„Meðvituð um að það eru veikleikar í stjórnarsamstarfinu“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 11. október 2024 18:18 Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/vilhelm „Við erum auðvitað að leggja okkar mat á stöðu flokksins og okkar mat á stöðu stjórnarsamstarfsins sem að margir segja að standi veikt og við erum meðvituð um að það eru veikleikar í stjórnarsamstarfinu. Okkar verkefni er að auðvitað að ná árangri í okkar málaflokkum fyrir þjóðina. Það er eðlilegt að við ræðum það þegar það er spenna í samstarfinu eins og allir sjá að hafi verið og getur oft gerst í aðdraganda kosninga.“ Þetta sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, að loknum fundi þingflokksins sem var boðaður með skömmum fyrirvara í dag. Fundurinn hófst klukkan 15:30 en lauk laust eftir hálf sex. Eðlilegt að ræða saman í ljósi mikillar spennu Bjarni sagði í samtali við fréttastofu að ekki hafi verið komist að neinni niðurstöðu á fundinum og tók sérstaklega fram að ekki hafi verið lögð fram tillaga um ríkisstjórnarslit. Formenn ríkisstjórnarflokkanna hafa sagt stöðu ríkisstjórnarinnar strembna. Þá hafa jafnframt nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins lýst yfir óánægju sinni með ríkisstjórnarsamstarfið. „Eins og ég sagði við ykkur fyrir fundin, þau ykkar sem voru forvitin. Þá þótti okkur eðlilegt í lok nokkuð mikillar spennu yfir stjórnarsamstarfinu að þingflokkurinn kæmi saman. Það var það sem við vorum að gera og við gerum það reglulega innan Sjálfstæðisflokksins og berum saman bækur okkar.“ Spurður hvers vegna boðað hafi verið til fundarins með svo stuttum fyrirvara sagði hann: „Það voru ykkar orð að það hafi verið boðað til hans í skyndi. Við köllum bara saman fund þegar ástæða þykir til.“ Megum ekki láta verk úr hendi falla Hann sagði að á fundinum hafi verið lagt mat á stöðu flokksins og á stöðu stjórnarsamstarfsins. Hann viðurkenndi veikleika í stjórnarsamstarfinu og að spenna væri eðlilega í aðdraganda kosninga. „Útlendingamál er stór málaflokkur, hælisleitendamálin er ein skúffan í þeirri kommóðu. Við lögðum gífurlega áherslu á það þegar við endurnýjuðum stjónarsamstarfið að nú þyrftum við að fara ljúka við lagabreytingar sem kláruðust sumar sem betur fer á vorþinginu,“ sagði Bjarni spurður hvort það mætti vænta þess að flokkarnir í ríkisstjórn myndu ná saman varðandi útlendingamálin. Bjarni tók ekki undir það að það væri mikil óánægja innan flokksins með ríkisstjórnarsamstarfið og ítrekaði að miklum árangri hafi verið náð á vorþingi. „Það hafa verið jákvæðar breytingar. Efnahagsmálin brenna mjög á landsmönnum vegna vaxtastigsins.Þar eru horfurnar orðnar miklu betri. Það er margt sem er að þróast vel en við megum bara aldrei láta verk úr hendi falla. Við verðum að halda áfram og það er það sem við erum að ræða hér.“ Hefur einskorðað umboð þingflokksins Berghildur Erla fréttamaður var stödd fyrir utan Valhöll í dag og ræddi við Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformann Sjálfstæðisflokks, að loknum fundi sem sagði að margir kostir við þungri stöðu hefðu verið viðraðir á fundinum og það verði „að taka af yfirvegun samtal um hvernig er best haldið áfram.“ Hvernig er hægt að halda áfram? „Forysta flokksins hefur einskorðað umboð þingflokksins til að leiða flokkinn áfram í hvað sem verða vill,“ sagði Hildur Sverrisdóttir. Samantekt Berghildar Erlu á deginum má sjá hér að neðan: Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Fleiri fréttir Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Sjá meira
Þetta sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, að loknum fundi þingflokksins sem var boðaður með skömmum fyrirvara í dag. Fundurinn hófst klukkan 15:30 en lauk laust eftir hálf sex. Eðlilegt að ræða saman í ljósi mikillar spennu Bjarni sagði í samtali við fréttastofu að ekki hafi verið komist að neinni niðurstöðu á fundinum og tók sérstaklega fram að ekki hafi verið lögð fram tillaga um ríkisstjórnarslit. Formenn ríkisstjórnarflokkanna hafa sagt stöðu ríkisstjórnarinnar strembna. Þá hafa jafnframt nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins lýst yfir óánægju sinni með ríkisstjórnarsamstarfið. „Eins og ég sagði við ykkur fyrir fundin, þau ykkar sem voru forvitin. Þá þótti okkur eðlilegt í lok nokkuð mikillar spennu yfir stjórnarsamstarfinu að þingflokkurinn kæmi saman. Það var það sem við vorum að gera og við gerum það reglulega innan Sjálfstæðisflokksins og berum saman bækur okkar.“ Spurður hvers vegna boðað hafi verið til fundarins með svo stuttum fyrirvara sagði hann: „Það voru ykkar orð að það hafi verið boðað til hans í skyndi. Við köllum bara saman fund þegar ástæða þykir til.“ Megum ekki láta verk úr hendi falla Hann sagði að á fundinum hafi verið lagt mat á stöðu flokksins og á stöðu stjórnarsamstarfsins. Hann viðurkenndi veikleika í stjórnarsamstarfinu og að spenna væri eðlilega í aðdraganda kosninga. „Útlendingamál er stór málaflokkur, hælisleitendamálin er ein skúffan í þeirri kommóðu. Við lögðum gífurlega áherslu á það þegar við endurnýjuðum stjónarsamstarfið að nú þyrftum við að fara ljúka við lagabreytingar sem kláruðust sumar sem betur fer á vorþinginu,“ sagði Bjarni spurður hvort það mætti vænta þess að flokkarnir í ríkisstjórn myndu ná saman varðandi útlendingamálin. Bjarni tók ekki undir það að það væri mikil óánægja innan flokksins með ríkisstjórnarsamstarfið og ítrekaði að miklum árangri hafi verið náð á vorþingi. „Það hafa verið jákvæðar breytingar. Efnahagsmálin brenna mjög á landsmönnum vegna vaxtastigsins.Þar eru horfurnar orðnar miklu betri. Það er margt sem er að þróast vel en við megum bara aldrei láta verk úr hendi falla. Við verðum að halda áfram og það er það sem við erum að ræða hér.“ Hefur einskorðað umboð þingflokksins Berghildur Erla fréttamaður var stödd fyrir utan Valhöll í dag og ræddi við Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformann Sjálfstæðisflokks, að loknum fundi sem sagði að margir kostir við þungri stöðu hefðu verið viðraðir á fundinum og það verði „að taka af yfirvegun samtal um hvernig er best haldið áfram.“ Hvernig er hægt að halda áfram? „Forysta flokksins hefur einskorðað umboð þingflokksins til að leiða flokkinn áfram í hvað sem verða vill,“ sagði Hildur Sverrisdóttir. Samantekt Berghildar Erlu á deginum má sjá hér að neðan:
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Fleiri fréttir Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Sjá meira