Draumur að rætast hjá bræðrunum Valur Páll Eiríksson skrifar 9. október 2024 08:03 Willum Þór og Brynjólfur eru saman í landsliðinu í fyrsta sinn og vonast til að fá landsleik saman. Vísir/Sigurjón Bræðurnir Brynjólfur og Willum Þór Willumssynir eru báðir í landsliðshópi Íslands fyrir komandi leiki í Þjóðadeildinni. Draumurinn er að fá að spila saman fyrir íslenska landsliðið. Brynjólfur hefur spilað tvo landsleiki, báða æfingaleiki, en er nú í fyrsta sinn í landsliðshópnum fyrir keppnisleiki. Willum hefur hins vegar verið fastamaður í hópnum undanfarin misseri. Þeir eru nú saman í hópnum fyrir keppnisleiki í fyrsta sinn. „Það er geggjað að vera kominn inn í þetta og skemmir ekki fyrir að fá stóra bróður með,“ segir Brynjólfur og Willum sammælist því. „Þetta er bara gaman. Við vorum náttúrulega aðeins saman í U21 landsliðinu. Við erum vanir því að vera í svipuðum ferðum. En það er alltaf gaman að vera með bróður sínum,“ segir Willum. Þeir hittu fjölskyldu sína í fyrrakvöld áður en þeir mættu á æfingu í gærmorgun. Willum Þór Willumsson kom til Birmingham í sumar og hefur verið að festa sig í sessi í liðinu.Getty/Malcolm Couzens „Við hittumst bara heima í gær og vorum mjög glaðir þegar við sáum hópinn að við værum báðir í honum,“ segir Willum. Tengingin alltaf til staðar Þeir bræður hafa áður spilað saman fyrir U21 landsliðið og náðu einnig nokkrum leikjum saman með Breiðabliki sumarið 2018 áður en Willum, sá eldri, hélt út í atvinnumennsku. Tengingin milli þeirra innan vallar er því góð. „Ég myndi segja að hún sé mjög fín. Við vorum aðeins saman í Blikunum og tengdum vel saman þar. Við skiljum hvorn annan mjög vel,“ segir Brynjólfur. Brynjólfur gerir það gott með Groningen eftir skipti sín til Hollands.Rico Brouwer/Soccrates/Getty Images Willum segir þessa tengingu alltaf vera til staðar þrátt fyrir að þeir leiki í dag í sitthvoru landinu. Willum samdi við Birmingham á Englandi í sumar en Brynjólfur færði sig einnig um set, til Groningen í Hollandi. „Þegar við vorum yngri var tengingin yfirleitt mjög góð og gaman þegar við vorum saman í liði á æfingum. Það er orðið svolítið langt síðan við spiluðum saman en ég hugsa að tengingin sé enn til staðar og verði það alltaf,“ segir Willum. Draumur að rætast Spennan hefur því verið mikil frá því að landsliðshópurinn var kynntur og þeir bræður hafa beðið eftir þessu tækifæri. „Þetta er búinn að vera draumur að spila saman í A-landsliðinu. Það var geggjað að sjá þetta þegar hópurinn var gefinn út,“ segir Brynjólfur og bætir við: Klippa: Draumur að rætast hjá Willumssonum „Sérstaklega þegar maður var lítill, ef maður hugsar til baka, þá var það alltaf draumur að vera saman í A-landsliðinu.“ „Við höfum oft talað um það hvað það væri gaman að vera saman í liði. Þó þetta sé ekki félagslið þá er þetta lið og við að spila saman. Það er mjög skemmtilegt,“ segir Willum. Rifist um vítin Þeir félagar voru þá spurðir hvor þeirra myndi stíga á vítapunktinn með leikinn undir á lokamínútunni. „Eftir síðasta víti sem ég tók veit ég það ekki alveg, “segir Brynjólfur hlægjandi. Hann vísar þar til frægrar spyrnu fyrir Kristiansund í Noregi í apríl síðastliðnum, þar sem allt trylltist. Hann tók boltann af vítaskyttu liðsins til að taka spyrnuna sjálfur og skaut svo í stöng. Viðbrögð brjálaðs lýsanda þess leiks má sjá í spilaranum. „Ég held að hann hafi klikkað á fleirum í gegnum tíðina,“ segir Willum léttur. „Ég myndi bakka sjálfan mig,“ bætir hann við. „Ég myndi alltaf vilja taka boltann sjálfur,“ segir Brynjólfur. „Kannski við séum jafn líklegir til að klikka,“ segir Willum við hlátur þeirra beggja. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum að ofan. Efst má sjá frétt um þá bræður úr Sportpakka gærkvöldsins. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Sjá meira
