„Við þolum ekki þetta ástand mikið lengur“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. október 2024 19:31 Ólafur Guðbjörn Skúlason framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum segir að starfsemi spítalans sé komin að algjörum þolmörkum. Fjöldi sjúklinga liggi framm á göngum, aðgerðum hafi verið frestað og álag starfsfólks sé óhóflegt. Vísir/Bjarni Landspítalinn hefur aldrei staðið frammi fyrir öðrum eins innlagnarvanda en spítalinn hefur verið vikum saman á hæsta viðbragðsstigi. Framkvæmdastjóri hjúkrunar segir starfsemina komna að algjörum þolmörkum. Innviðir heilbrigðiskerfisins hafi ekki vaxið í takt við samfélagsþróun. Síðustu ár hefur reglulega verið greint frá óhóflegu álagi á Landspítalanum í fjölmiðlum. Síðustu mánuði hefur álagið hins vegar sjaldan eða aldrei verið jafn óhóflegt. Spítalinn hefur aldrei verið eins lengi á hæsta viðbragðsstigi og nú og ekki er útlit er fyrir að það skáni í bráð. Átti að vera undantekning Aðgerðum hefur verið frestað, fólk hleypur hraðar og og næstum hundrað sjúklingar liggja fram á gangi að sögn Ólafs Guðbjörns Skúlasonar framkvæmdastjóra hjúkrunar. „Við ákváðum að greina stöðu innlagna í þrjú stig árið 2023 þar sem efsta stigið er ofurálag og viðbragðsstig. Við erum nú búin að vera á því stigi í næstum þrjár vikur en upphaflega gerðum við ráð fyrir að slíkt gerðist aðeins í algjörum undantekningartilfellum. Ágústmánuður var næstum því eins slæmur en þá vorum við meira en helming tímans á þriðja stigi,“ segir Ólafur. Landspítalinn tekur saman innlagnastig en eins og sést hér hefur spítalinn verið á rauðu samfellt í 21 dag.Vísir Gætu þurft að fresta aðkallandi aðgerðum Hann segir þetta hafa víðtæk áhrif á alla starfsemi spítalans. „Síðustu tvo daga höfum við til dæmis þurft að fresta átta aðgerðum. Ef fram fer sem horfir þurfum við líka að fresta stórum sérhæfðum aðgerðum sem Landspítalinn getur aðeins sinnt eins og heila- eða krabbameinsaðgerðum og það viljum við alls ekki gera,“ segir hann. Ástandið reyni gríðarlega á starfsfólk og sjúklinga. „Við getum sagt að hér sinni fólk flóknustu verkefnunum í íslenskri heilbrigðisþjónustu, með afar fáar hendur og á lægstu launum. Þetta gerir það líka að verkum að við þurfum að setja sjúklinga í rými sem eru ekki ætluð þeim eins og á ganga og í önnur skúmaskot en nú eru 94 sjúklingar í þeirri stöðu,“ segir hann. Aðspurður um hvort hann sjái fram á að ástandið skáni á næstunni svara hann því neitandi. Hins vegar sé það afar aðkallandi. „Við þolum þetta ástand ekki mikið lengur,“ segir hann. Hópur fólks fastur á spítalanum Þá séu alltof margir sem sjúklingar sem liggja á spítalanum og bíði þar eftir öðrum úrræðum. Við erum núna með 87 einstaklinga sem ættu að vera á öðru þjónustustigi. Bara ef það yrði lagað þá hefði það mikið að segja. Þetta eru aðstæður sem við stjórnum ekki og virðast vera samfélaginu ofviða. Ólafur sendir stjórnvöldum tóninn. „Orsökin fyrir þessu er að innviðir heilbrigðiskerfisins hafa ekki vaxið í samræmi við fjölgun, öldrun, ferðamenn og innflytjendur. Stjórnvöld verða að gera gangskör í því að skala kerfið upp í takt við þessa nýju þörf,“ segir hann að lokum. Landspítalinn Heilbrigðismál Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Eldri borgarar Tengdar fréttir Sjúklingum Landspítala fjölgaði um 4.500 milli ára Landspítali tók á móti 4.500 fleiri sjúklingum á árinu 2023 en árið á undan. Það jafngildi því að spítalinn sinni tólf fleiri einstaklingum á degi hverjum en árið áður. 17. maí 2024 14:01 Fjölgun atvika gæti verið jákvætt merki Forstjóri lækninga á Landspítalanum segir að sífellt fleiri ábendingar berist um að eitthvað hafi hugsanlega farið úrskeiðis í starfseminni. Þjónustan sé þó ekki að versna heldur öryggismenning að aukast. Ákveðið hefur verið að ráða talsmann sjúklinga á spítalann. 