Höllu fylgt um Kaupmannahöfn: „Er hún ekki vinsæl á Íslandi?“ Elín Margrét Böðvarsdóttir og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 12. október 2024 07:35 Það fór vel á með jafnöldrunum Höllu Tómasdóttur forseta Íslands og Friðriki X Danakonungi í fyrstu opinberu heimsókn þeirra beggja, annars vegar í hlutverki gests og hins vegar gestgjafa. Getty Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, fagnaði 56 ára afmæli í gær. Hún er nýkomin aftur heim úr sinni fyrstu opinberu heimsókn til Danmerkur þar sem öllu var til tjaldað. Heimsókn sem hún lýsir sjálf sem lærdómsríku ævintýri. Töluverður áhugi var fyrir heimsókninni í Danmörku og komust færri fjölmiðlar að en vildu á helstu viðburði. Hvort áhugi danskra fjölmiðla sneri frekar að Friðriki X Danakonungi og drottningu hans Mary eða forseta Íslands skal ósagt látið, en þetta var jafnframt fyrsta opinbera heimsókn konungsins í hlutverki gestgjafa. Óhætt er þó að segja að áhugi Dana á forsetanum íslenska hafi farið vaxandi ef eitthvað er á meðan heimsókninni stóð ef miðað er við það sem fyrir augu bar á vettvangi. Það var kátt í höllinni á þriðjudagskvöldið þegar hátíðarkvöldverður var haldinn til heiðurs forsetanum í Kristjánsborg í Kaupmannahöfn.Getty Fleiri en einn og fleiri en tveir Danir sem fylgdust með heimsókninni lýstu hrifningu sinni af Höllu við íslenska fréttamenn, í algjörlega óspurðum fréttum. „Er hún ekki vinsæl á Íslandi?“ spurði dönsk fréttakona á öðrum degi heimsóknar, og mátti lesa úr spurningunni að hún teldi svarið vera augljóst „já“. Það væri gaman að fá þjóðhöfðingja í heimsókn sem sé lipur, brosmildur og kemur vel fyrir. Það væri nefnilega alls ekki alltaf svo. Sumir virkuðu stirðir, klaufalegir og vandræðalegir í samskiptum sem gæti verið pínlegt. Það hafi hins vegar alls ekki verið tilfellið í heimsókn Höllu. Þá lýsti dönsk viðskiptakona sem vatt sér upp að fréttamanni þeirri skoðun sinni að Íslendingar mættu vera stoltir af forseta sínum. Slík var hrifningin eftir að hafa hlýtt á málflutning forsetans að það gæti bara ekki annað verið en að hún væri vinsæl á Íslandi. Sólarleysi, lopapeysur og lífverðir Líkt og kunnugt er var Halla Tómasdóttir stödd í Kaupmannahöfn ásamt Birni Skúlasyni eiginmanni sínum og opinberri sendinefnd í vikunni. Þá var stór viðskiptasendinefnd frá Íslandi einnig með í för og var umtalað í heimsókninni að þetta væri að öllum líkindum stærsta viðskiptasendinefnd frá Íslandi sem hefur komið til Danmerkur í tengslum við viðburð af þessum toga. Dagskráin var þétt og gert ráð fyrir að fjölmiðlar væru alltaf mættir eigi síðar en hálftíma áður en konungshjónin og forsetahjónin voru væntanleg á staðinn. Það var þungbúið og nokkuð nöpur gola við Toldboden, gömlu tollabryggjuna í Kaupmannahöfn á þriðjudagsmorguninn þangað sem forsetahjónin komu siglandi. Myndatökumenn slógust kurteisislega um plássin við bakkann í von um að ná sem bestum myndum af því þegar konungur og drottning tækju á móti forsetahjónunum. Fjölmiðlateymi danska utanríkisráðuneytisins bauð upp á uppáhellt kaffi í pappamálum á meðan beðið var sem var kærkomið í gjólunni. Brúnir skór Björns Skúlasonar vöktu athygli við komu forsetahjónanna. Ef marka má móttökurnar virðist Danakonungur þó ekki hafa móðgast yfir skóbúnaðinum.Vísir/Elín Lögregla, leyniþjónustumenn, lífverðir konungs og einkennisklæddir knapar á hestum hirðarinnar voru allt umlykjandi. Opinberar sendinefndir ríkjanna komu sér fyrir við rauðan dregil og út úr svörtum bíl stigu svo sjálfur konungur og drottning sem komu sér fyrir á dreglinum, tilbúin að taka á móti forsetahjónunum sem komu siglandi. Sjá einnig: Uppgjör á sögulegri heimsókn: Klæðaburður forsetamanns og umdeild ræða „Ég vildi að við hefðum fengið sólskin,“ sagði María drottning við forsetahjónin þegar þau heilsuðust, en forsetahjónin sögðu það ekki koma að sök, þau væru öllu vön á Íslandi. Ef til vill var við hæfi að forsetahjónin færðu konungshjónunum handprjónaðar íslenskar lopapeysur að gjöf við heimsóknina. Strax virtist fara vel á með hjónunum og mátti heyra kónginn og forsetann flissa og spjalla, mest á ensku líkt og hefur vakið athygli. Eftir að hafa heilsað öllum við dregilinn settust hjónin upp í hestvagn sem trillaði með þau