Brynjólfur hefur spilað tvo landsleiki, báða æfingaleiki, en er nú í fyrsta sinn í landsliðshópnum fyrir keppnisleiki. Willum hefur hins vegar verið fastamaður í hópnum undanfarin misseri. Þeir eru nú saman í hópnum fyrir keppnisleiki í fyrsta sinn. „Það er geggjað að vera kominn inn í þetta og skemmir ekki fyrir að fá stóra bróður með,“ segir Brynjólfur og Willum sammælist því. „Þetta er bara gaman. Við vorum náttúrulega aðeins saman í U21 landsliðinu. Við erum vanir því að vera í svipuðum ferðum. En það er alltaf gaman að vera með bróður sínum,“ segir Willum. Þeir hittu fjölskyldu sína í fyrrakvöld áður en þeir mættu á æfingu í gærmorgun. Willum Þór Willumsson kom til Birmingham í sumar og hefur verið að festa sig í sessi í liðinu.Getty/Malcolm Couzens „Við hittumst bara heima í gær og vorum mjög glaðir þegar við sáum hópinn að við værum báðir í honum,“ segir Willum. Tengingin alltaf til staðar Þeir bræður hafa áður spilað saman fyrir U21 landsliðið og náðu einnig nokkrum leikjum saman með Breiðabliki sumarið 2018 áður en Willum, sá eldri, hélt út í atvinnumennsku. Tengingin milli þeirra innan vallar er því góð. „Ég myndi segja að hún sé mjög fín. Við vorum aðeins saman í Blikunum og tengdum vel saman þar. Við skiljum hvorn annan mjög vel,“ segir Brynjólfur. Brynjólfur gerir það gott með Groningen eftir skipti sín til Hollands.Rico Brouwer/Soccrates/Getty Images Willum segir þessa tengingu alltaf vera til staðar þrátt fyrir að þeir leiki í dag í sitthvoru landinu. Willum samdi við Birmingham á Englandi í sumar en Brynjólfur færði sig einnig um set, til Groningen í Hollandi. „Þegar við vorum yngri var tengingin yfirleitt mjög góð og gaman þegar við vorum saman í liði á æfingum. Það er orðið svolítið langt síðan við spiluðum saman en ég hugsa að tengingin sé enn til staðar og verði það alltaf,“ segir Willum. Draumur að rætast Spennan hefur því verið mikil frá því að landsliðshópurinn var kynntur og þeir bræður hafa beðið eftir þessu tækifæri. „Þetta er búinn að vera draumur að spila saman í A-landsliðinu. Það var geggjað að sjá þetta þegar hópurinn var gefinn út,“ segir Brynjólfur og bætir við: Klippa: Draumur að rætast hjá Willumssonum „Sérstaklega þegar maður var lítill, ef maður hugsar til baka, þá var það alltaf draumur að vera saman í A-landsliðinu.“ „Við höfum oft talað um það hvað það væri gaman að vera saman í liði. Þó þetta sé ekki félagslið þá er þetta lið og við að spila saman. Það er mjög skemmtilegt,“ segir Willum. Rifist um vítin Þeir félagar voru þá spurðir hvor þeirra myndi stíga á vítapunktinn með leikinn undir á lokamínútunni. „Eftir síðasta víti sem ég tók veit ég það ekki alveg, “segir Brynjólfur hlægjandi. Hann vísar þar til frægrar spyrnu fyrir Kristiansund í Noregi í apríl síðastliðnum, þar sem allt trylltist. Hann tók boltann af vítaskyttu liðsins til að taka spyrnuna sjálfur og skaut svo í stöng. Viðbrögð brjálaðs lýsanda þess leiks má sjá í spilaranum. „Ég held að hann hafi klikkað á fleirum í gegnum tíðina,“ segir Willum léttur. „Ég myndi bakka sjálfan mig,“ bætir hann við. „Ég myndi alltaf vilja taka boltann sjálfur,“ segir Brynjólfur. „Kannski við séum jafn líklegir til að klikka,“ segir Willum við hlátur þeirra beggja. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum að ofan. Efst má sjá frétt um þá bræður úr Sportpakka gærkvöldsins.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Sjá meira