Vongóð um að Ísland fái sæti í mannréttindaráðinu Atli Ísleifsson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 9. október 2024 11:43 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir að íslensk stjórnvöld vilji gera gagn þegar kemur að því að tryggja mannréttindi. Vísir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra kveðst vongóð að Ísland nái sæti í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna en kosning um hvaða ríki taka þar sæti fer fram síðar í dag. Þetta segir Þórdís Kolbrún í samtali við fréttastofu en hún er nú stödd í Kaupmannahöfn í tengslum við opinbera heimsókn Höllu Tómasdóttur forseta til Danmerkur. Ísland sækist eftir sæti í ráðinu fyrir árin 2025 til 2027. Alls eiga sjö ríki frá ríkjahópi sem nefnist Vestur-Evrópu og önnur ríki sæti í ráðinu, en tímabili Bandaríkjanna, Finnlands og Lúxemborgar rennur sitt skeið í lok þessa árs. Ísland er í framboði ásamt Spáni og Sviss. „Það er bara spurning hversu mörg lönd kjósa okkur en það er nokkuð ljóst við munum þarna fá sæti sem verður þá í fyrsta sinn sem við tökum formlegt sæti í ráðinu yfir heilt tímabil. Við höfum einu sinni áður tekið það að hluta þegar Bandaríkjamenn, undir stjórn Donalds Trump forseta fyrrverandi drógu sig úr ráðinu. Við sýndum þar að við höfum fram að færa mikilvæga vinnu svo eftir var tekið til að lyfta og setja á dagskrá mál sem voru og eru mjög mikilvæg. Við lifum einfaldlega tíma þar sem er bakslag og árás á flest þau mannréttindi sem skipta mestu máli. Þá er gott að land sem hefur trúverðugleika og hefur getu til að gera gagn geri það. Og líka vegna smæðar okkar getum við stundum gert hlutina öðruvísi og sagt hluti sem er erfiðara fyrir aðra,“ segir Þórdís Kolbrún. Hlakkar til Þórdís Kolbrún segir að áherslur íslenskra stjórnvalda á þessu sviði séu jafnrétti kynja, brot á stúlkum, konum, hinsegin fólk, börnum og svo framvegis. „Við hlökkum á að takast á við þetta.“ Aðspurð um hvaða raunverulega vægi Ísland geti haft í ráði sem þessu segir Þórdís Kolbrún að vissulega sé það þannig að innan ráðsins séu alls konar lönd með alls konar orðspor. „En þetta er sá vettvangur þar sem þessi vinna fer fram. Við sýndum það á sínum tíma að okkar vinna skiptir máli. Það skiptir máli fyrir það fólk sem verið er að brjóta á. Mér finnst það nú vera fyrsta og eina spurningin. Er kallað eftir því af borgurum þessara ríkja að einhver nýti rödd sína og vettvang til að draga fram í dagsljósið, taka ákvarðanir, álykta og fara í aðgerðir og bæta þeirra stöðu og stuðla að því að stjórnvöld þurfi að svara fyrir það sem þau eru að gera? Okkur tókst það í ákveðnum málum og af nógu er að taka núna. Þetta er það kerfi sem við eigum og ég er sú fyrsta til að segja að það er ekki gallalaust. En það er enginn annar valkostur. Annað hvort lætur þú það þig varða eða gerir þitt til að gera gagn eða þú lætur það eiga sig. Og við höfum tekið þá ákvörðun að gera gagn,“ segir Þórdís Kolbrún. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Mannréttindi Mest lesið Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira
Þetta segir Þórdís Kolbrún í samtali við fréttastofu en hún er nú stödd í Kaupmannahöfn í tengslum við opinbera heimsókn Höllu Tómasdóttur forseta til Danmerkur. Ísland sækist eftir sæti í ráðinu fyrir árin 2025 til 2027. Alls eiga sjö ríki frá ríkjahópi sem nefnist Vestur-Evrópu og önnur ríki sæti í ráðinu, en tímabili Bandaríkjanna, Finnlands og Lúxemborgar rennur sitt skeið í lok þessa árs. Ísland er í framboði ásamt Spáni og Sviss. „Það er bara spurning hversu mörg lönd kjósa okkur en það er nokkuð ljóst við munum þarna fá sæti sem verður þá í fyrsta sinn sem við tökum formlegt sæti í ráðinu yfir heilt tímabil. Við höfum einu sinni áður tekið það að hluta þegar Bandaríkjamenn, undir stjórn Donalds Trump forseta fyrrverandi drógu sig úr ráðinu. Við sýndum þar að við höfum fram að færa mikilvæga vinnu svo eftir var tekið til að lyfta og setja á dagskrá mál sem voru og eru mjög mikilvæg. Við lifum einfaldlega tíma þar sem er bakslag og árás á flest þau mannréttindi sem skipta mestu máli. Þá er gott að land sem hefur trúverðugleika og hefur getu til að gera gagn geri það. Og líka vegna smæðar okkar getum við stundum gert hlutina öðruvísi og sagt hluti sem er erfiðara fyrir aðra,“ segir Þórdís Kolbrún. Hlakkar til Þórdís Kolbrún segir að áherslur íslenskra stjórnvalda á þessu sviði séu jafnrétti kynja, brot á stúlkum, konum, hinsegin fólk, börnum og svo framvegis. „Við hlökkum á að takast á við þetta.“ Aðspurð um hvaða raunverulega vægi Ísland geti haft í ráði sem þessu segir Þórdís Kolbrún að vissulega sé það þannig að innan ráðsins séu alls konar lönd með alls konar orðspor. „En þetta er sá vettvangur þar sem þessi vinna fer fram. Við sýndum það á sínum tíma að okkar vinna skiptir máli. Það skiptir máli fyrir það fólk sem verið er að brjóta á. Mér finnst það nú vera fyrsta og eina spurningin. Er kallað eftir því af borgurum þessara ríkja að einhver nýti rödd sína og vettvang til að draga fram í dagsljósið, taka ákvarðanir, álykta og fara í aðgerðir og bæta þeirra stöðu og stuðla að því að stjórnvöld þurfi að svara fyrir það sem þau eru að gera? Okkur tókst það í ákveðnum málum og af nógu er að taka núna. Þetta er það kerfi sem við eigum og ég er sú fyrsta til að segja að það er ekki gallalaust. En það er enginn annar valkostur. Annað hvort lætur þú það þig varða eða gerir þitt til að gera gagn eða þú lætur það eiga sig. Og við höfum tekið þá ákvörðun að gera gagn,“ segir Þórdís Kolbrún.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Mannréttindi Mest lesið Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira