Bannað að kveðja og fjarlægður af öryggisgæslu Valur Páll Eiríksson skrifar 9. október 2024 17:47 Öryggisverðir fjarlægðu Saleh af æfingasvæði Jets. Perry Knotts/Getty Images Robert Saleh var í gær vísað úr starfi yfirþjálfara hjá NFL-liðinu New York Jets. Brottvísunin þykir umdeild vestanhafs og ekki síður hvernig að henni var staðið. Jets hefur ekki gengið vel í upphafi leiktíðar og liðið tapaði fyrir Minnesota Vikings í leik helgarinnar sem fram fór í Lundúnum. Þar var liðið ekki sannfærandi, sér í lagi sóknarlega, en sóknarleikurinn hefur verið helsta vandamál liðsins undanfarin misseri. Stórstjarnan Aaron Rodgers kom til liðsins á síðustu leiktíð en meiddist strax í fyrsta leik og var frá út leiktíðina. Hann er kominn aftur á fullt en hefur ekki gengið vel, frekar en öðrum sóknarmönnum Jets. Borið hefur á ósætti milli hans og Saleh síðustu vikur og hafa bandarískir miðlar gert að því buxurnar að Rodgers hafi haft mikið um brottreksturinn að segja. Saleh er sagður hafa lækkað sóknarþjálfara sinn, Nathaniel Hackett, í tign í gærmorgun, skömmu áður en hann var sjálfur boðaður á fund og sagt upp störfum. Rodgers og Hackett eiga gott samband og er leikstjórnandinn sagður hafa brugðist ókvæða við þeim tíðindum. Saleh með líbanska fánann á erminni í leik helgarinnar.Bob Kupbens/Icon Sportswire via Getty Images Pólitísk uppsögn? Skömmu eftir það var Saleh sagt upp og Jeff Ulbrich ráðinn til bráðabirgða í hans stað. Það sem vakti athygli við brottreksturinn er að Saleh var meinað að kveðja leikmenn liðsins og gert að yfirgefa svæðið strax. Og það í fylgd öryggisvarða. Saleh var eini múslimski þjálfarinn í NFL-deildinni og á rætur að rekja til Líbanon sem hefur dregist inn að meiri þunga inn í átök Ísrael og Palestínu að undanförnu. Saleh bar fána Líbanon á erminni í leiknum við Vikings um helgina og er greint frá því í bandarískum miðlum að það hafi eitthvað með uppsögnina að gera einnig. Saleh hefur oft borið fánann en samhengið þykir vandasamara eftir aukna aðkomu Líbanon að deilunum við Ísrael og sprengjuárásir Hezbollah á Ísraelsríki. CAIR, réttindabaráttuhópur múslima vestanhafs, hefur krafið New York Jets svara í ljósi brottreksturs hans og að hann hafi verið fjarlægður af svæðinu með afli í ljósi líbanska fánans sem hann bar. NFL Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað „Þetta var bara draumi líkast“ Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Sjá meira
Jets hefur ekki gengið vel í upphafi leiktíðar og liðið tapaði fyrir Minnesota Vikings í leik helgarinnar sem fram fór í Lundúnum. Þar var liðið ekki sannfærandi, sér í lagi sóknarlega, en sóknarleikurinn hefur verið helsta vandamál liðsins undanfarin misseri. Stórstjarnan Aaron Rodgers kom til liðsins á síðustu leiktíð en meiddist strax í fyrsta leik og var frá út leiktíðina. Hann er kominn aftur á fullt en hefur ekki gengið vel, frekar en öðrum sóknarmönnum Jets. Borið hefur á ósætti milli hans og Saleh síðustu vikur og hafa bandarískir miðlar gert að því buxurnar að Rodgers hafi haft mikið um brottreksturinn að segja. Saleh er sagður hafa lækkað sóknarþjálfara sinn, Nathaniel Hackett, í tign í gærmorgun, skömmu áður en hann var sjálfur boðaður á fund og sagt upp störfum. Rodgers og Hackett eiga gott samband og er leikstjórnandinn sagður hafa brugðist ókvæða við þeim tíðindum. Saleh með líbanska fánann á erminni í leik helgarinnar.Bob Kupbens/Icon Sportswire via Getty Images Pólitísk uppsögn? Skömmu eftir það var Saleh sagt upp og Jeff Ulbrich ráðinn til bráðabirgða í hans stað. Það sem vakti athygli við brottreksturinn er að Saleh var meinað að kveðja leikmenn liðsins og gert að yfirgefa svæðið strax. Og það í fylgd öryggisvarða. Saleh var eini múslimski þjálfarinn í NFL-deildinni og á rætur að rekja til Líbanon sem hefur dregist inn að meiri þunga inn í átök Ísrael og Palestínu að undanförnu. Saleh bar fána Líbanon á erminni í leiknum við Vikings um helgina og er greint frá því í bandarískum miðlum að það hafi eitthvað með uppsögnina að gera einnig. Saleh hefur oft borið fánann en samhengið þykir vandasamara eftir aukna aðkomu Líbanon að deilunum við Ísrael og sprengjuárásir Hezbollah á Ísraelsríki. CAIR, réttindabaráttuhópur múslima vestanhafs, hefur krafið New York Jets svara í ljósi brottreksturs hans og að hann hafi verið fjarlægður af svæðinu með afli í ljósi líbanska fánans sem hann bar.
NFL Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað „Þetta var bara draumi líkast“ Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Sjá meira