9. apríl 2024 20:00 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Síðustu ár hefur reglulega verið greint frá óhóflegu álagi á Landspítalanum í fjölmiðlum. Síðustu mánuði hefur álagið hins vegar sjaldan eða aldrei verið jafn óhóflegt. Spítalinn hefur aldrei verið eins lengi á hæsta viðbragðsstigi og nú og ekki er útlit er fyrir að það skáni í bráð. Átti að vera undantekning Aðgerðum hefur verið frestað, fólk hleypur hraðar og og næstum hundrað sjúklingar liggja fram á gangi að sögn Ólafs Guðbjörns Skúlasonar framkvæmdastjóra hjúkrunar. „Við ákváðum að greina stöðu innlagna í þrjú stig árið 2023 þar sem efsta stigið er ofurálag og viðbragðsstig. Við erum nú búin að vera á því stigi í næstum þrjár vikur en upphaflega gerðum við ráð fyrir að slíkt gerðist aðeins í algjörum undantekningartilfellum. Ágústmánuður var næstum því eins slæmur en þá vorum við meira en helming tímans á þriðja stigi,“ segir Ólafur. Landspítalinn tekur saman innlagnastig en eins og sést hér hefur spítalinn verið á rauðu samfellt í 21 dag.Vísir Gætu þurft að fresta aðkallandi aðgerðum Hann segir þetta hafa víðtæk áhrif á alla starfsemi spítalans. „Síðustu tvo daga höfum við til dæmis þurft að fresta átta aðgerðum. Ef fram fer sem horfir þurfum við líka að fresta stórum sérhæfðum aðgerðum sem Landspítalinn getur aðeins sinnt eins og heila- eða krabbameinsaðgerðum og það viljum við alls ekki gera,“ segir hann. Ástandið reyni gríðarlega á starfsfólk og sjúklinga. „Við getum sagt að hér sinni fólk flóknustu verkefnunum í íslenskri heilbrigðisþjónustu, með afar fáar hendur og á lægstu launum. Þetta gerir það líka að verkum að við þurfum að setja sjúklinga í rými sem eru ekki ætluð þeim eins og á ganga og í önnur skúmaskot en nú eru 94 sjúklingar í þeirri stöðu,“ segir hann. Aðspurður um hvort hann sjái fram á að ástandið skáni á næstunni svara hann því neitandi. Hins vegar sé það afar aðkallandi. „Við þolum þetta ástand ekki mikið lengur,“ segir hann. Hópur fólks fastur á spítalanum Þá séu alltof margir sem sjúklingar sem liggja á spítalanum og bíði þar eftir öðrum úrræðum. Við erum núna með 87 einstaklinga sem ættu að vera á öðru þjónustustigi. Bara ef það yrði lagað þá hefði það mikið að segja. Þetta eru aðstæður sem við stjórnum ekki og virðast vera samfélaginu ofviða. Ólafur sendir stjórnvöldum tóninn. „Orsökin fyrir þessu er að innviðir heilbrigðiskerfisins hafa ekki vaxið í samræmi við fjölgun, öldrun, ferðamenn og innflytjendur. Stjórnvöld verða að gera gangskör í því að skala kerfið upp í takt við þessa nýju þörf,“ segir hann að lokum.
Landspítalinn Heilbrigðismál Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Eldri borgarar Tengdar fréttir Sjúklingum Landspítala fjölgaði um 4.500 milli ára Landspítali tók á móti 4.500 fleiri sjúklingum á árinu 2023 en árið á undan. Það jafngildi því að spítalinn sinni tólf fleiri einstaklingum á degi hverjum en árið áður. 17. maí 2024 14:01 Fjölgun atvika gæti verið jákvætt merki Forstjóri lækninga á Landspítalanum segir að sífellt fleiri ábendingar berist um að eitthvað hafi hugsanlega farið úrskeiðis í starfseminni. Þjónustan sé þó ekki að versna heldur öryggismenning að aukast. Ákveðið hefur verið að ráða talsmann sjúklinga á spítalann. 9. apríl 2024 20:00 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Sjúklingum Landspítala fjölgaði um 4.500 milli ára Landspítali tók á móti 4.500 fleiri sjúklingum á árinu 2023 en árið á undan. Það jafngildi því að spítalinn sinni tólf fleiri einstaklingum á degi hverjum en árið áður. 17. maí 2024 14:01
Fjölgun atvika gæti verið jákvætt merki Forstjóri lækninga á Landspítalanum segir að sífellt fleiri ábendingar berist um að eitthvað hafi hugsanlega farið úrskeiðis í starfseminni. Þjónustan sé þó ekki að versna heldur öryggismenning að aukast. Ákveðið hefur verið að ráða talsmann sjúklinga á spítalann. 9. apríl 2024 20:00