af stað í átt að Amalíuborgarhöll. Persónuleg ósk Margrétar Þórhildar að heilsa upp á Höllu Dagskráin var of þétt fyrir fjölmiðla til að komast nógu hratt á milli staða til að fylgjast með af bryggjunni, í höllinni og síðan í Jónshúsi þangað sem leiðin lá næst. Metnaðarfull blaðakona B.T. hugðist þó ætla að hlaupa á milli í von um að ná því öllu saman en danskir fjölmiðlar voru gapandi yfir því að Margrét Danadrottning hafi heilsað óvænt upp á forsetahjónin þegar komið var í höllina. Það var ekki í samræmi við prótókól en Margrét Danadrottning, sem er í veikindaleyfi, ku hafa óskað persónulega eftir því að fá að heilsa upp á nýjan forseta Íslands og varð að ósk sinni þótt það hafi ekki verið hluti af dagskrá. Það var vart þverfótað fyrir íslenskum konum í dönsku atvinnulífi í Jónshúsi í hádeginu á þriðjudag þangað sem Danakonungur mætti fyrstur danskra þjóðhöfðingja í sögunni. Fulltrúum Félags kvenna í atvinnulífinu í Danmörku (FKA DK), og Kötlu Nordic, félags ungra íslenskra athafnakvenna á Norðurlöndum var boðið að taka þátt, og tókst formönnum beggja félaga að fá konungshjónin til að hlæja í ræðum sínum sem þær fluttu á nær lýtalausri og lipurri dönsku. Konungshjónin og forseti Íslands hlýða á ræður Birgis Ármannssonar forseta Alþingis og Höllu Benediktsdóttur staðarhaldara í Jónshúsi við heimsóknina.Vísir/Elín Íslensk börn í þjóðbúningum tóku á móti gestum fyrir utan Jónshús og slógu í gegn. Það voru systkinin Hilbert Tinnuson Kornum og Evita Tinnudóttir Kornum, börn Tinnu Hlíðarsdóttur Kornum, sem búa í Kaupmannahöfn og koma reglulega í Jónshús og hafa gert síðan þau voru pínulítil. Þau taka þátt í íslenska krakkakórnum og mæta í íslenska krakkakirkju. Búningana saumaði Björk Arnardóttir amma þeirra sem einnig var með í Jónshúsi. Þrír ættliðir í þjóðbúningm heilsuðu upp á gesti sem mættu í Jónshús.Vísir/Rafn Gátu ekki hætt að skoða handritin Forsetinn og föruneyti heimsóttu danska þingið eftir hádegisverðinn í Jónshúsi en þar segist Halla hafa nýtt dönskuna í samtölum sínum við þingmenn og þingforseta. Íslenska fjölmiðlahópnum var hins vegar skutlað beinustu leið í Kaupmannahafnarháskóla úti á Amager þar sem stofnun Árna Magnússonar og handritasafn er til húsa. „Ekki er hægt að nota lyftuna milli 14-16“ stóð feitletruðum stöfum á blaði sem hengt hafði verið á lyftuna sem hafði verið frátekin fyrir konung og aðra sparigesti sem voru á leiðinni. Ekki þótti við hæfi að nemendur og starfsfólk skólans væru að slæpast þar á sama tíma. Þegar upp tröppurnar var komið tók á móti fjölmiðlahópnum kona sem bauð alla velkomna á góðri íslensku með dönskum hreim. „Ykkur er velkomið að bíða hér í eldhúsinu,“ sagði hún og vísaði hópnum inn á kaffistofu. Mætt í Kaupmannahafnarháskóla að skoða handritin.Getty Það var byrjað að rigna þegar konungs- og forsetahjónin mættu að skoða handritin. Nokkuð margt var um manninn í byggingunni og loftið í þyngri kantinum þótt létt væri yfir hópnum. Þangað voru einnig mættar meðal annarra menningarmálaráðherrar beggja landa, Lilja Dögg Alfreðsdóttir og Christina Egelund sem undirrituðu „tímamótasamning“ vegna íslensku handritanna. Slíkur var áhuginn á handritunum að dagskráin fór eilítið úr skorðum eftir að varla tókst að ná hefðarfólkinu og ráðherrunum út úr handritageymslunni. Lilja segir konunginn einkum hafa verið áhugasaman um Eiríkssögu. Á meðan var starfsfólk konungshallarinnar og danska utanríkisráðuneytisins við það að fara úr límingunum niðri í anddyri þar sem bílarnir voru mættir að sækja mannskapinn sem átti að vera að mæta á næsta áfangastað. Troels Lund Poulsen varnarmálaráðherra og varaforsætisráðherra Danmerkur ásamt eiginkonu sinni.Vísir/Rafn Allt hafðist það þó en næst lá leið forsetans í heimsókn á Amager Bakke endurvinnslustöðina í Copenhill og því næst á fund Troels Lund Poulsen varnarmálaráðherra og varaforsætisráðherra Danmerkur. Dýrir kjólar og konunglegt skart Einna mest var þó eftirvæntingin fyrir hátíðarkvöldverðinum í Kristjánsborgarhöll um kvöldið. Þar voru þrjátíu fjölmiðlapláss sem öll voru uppbókuð og fjölmiðlar mættir í röð þremur tímum áður en veislan byrjaði. Aðeins nokkrum var hleypt inn í einu enda ströng öryggisgæsla þar sem bæði menn og hundar gerðu dauðaleit í gegnum allar töskur, vasa og farangur. Þegar inn var komið var mikið kapp lagt á að ná besta plássinu í salnum til að eiga möguleika á góðum myndum og að ná sambandi við gestina sem mættu einn af öðrum í sínu fínasta pússi. Alls voru 165 á gestalista, þeirra á meðal meðlimir dönsku ríkisstjórnarinnar og makar þeirra, Benedikta prinsessa og hirðfólk konungs og framafólk úr íslensku og dönsku viðskipta- og menningarlífi. Metta Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og Bo Tengberg maður hennar.Vísir/Rafn Fréttamenn stærstu sjónvarpsstöðvanna, DR og TV 2 ræddu sín á milli hvernig best væri að reyna að ná tali af Mette Frederiksen forsætisráðherra. Ekki fór þó betur en svo að TV 2 missti af tækifærinu þar sem Guðmundur Fertram Sigurjónsson forstjóri Kerecis var í miðju viðtali þegar Mette gekk inn ásamt sínum herra. DR hafði betur en forsætisráðherrann skartaði sínu fínasta pússi líkt og aðrir gestir. Mikil spenningur dönsku pressunnar leyndi sér ekki yfir því hvaða skartgripi Mary drottning myndi bera þetta kvöld. Yrði þetta í fyrsta sinn sem hún bæri ákveðin krúnudjásn drottningar? Bæði vitnuðu í Hávamál en ræða konungs bæði „rétt og leiðinleg“ Það var ekkert minna um dýrðir þegar inn í sjálfan veislusalinn var komið, Riddarasalinn svokallaða í Kristjánsborg. Forrétturinn var borinn fram á sparistelli Friðriks VI konungs og Mary drottning mun sjálf hafa verið með í ráðum við val á blómaskreytingum. Það virtist fara vel á með Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur utanríkisráðherra og Mette Frederikssen, Aksel V. Johannesen og Múte Bourup Egede, leiðtogum Færeyja og Grænlands, sem hún átti langt spjall við í veislusalnum. Gagnrýnandi B.T. segir kónginn geta gert miklu betur heldur en frammistaða hans á þriðjudaginn gæfi til kynna. Ræðan hafi í senn verið rétt en leiðinleg.Vísir/Rafn Forsetinn flutti borðræðu sína á dönsku, íslensku og ensku og var þorri ræðunnar á hinu síðastnefnda. Það kvað að einhverju leyti við svipaðan tón í ræðum forseta og konungs sem bæði fluttu kvæði úr Hávamálum sem fjölluðu um vináttu, þótt ekki væri það sama erindið. Sérfræðingur í retórík gaf borðræðu konungsins falleinkunn í samtali við danska fjölmiðla, þótt hann hafi sagt alla réttu hlutina. Ræðan fékk fullt hús hefði hann verið að spila bingó, en þótti skorta á persónuleika og einlægni í flutningi sem áhugasamir geta lesið nánar um hér. Það vakti sérstaka athygli blaðamanns í salnum að hefðarfólkið virtist kunna hvernig væri við hæfi að skála í veislum á borð við þessa, þar sem glösum var ekki slegið saman heldur horfst ákaft í augu til vinstri og hægri til skiptis. Meint tískuslys á herðum Björns Það var nokkuð ljóst daginn eftir að fáir höfðu fengið langan nætursvefn. Dagurinn áður var langur og strangur og miðvikudagurinn hófst snemma og gekk hratt á kaffið á fyrsta viðkomustað hjá State of Green þar sem starfsemi þess var kynnt fyrir forseta og fylgdarliði. State of Green er samvinnuvettvangur stjórnvalda og almenns markaðar um lausnir í loftslagsmálum. Sambærileg starfsemi Grænvangs á Íslandi varð einmitt að veruleika að danskri fyrirmynd í framhaldi af opinberri heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar til Danmerkur í hans forsetatíð. Umræður um loftslagsmál, grænar lausnir, sjálfbærni og orkumál var einmitt fyrirferðarmikil á þessum síðari degi opinberrar heimsóknar forsetans. Halldór Jörgen Faurholt Olesen og Björn Brynjúlfsson voru meðal þeirra sem mættir voru í brúnum skóm á ráðstefnuna sem Danakonungur sótti einnig.Vísir/Elín Skóbúnaður Björns Skúlasonar daginn áður hafði vakið athygli og þótti einhverjum ekki við hæfi að klæðast brúnum skóm á fundi konungs. Það virðist hins vegar ekki hafa haft áhrif á fataval allra þeirra herramanna sem mættir voru á dansk-íslensku viðskiptaráðstefnuna hjá Dansk Industri þar sem annar hver maður var mættur í brúnum skóm. Það kom fram í máli Höllu í heimsókn hennar í Viðskiptaháskólann CBS sama dag, að þótt það þekkist að fjölmiðlar skrifi einkum um klæðaburði kvenna, hafi það verið eiginmaður hennar Björn Skúlason sem var tekin fyrir í fjölmiðlum vegna klæðaburðar. Hvort sem það er við hæfi eða ekki virðast brúnir skór forsetagæjans ekki hafa komið að sök. Hvert sem komið var virtist sem forsetahjónunum hafi verið vel tekið. Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Danmörk Utanríkismál Friðrik X Danakonungur Tengdar fréttir Viðskiptalífið sérstaklega áhugasamt um að fylgja Höllu út Viðskiptasendinefndin sem fylgdi Höllu Tómasdóttur forseta Íslands í fyrstu opinberu heimsókn hennar til Danmerkur í vikunni taldi tæplega sjötíu manns og er ein sú stærsta frá upphafi, að sögn forstöðumanns hjá Íslandsstofu. Sendinefndin stendur straum af öllum kostnaði sjálf, forsetaembættið greiðir aðeins flug undir sitt fólk. 11. október 2024 13:15 Uppgjör á sögulegri heimsókn: Klæðaburður forsetamanns og umdeild ræða Íslenskur royalisti er alls ekki á því að klæðaburður Björns Skúlasonar forsetamanns, í opinberri heimsókn forsetahjónanna til Kaupmannahafnar, hafi verið of hversdagslegur. Það olli henni þó vonbrigðum að Halla Tómasdóttir skyldi aðallega hafa talað ensku. 10. október 2024 20:00 Halla talar ensku við kónginn: „Ég held að það sé kannski nýi tíminn“ Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, hélt ræðu í veislu sér til heiðurs í Kristjánsborg í fyrradag en flutti hana nær einvörðungu á ensku. Hún er fyrst allra forseta lýðveldisins til að flytja ræðuna ekki á dönsku. 10. október 2024 10:33 Halla í rándýrum kjól með Maríu og Friðriki Halla Tómasdóttir forseti Íslands klæddist gylltum síðkjól eftir breska hönnuðinn Jenny Packham í hátíðarkvöldverði sem haldinn var í Kristjánsborgarhöll í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Hönnuðurinn virðist vinsæll meðal konungsfólks. 9. október 2024 16:01 Hæstánægð með Höllu Hópur Íslendinga sem stunda nám við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn (CBS) er hæstánægður með heimsókn Höllu Tómasdóttur forseta í skólann í dag. Sérstök nefnd íslenskra nemenda tók á móti forsetanum í aðalbyggingu skólans í Frederiksberghverfi Kaupmannahafnar en þar er hún stödd ásamt eiginmanni sínum og stórri sendinefnd frá Íslandi í hennar fyrstu opinberu heimsókn. 9. október 2024 12:36 Kom skemmtilega á óvart að hitta Margréti Danadrottningu Það kom Höllu Tómasdóttur forseta Íslands skemmtilega á óvart að hitta Margréti Þórhildi Danadrottningu í gær. Halla segir drottninguna vera sér mikla fyrirmynd og því hafi verið gaman að hún hafi óvænt komið og heilsað upp á forsetahjónin í Amalíuborgarhöll við komuna þangað í gær. 9. október 2024 10:28 Mikið um dýrðir í Íslandsboðinu í konungshöllinni Mikið var um dýrðir á hátíðarkvöldverði sem haldinn var í Kristjánsborgarhöll í Kaupmannahöfn í kvöld, þar sem Halla Tómasdóttir forseti Íslands er stödd í sinni fyrstu opinberu heimsókn. Heimsóknin er einnig sú fyrsta í tíð Friðriks tíunda á konungsstóli. 8. október 2024 21:59 Söguleg heimsókn konungshjónanna í Jónshús Halla Benediktsdóttir umsjónarmaður Jónshúss í Kaupmannahöfn segir það afar merkilegt að Friðrik X Danakonungur komi, ásamt Höllu Tómasdóttur forseta Íslands, í heimsókn í Jónshús í dag. Það hafi aldrei gerst áður að þjóðhöfðingi Danmerkur sækir menningarmiðstöð Íslands í Kaupmannahöfn heim. 8. október 2024 10:14 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Hvort áhugi danskra fjölmiðla sneri frekar að Friðriki X Danakonungi og drottningu hans Mary eða forseta Íslands skal ósagt látið, en þetta var jafnframt fyrsta opinbera heimsókn konungsins í hlutverki gestgjafa. Óhætt er þó að segja að áhugi Dana á forsetanum íslenska hafi farið vaxandi ef eitthvað er á meðan heimsókninni stóð ef miðað er við það sem fyrir augu bar á vettvangi. Það var kátt í höllinni á þriðjudagskvöldið þegar hátíðarkvöldverður var haldinn til heiðurs forsetanum í Kristjánsborg í Kaupmannahöfn.Getty Fleiri en einn og fleiri en tveir Danir sem fylgdust með heimsókninni lýstu hrifningu sinni af Höllu við íslenska fréttamenn, í algjörlega óspurðum fréttum. „Er hún ekki vinsæl á Íslandi?“ spurði dönsk fréttakona á öðrum degi heimsóknar, og mátti lesa úr spurningunni að hún teldi svarið vera augljóst „já“. Það væri gaman að fá þjóðhöfðingja í heimsókn sem sé lipur, brosmildur og kemur vel fyrir. Það væri nefnilega alls ekki alltaf svo. Sumir virkuðu stirðir, klaufalegir og vandræðalegir í samskiptum sem gæti verið pínlegt. Það hafi hins vegar alls ekki verið tilfellið í heimsókn Höllu. Þá lýsti dönsk viðskiptakona sem vatt sér upp að fréttamanni þeirri skoðun sinni að Íslendingar mættu vera stoltir af forseta sínum. Slík var hrifningin eftir að hafa hlýtt á málflutning forsetans að það gæti bara ekki annað verið en að hún væri vinsæl á Íslandi. Sólarleysi, lopapeysur og lífverðir Líkt og kunnugt er var Halla Tómasdóttir stödd í Kaupmannahöfn ásamt Birni Skúlasyni eiginmanni sínum og opinberri sendinefnd í vikunni. Þá var stór viðskiptasendinefnd frá Íslandi einnig með í för og var umtalað í heimsókninni að þetta væri að öllum líkindum stærsta viðskiptasendinefnd frá Íslandi sem hefur komið til Danmerkur í tengslum við viðburð af þessum toga. Dagskráin var þétt og gert ráð fyrir að fjölmiðlar væru alltaf mættir eigi síðar en hálftíma áður en konungshjónin og forsetahjónin voru væntanleg á staðinn. Það var þungbúið og nokkuð nöpur gola við Toldboden, gömlu tollabryggjuna í Kaupmannahöfn á þriðjudagsmorguninn þangað sem forsetahjónin komu siglandi. Myndatökumenn slógust kurteisislega um plássin við bakkann í von um að ná sem bestum myndum af því þegar konungur og drottning tækju á móti forsetahjónunum. Fjölmiðlateymi danska utanríkisráðuneytisins bauð upp á uppáhellt kaffi í pappamálum á meðan beðið var sem var kærkomið í gjólunni. Brúnir skór Björns Skúlasonar vöktu athygli við komu forsetahjónanna. Ef marka má móttökurnar virðist Danakonungur þó ekki hafa móðgast yfir skóbúnaðinum.Vísir/Elín Lögregla, leyniþjónustumenn, lífverðir konungs og einkennisklæddir knapar á hestum hirðarinnar voru allt umlykjandi. Opinberar sendinefndir ríkjanna komu sér fyrir við rauðan dregil og út úr svörtum bíl stigu svo sjálfur konungur og drottning sem komu sér fyrir á dreglinum, tilbúin að taka á móti forsetahjónunum sem komu siglandi. Sjá einnig: Uppgjör á sögulegri heimsókn: Klæðaburður forsetamanns og umdeild ræða „Ég vildi að við hefðum fengið sólskin,“ sagði María drottning við forsetahjónin þegar þau heilsuðust, en forsetahjónin sögðu það ekki koma að sök, þau væru öllu vön á Íslandi. Ef til vill var við hæfi að forsetahjónin færðu konungshjónunum handprjónaðar íslenskar lopapeysur að gjöf við heimsóknina. Strax virtist fara vel á með hjónunum og mátti heyra kónginn og forsetann flissa og spjalla, mest á ensku líkt og hefur vakið athygli. Eftir að hafa heilsað öllum við dregilinn settust hjónin upp í hestvagn sem trillaði með þau af stað í átt að Amalíuborgarhöll. Persónuleg ósk Margrétar Þórhildar að heilsa upp á Höllu Dagskráin var of þétt fyrir fjölmiðla til að komast nógu hratt á milli staða til að fylgjast með af bryggjunni, í höllinni og síðan í Jónshúsi þangað sem leiðin lá næst. Metnaðarfull blaðakona B.T. hugðist þó ætla að hlaupa á milli í von um að ná því öllu saman en danskir fjölmiðlar voru gapandi yfir því að Margrét Danadrottning hafi heilsað óvænt upp á forsetahjónin þegar komið var í höllina. Það var ekki í samræmi við prótókól en Margrét Danadrottning, sem er í veikindaleyfi, ku hafa óskað persónulega eftir því að fá að heilsa upp á nýjan forseta Íslands og varð að ósk sinni þótt það hafi ekki verið hluti af dagskrá. Það var vart þverfótað fyrir íslenskum konum í dönsku atvinnulífi í Jónshúsi í hádeginu á þriðjudag þangað sem Danakonungur mætti fyrstur danskra þjóðhöfðingja í sögunni. Fulltrúum Félags kvenna í atvinnulífinu í Danmörku (FKA DK), og Kötlu Nordic, félags ungra íslenskra athafnakvenna á Norðurlöndum var boðið að taka þátt, og tókst formönnum beggja félaga að fá konungshjónin til að hlæja í ræðum sínum sem þær fluttu á nær lýtalausri og lipurri dönsku. Konungshjónin og forseti Íslands hlýða á ræður Birgis Ármannssonar forseta Alþingis og Höllu Benediktsdóttur staðarhaldara í Jónshúsi við heimsóknina.Vísir/Elín Íslensk börn í þjóðbúningum tóku á móti gestum fyrir utan Jónshús og slógu í gegn. Það voru systkinin Hilbert Tinnuson Kornum og Evita Tinnudóttir Kornum, börn Tinnu Hlíðarsdóttur Kornum, sem búa í Kaupmannahöfn og koma reglulega í Jónshús og hafa gert síðan þau voru pínulítil. Þau taka þátt í íslenska krakkakórnum og mæta í íslenska krakkakirkju. Búningana saumaði Björk Arnardóttir amma þeirra sem einnig var með í Jónshúsi. Þrír ættliðir í þjóðbúningm heilsuðu upp