Hæstánægð með Höllu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. október 2024 12:36 Halla Tómasdóttir kom við í CBS-háskólanum í opinberri heimsókn sinni til Kaupmannahafnar. Vísir/Rafn Hópur Íslendinga sem stunda nám við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn (CBS) er hæstánægður með heimsókn Höllu Tómasdóttur forseta í skólann í dag. Sérstök nefnd íslenskra nemenda tók á móti forsetanum í aðalbyggingu skólans í Frederiksberghverfi Kaupmannahafnar en þar er hún stödd ásamt eiginmanni sínum og stórri sendinefnd frá Íslandi í hennar fyrstu opinberu heimsókn. Margt var um manninn í skólanum og þröngt setið í salnum. Nemendur voru spenntir að fá að beina spurningum að forsetanum sem á sér að sjálfsögðu langan feril að baki í alþjóðlega viðskiptalífinu sem marga nemendur skólans þyrstir að verða hluti af. Peter Møllgaard, rektor CBS, bauð Höllu velkomna og hélt stutta tölu. Þá steig Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, í ræðustól og í kjölfarið Sveinn Sölvason, framkvæmdastjóri Emblu Medical. Þá var opnað fyrir spurningar úr sal og var Halla rukkuð um ráð til kvenleiðtoga framtíðarinnar og mikilvægi siðferðis og framtíðarhyggju í viðskiptum. Halla sagði daga þess sem hún kallaði „gamla leiðtogaháttarins“ óframsækna liðna. Það var margt um manninn í CBS-háskólanum þar sem Halla Tómasdóttir kom við í dag.Vísir/Rafn Þær Ólöf Helga Þórmundsdóttir og Margrét María Marteinsdóttir tóku á móti Höllu fyrir hönd íslenskra nemenda skólans og ræddu við hana. „Hún er áhugaverð kona og það var rosa gaman að heyra hvað hún hafði að segja um kennslu og annað. Hún vildi síðan heyra hvernig okkur leið í CBS miðað við hvernig það er heima,“ segir Ólöf. Þær segja mikilvægt að Íslendingar geti sótt nám í Danmörku og að náið samband þjóðanna eflist. Það sé stór hópur íslenskra stúdenta við nám í Kaupmannahöfn sem styðji við bak hvert öðru. „Maður er ekki það langt frá Íslandi og lífið verður miklu einfaldara þegar maður getur treyst á náið bakland,“ segir Ólöf. Margrét er t.v. og Ólöf t.h.Vísir/Rafn Aðspurðar segja þær Höllu vera flottan fulltrúa Íslands. „Það er frábært hvað hún nær að tengja við unga fólkið og sem kona í viðskiptanámi finnst mér hún flott,“ segir Ólöf. „Hennar sýn á leiðtogafærni er rosalega áhugaverð og mér finnst gaman að fylgjast með henni,“ segir Margrét þá. Forseti Íslands Danmörk Háskólar Halla Tómasdóttir Íslendingar erlendis Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Margt var um manninn í skólanum og þröngt setið í salnum. Nemendur voru spenntir að fá að beina spurningum að forsetanum sem á sér að sjálfsögðu langan feril að baki í alþjóðlega viðskiptalífinu sem marga nemendur skólans þyrstir að verða hluti af. Peter Møllgaard, rektor CBS, bauð Höllu velkomna og hélt stutta tölu. Þá steig Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, í ræðustól og í kjölfarið Sveinn Sölvason, framkvæmdastjóri Emblu Medical. Þá var opnað fyrir spurningar úr sal og var Halla rukkuð um ráð til kvenleiðtoga framtíðarinnar og mikilvægi siðferðis og framtíðarhyggju í viðskiptum. Halla sagði daga þess sem hún kallaði „gamla leiðtogaháttarins“ óframsækna liðna. Það var margt um manninn í CBS-háskólanum þar sem Halla Tómasdóttir kom við í dag.Vísir/Rafn Þær Ólöf Helga Þórmundsdóttir og Margrét María Marteinsdóttir tóku á móti Höllu fyrir hönd íslenskra nemenda skólans og ræddu við hana. „Hún er áhugaverð kona og það var rosa gaman að heyra hvað hún hafði að segja um kennslu og annað. Hún vildi síðan heyra hvernig okkur leið í CBS miðað við hvernig það er heima,“ segir Ólöf. Þær segja mikilvægt að Íslendingar geti sótt nám í Danmörku og að náið samband þjóðanna eflist. Það sé stór hópur íslenskra stúdenta við nám í Kaupmannahöfn sem styðji við bak hvert öðru. „Maður er ekki það langt frá Íslandi og lífið verður miklu einfaldara þegar maður getur treyst á náið bakland,“ segir Ólöf. Margrét er t.v. og Ólöf t.h.Vísir/Rafn Aðspurðar segja þær Höllu vera flottan fulltrúa Íslands. „Það er frábært hvað hún nær að tengja við unga fólkið og sem kona í viðskiptanámi finnst mér hún flott,“ segir Ólöf. „Hennar sýn á leiðtogafærni er rosalega áhugaverð og mér finnst gaman að fylgjast með henni,“ segir Margrét þá.
Forseti Íslands Danmörk Háskólar Halla Tómasdóttir Íslendingar erlendis Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira