„Ekki vera með ef þið eruð á móti þessu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2024 17:12 Álagið er mikið á bestu fótboltamenn heims en þessi var frekar þreytulegur í leik Belenenses SAD og Nacional Da Madeira. Getty/João Rico Forseti franska stórliðsins Paris Saint-Germain hefur komið til varnar nýrri heimsmeistarakeppni félagsliða í knattspyrnu sem fer fram næsta sumar. Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur stækkað keppnina upp í 32 liða mót og hún er orðin jafnstór og gamla heimsmeistarakeppni landsliða. Þetta er enn eitt dæmið um að það sé verið að auka álagið á bestu leikmönnum heims og margir hafa gagnrýnt tilkomu þessarar keppni. Nasser Al-Khelaïfi, forseti PSG, er aftur á móti ekki í þeim hópi. Mótið mun taka fjórar vikur og það þýðir að tímabilið hjá félögum eins og Manchester City og Real Madrid mun því taka ellefu mánuði. Al Khelaïfi heldur því fram að félög séu spennt fyrir þessari nýju keppni. „Ef leikmenn eða félög eru að kvarta yfir þessu þá er lausnin skýr. Ekki vera með ef þið eruð á móti þessu,“ sagði Al-Khelaïfi. ESPN segir frá. „Áður fyrr voru þau að kvarta yfir því að aðeins tvö félög fengu að vera með eða af því að það voru bara tvö félög frá hverju landi. Nú eru það leikmennirnir sem kvarta,“ sagði Al-Khelaïfi á blaðamannafundi samtaka evrópska knattspyrnufélaga, ECA, sem fer fram þessa dagana í Aþenu í Grikklandi. „Auðvitað þurfum við að virða og verja okkar leikmenn. Félögin eru þó ekki aðeins í þessu til að græða peninga. Við erum að reyna að ná til baka einhverju því sem fer í kostnað. Laun leikmanna hækka og hækka en keppnirnar eru óbreyttar og innkoman sú sama,“ sagði Al-Khelaïfi. „Keppnisdagatalið er alltaf til umræðu og hefur alltaf verið það. Ég tel að allir þurfi að koma saman og fara yfir þessi mál. Komast að því hvað sé best fyrir alla. Öll félögin vilja samt taka þátt í heimsmeistarakeppni félagsliða,“ sagði Al-Khelaïfi. FIFA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Sjá meira
Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur stækkað keppnina upp í 32 liða mót og hún er orðin jafnstór og gamla heimsmeistarakeppni landsliða. Þetta er enn eitt dæmið um að það sé verið að auka álagið á bestu leikmönnum heims og margir hafa gagnrýnt tilkomu þessarar keppni. Nasser Al-Khelaïfi, forseti PSG, er aftur á móti ekki í þeim hópi. Mótið mun taka fjórar vikur og það þýðir að tímabilið hjá félögum eins og Manchester City og Real Madrid mun því taka ellefu mánuði. Al Khelaïfi heldur því fram að félög séu spennt fyrir þessari nýju keppni. „Ef leikmenn eða félög eru að kvarta yfir þessu þá er lausnin skýr. Ekki vera með ef þið eruð á móti þessu,“ sagði Al-Khelaïfi. ESPN segir frá. „Áður fyrr voru þau að kvarta yfir því að aðeins tvö félög fengu að vera með eða af því að það voru bara tvö félög frá hverju landi. Nú eru það leikmennirnir sem kvarta,“ sagði Al-Khelaïfi á blaðamannafundi samtaka evrópska knattspyrnufélaga, ECA, sem fer fram þessa dagana í Aþenu í Grikklandi. „Auðvitað þurfum við að virða og verja okkar leikmenn. Félögin eru þó ekki aðeins í þessu til að græða peninga. Við erum að reyna að ná til baka einhverju því sem fer í kostnað. Laun leikmanna hækka og hækka en keppnirnar eru óbreyttar og innkoman sú sama,“ sagði Al-Khelaïfi. „Keppnisdagatalið er alltaf til umræðu og hefur alltaf verið það. Ég tel að allir þurfi að koma saman og fara yfir þessi mál. Komast að því hvað sé best fyrir alla. Öll félögin vilja samt taka þátt í heimsmeistarakeppni félagsliða,“ sagði Al-Khelaïfi.
FIFA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Sjá meira