á gesti sem mættu í Jónshús.Vísir/Rafn Gátu ekki hætt að skoða handritin Forsetinn og föruneyti heimsóttu danska þingið eftir hádegisverðinn í Jónshúsi en þar segist Halla hafa nýtt dönskuna í samtölum sínum við þingmenn og þingforseta. Íslenska fjölmiðlahópnum var hins vegar skutlað beinustu leið í Kaupmannahafnarháskóla úti á Amager þar sem stofnun Árna Magnússonar og handritasafn er til húsa. „Ekki er hægt að nota lyftuna milli 14-16“ stóð feitletruðum stöfum á blaði sem hengt hafði verið á lyftuna sem hafði verið frátekin fyrir konung og aðra sparigesti sem voru á leiðinni. Ekki þótti við hæfi að nemendur og starfsfólk skólans væru að slæpast þar á sama tíma. Þegar upp tröppurnar var komið tók á móti fjölmiðlahópnum kona sem bauð alla velkomna á góðri íslensku með dönskum hreim. „Ykkur er velkomið að bíða hér í eldhúsinu,“ sagði hún og vísaði hópnum inn á kaffistofu. Mætt í Kaupmannahafnarháskóla að skoða handritin.Getty Það var byrjað að rigna þegar konungs- og forsetahjónin mættu að skoða handritin. Nokkuð margt var um manninn í byggingunni og loftið í þyngri kantinum þótt létt væri yfir hópnum. Þangað voru einnig mættar meðal annarra menningarmálaráðherrar beggja landa, Lilja Dögg Alfreðsdóttir og Christina Egelund sem undirrituðu „tímamótasamning“ vegna íslensku handritanna. Slíkur var áhuginn á handritunum að dagskráin fór eilítið úr skorðum eftir að varla tókst að ná hefðarfólkinu og ráðherrunum út úr handritageymslunni. Lilja segir konunginn einkum hafa verið áhugasaman um Eiríkssögu. Á meðan var starfsfólk konungshallarinnar og danska utanríkisráðuneytisins við það að fara úr límingunum niðri í anddyri þar sem bílarnir voru mættir að sækja mannskapinn sem átti að vera að mæta á næsta áfangastað. Troels Lund Poulsen varnarmálaráðherra og varaforsætisráðherra Danmerkur ásamt eiginkonu sinni.Vísir/Rafn Allt hafðist það þó en næst lá leið forsetans í heimsókn á Amager Bakke endurvinnslustöðina í Copenhill og því næst á fund Troels Lund Poulsen varnarmálaráðherra og varaforsætisráðherra Danmerkur. Dýrir kjólar og konunglegt skart Einna mest var þó eftirvæntingin fyrir hátíðarkvöldverðinum í Kristjánsborgarhöll um kvöldið. Þar voru þrjátíu fjölmiðlapláss sem öll voru uppbókuð og fjölmiðlar mættir í röð þremur tímum áður en veislan byrjaði. Aðeins nokkrum var hleypt inn í einu enda ströng öryggisgæsla þar sem bæði menn og hundar gerðu dauðaleit í gegnum allar töskur, vasa og farangur. Þegar inn var komið var mikið kapp lagt á að ná besta plássinu í salnum til að eiga möguleika á góðum myndum og að ná sambandi við gestina sem mættu einn af öðrum í sínu fínasta pússi. Alls voru 165 á gestalista, þeirra á meðal meðlimir dönsku ríkisstjórnarinnar og makar þeirra, Benedikta prinsessa og hirðfólk konungs og framafólk úr íslensku og dönsku viðskipta- og menningarlífi. Metta Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og Bo Tengberg maður hennar.Vísir/Rafn Fréttamenn stærstu sjónvarpsstöðvanna, DR og TV 2 ræddu sín á milli hvernig best væri að reyna að ná tali af Mette Frederiksen forsætisráðherra. Ekki fór þó betur en svo að TV 2 missti af tækifærinu þar sem Guðmundur Fertram Sigurjónsson forstjóri Kerecis var í miðju viðtali þegar Mette gekk inn ásamt sínum herra. DR hafði betur en forsætisráðherrann skartaði sínu fínasta pússi líkt og aðrir gestir. Mikil spenningur dönsku pressunnar leyndi sér ekki yfir því hvaða skartgripi Mary drottning myndi bera þetta kvöld. Yrði þetta í fyrsta sinn sem hún bæri ákveðin krúnudjásn drottningar? Bæði vitnuðu í Hávamál en ræða konungs bæði „rétt og leiðinleg“ Það var ekkert minna um dýrðir þegar inn í sjálfan veislusalinn var komið, Riddarasalinn svokallaða í Kristjánsborg. Forrétturinn var borinn fram á sparistelli Friðriks VI konungs og Mary drottning mun sjálf hafa verið með í ráðum við val á blómaskreytingum. Það virtist fara vel á með Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur utanríkisráðherra og Mette Frederikssen, Aksel V. Johannesen og Múte Bourup Egede, leiðtogum Færeyja og Grænlands, sem hún átti langt spjall við í veislusalnum. Gagnrýnandi B.T. segir kónginn geta gert miklu betur heldur en frammistaða hans á þriðjudaginn gæfi til kynna. Ræðan hafi í senn verið rétt