan hátt ánægjulegt að sjá könnun þar sem Miðflokkurinn mældist með meira fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn til samans og nánast jafnmikið og stjórnarflokkarnir allir samanlagt.“ 5. október 2024 23:08
Ríkisstjórnarflokkarnir mælast með tuttugu prósenta fylgi Ríkisstjórnarflokkarnir mælast sameiginlega með tuttugu prósenta fylgi í nýjustu könnun Prósents. 5. október 2024 08:54