en leiðinleg.Vísir/Rafn Forsetinn flutti borðræðu sína á dönsku, íslensku og ensku og var þorri ræðunnar á hinu síðastnefnda. Það kvað að einhverju leyti við svipaðan tón í ræðum forseta og konungs sem bæði fluttu kvæði úr Hávamálum sem fjölluðu um vináttu, þótt ekki væri það sama erindið. Sérfræðingur í retórík gaf borðræðu konungsins falleinkunn í samtali við danska fjölmiðla, þótt hann hafi sagt alla réttu hlutina. Ræðan fékk fullt hús hefði hann verið að spila bingó, en þótti skorta á persónuleika og einlægni í flutningi sem áhugasamir geta lesið nánar um hér. Það vakti sérstaka athygli blaðamanns í salnum að hefðarfólkið virtist kunna hvernig væri við hæfi að skála í veislum á borð við þessa, þar sem glösum var ekki slegið saman heldur horfst ákaft í augu til vinstri og hægri til skiptis. Meint tískuslys á herðum Björns Það var nokkuð ljóst daginn eftir að fáir höfðu fengið langan nætursvefn. Dagurinn áður var langur og strangur og miðvikudagurinn hófst snemma og gekk hratt á kaffið á fyrsta viðkomustað hjá State of Green þar sem starfsemi þess var kynnt fyrir forseta og fylgdarliði. State of Green er samvinnuvettvangur stjórnvalda og almenns markaðar um lausnir í loftslagsmálum. Sambærileg starfsemi Grænvangs á Íslandi varð einmitt að veruleika að danskri fyrirmynd í framhaldi af opinberri heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar til Danmerkur í hans forsetatíð. Umræður um loftslagsmál, grænar lausnir, sjálfbærni og orkumál var einmitt fyrirferðarmikil á þessum síðari degi opinberrar heimsóknar forsetans. Halldór Jörgen Faurholt Olesen og Björn Brynjúlfsson voru meðal þeirra sem mættir voru í brúnum skóm á ráðstefnuna sem Danakonungur sótti einnig.Vísir/Elín Skóbúnaður Björns Skúlasonar daginn áður hafði vakið athygli og þótti einhverjum ekki við hæfi að klæðast brúnum skóm á fundi konungs. Það virðist hins vegar ekki hafa haft áhrif á fataval allra þeirra herramanna sem mættir voru á dansk-íslensku viðskiptaráðstefnuna hjá Dansk Industri þar sem annar hver maður var mættur í brúnum skóm. Það kom fram í máli Höllu í heimsókn hennar í Viðskiptaháskólann CBS sama dag, að þótt það þekkist að fjölmiðlar skrifi einkum um klæðaburði kvenna, hafi það verið eiginmaður hennar Björn Skúlason sem var tekin fyrir í fjölmiðlum vegna klæðaburðar. Hvort sem það er við hæfi eða ekki virðast brúnir skór forsetagæjans ekki hafa komið að sök. Hvert sem komið var virtist sem forsetahjónunum hafi verið vel tekið.
Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Danmörk Utanríkismál Friðrik X Danakonungur Tengdar fréttir Viðskiptalífið sérstaklega áhugasamt um að fylgja Höllu út Viðskiptasendinefndin sem fylgdi Höllu Tómasdóttur forseta Íslands í fyrstu opinberu heimsókn hennar til Danmerkur í vikunni taldi tæplega sjötíu manns og er ein sú stærsta frá upphafi, að sögn forstöðumanns hjá Íslandsstofu. Sendinefndin stendur straum af öllum kostnaði sjálf, forsetaembættið greiðir aðeins flug undir sitt fólk. 11. október 2024 13:15 Uppgjör á sögulegri heimsókn: Klæðaburður forsetamanns og umdeild ræða Íslenskur royalisti er alls ekki á því að klæðaburður Björns Skúlasonar forsetamanns, í opinberri heimsókn forsetahjónanna til Kaupmannahafnar, hafi verið of hversdagslegur. Það olli henni þó vonbrigðum að Halla Tómasdóttir skyldi aðallega hafa talað ensku. 10. október 2024 20:00 Halla talar ensku við kónginn: „Ég held að það sé kannski nýi tíminn“ Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, hélt ræðu í veislu sér til heiðurs í Kristjánsborg í fyrradag en flutti hana nær einvörðungu á ensku. Hún er fyrst allra forseta lýðveldisins til að flytja ræðuna ekki á dönsku. 10. október 2024 10:33 Halla í rándýrum kjól með Maríu og Friðriki Halla Tómasdóttir forseti Íslands klæddist gylltum síðkjól eftir breska hönnuðinn Jenny Packham í hátíðarkvöldverði sem haldinn var í Kristjánsborgarhöll í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Hönnuðurinn virðist vinsæll meðal konungsfólks. 9. október 2024 16:01 Hæstánægð með Höllu Hópur Íslendinga sem stunda nám við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn (CBS) er hæstánægður með heimsókn Höllu Tómasdóttur forseta í skólann í dag. Sérstök nefnd íslenskra nemenda tók á móti forsetanum í aðalbyggingu skólans í Frederiksberghverfi Kaupmannahafnar en þar er hún stödd ásamt eiginmanni sínum og stórri sendinefnd frá Íslandi í hennar fyrstu opinberu heimsókn. 9. október 2024 12:36 Kom skemmtilega á óvart að hitta Margréti Danadrottningu Það kom Höllu Tómasdóttur forseta Íslands skemmtilega á óvart að hitta Margréti Þórhildi Danadrottningu í gær. Halla segir drottninguna vera sér mikla fyrirmynd og því hafi verið gaman að hún hafi óvænt komið og heilsað upp á forsetahjónin í Amalíuborgarhöll við komuna þangað í gær. 9. október 2024 10:28 Mikið um dýrðir í Íslandsboðinu í konungshöllinni Mikið var um dýrðir á hátíðarkvöldverði sem haldinn var í Kristjánsborgarhöll í Kaupmannahöfn í kvöld, þar sem Halla Tómasdóttir forseti Íslands er stödd í sinni fyrstu opinberu heimsókn. Heimsóknin er einnig sú fyrsta í tíð Friðriks tíunda á konungsstóli. 8. október 2024 21:59 Söguleg heimsókn konungshjónanna í Jónshús Halla Benediktsdóttir umsjónarmaður Jónshúss í Kaupmannahöfn segir það afar merkilegt að Friðrik X Danakonungur komi, ásamt Höllu Tómasdóttur forseta Íslands, í heimsókn í Jónshús í dag. Það hafi aldrei gerst áður að þjóðhöfðingi Danmerkur sækir menningarmiðstöð Íslands í Kaupmannahöfn heim. 8. október 2024 10:14 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Viðskiptalífið sérstaklega áhugasamt um að fylgja Höllu út Viðskiptasendinefndin sem fylgdi Höllu Tómasdóttur forseta Íslands í fyrstu opinberu heimsókn hennar til Danmerkur í vikunni taldi tæplega sjötíu manns og er ein sú stærsta frá upphafi, að sögn forstöðumanns hjá Íslandsstofu. Sendinefndin stendur straum af öllum kostnaði sjálf, forsetaembættið greiðir aðeins flug undir sitt fólk. 11. október 2024 13:15
Uppgjör á sögulegri heimsókn: Klæðaburður forsetamanns og umdeild ræða Íslenskur royalisti er alls ekki á því að klæðaburður Björns Skúlasonar forsetamanns, í opinberri heimsókn forsetahjónanna til Kaupmannahafnar, hafi verið of hversdagslegur. Það olli henni þó vonbrigðum að Halla Tómasdóttir skyldi aðallega hafa talað ensku. 10. október 2024 20:00
Halla talar ensku við kónginn: „Ég held að það sé kannski nýi tíminn“ Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, hélt ræðu í veislu sér til heiðurs í Kristjánsborg í fyrradag en flutti hana nær einvörðungu á ensku. Hún er fyrst allra forseta lýðveldisins til að flytja ræðuna ekki á dönsku. 10. október 2024 10:33
Halla í rándýrum kjól með Maríu og Friðriki Halla Tómasdóttir forseti Íslands klæddist gylltum síðkjól eftir breska hönnuðinn Jenny Packham í hátíðarkvöldverði sem haldinn var í Kristjánsborgarhöll í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Hönnuðurinn virðist vinsæll meðal konungsfólks. 9. október 2024 16:01
Hæstánægð með Höllu Hópur Íslendinga sem stunda nám við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn (CBS) er hæstánægður með heimsókn Höllu Tómasdóttur forseta í skólann í dag. Sérstök nefnd íslenskra nemenda tók á móti forsetanum í aðalbyggingu skólans í Frederiksberghverfi Kaupmannahafnar en þar er hún stödd ásamt eiginmanni sínum og stórri sendinefnd frá Íslandi í hennar fyrstu opinberu heimsókn. 9. október 2024 12:36
Kom skemmtilega á óvart að hitta Margréti Danadrottningu Það kom Höllu Tómasdóttur forseta Íslands skemmtilega á óvart að hitta Margréti Þórhildi Danadrottningu í gær. Halla segir drottninguna vera sér mikla fyrirmynd og því hafi verið gaman að hún hafi óvænt komið og heilsað upp á forsetahjónin í Amalíuborgarhöll við komuna þangað í gær. 9. október 2024 10:28
Mikið um dýrðir í Íslandsboðinu í konungshöllinni Mikið var um dýrðir á hátíðarkvöldverði sem haldinn var í Kristjánsborgarhöll í Kaupmannahöfn í kvöld, þar sem Halla Tómasdóttir forseti Íslands er stödd í sinni fyrstu opinberu heimsókn. Heimsóknin er einnig sú fyrsta í tíð Friðriks tíunda á konungsstóli. 8. október 2024 21:59
Söguleg heimsókn konungshjónanna í Jónshús Halla Benediktsdóttir umsjónarmaður Jónshúss í Kaupmannahöfn segir það afar merkilegt að Friðrik X Danakonungur komi, ásamt Höllu Tómasdóttur forseta Íslands, í heimsókn í Jónshús í dag. Það hafi aldrei gerst áður að þjóðhöfðingi Danmerkur sækir menningarmiðstöð Íslands í Kaupmannahöfn heim. 8. október 2024 10:14