„Meðvituð um að það eru veikleikar í stjórnarsamstarfinu“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 11. október 2024 18:18 Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/vilhelm „Við erum auðvitað að leggja okkar mat á stöðu flokksins og okkar mat á stöðu stjórnarsamstarfsins sem að margir segja að standi veikt og við erum meðvituð um að það eru veikleikar í stjórnarsamstarfinu. Okkar verkefni er að auðvitað að ná árangri í okkar málaflokkum fyrir þjóðina. Það er eðlilegt að við ræðum það þegar það er spenna í samstarfinu eins og allir sjá að hafi verið og getur oft gerst í aðdraganda kosninga.“ Þetta sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, að loknum fundi þingflokksins sem var boðaður með skömmum fyrirvara í dag. Fundurinn hófst klukkan 15:30 en lauk laust eftir hálf sex. Eðlilegt að ræða saman í ljósi mikillar spennu Bjarni sagði í samtali við fréttastofu að ekki hafi verið komist að neinni niðurstöðu á fundinum og tók sérstaklega fram að ekki hafi verið lögð fram tillaga um ríkisstjórnarslit. Formenn ríkisstjórnarflokkanna hafa sagt stöðu ríkisstjórnarinnar strembna. Þá hafa jafnframt nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins lýst yfir óánægju sinni með ríkisstjórnarsamstarfið. „Eins og ég sagði við ykkur fyrir fundin, þau ykkar sem voru forvitin. Þá þótti okkur eðlilegt í lok nokkuð mikillar spennu yfir stjórnarsamstarfinu að þingflokkurinn kæmi saman. Það var það sem við vorum að gera og við gerum það reglulega innan Sjálfstæðisflokksins og berum saman bækur okkar.“ Spurður hvers vegna boðað hafi verið til fundarins með svo stuttum fyrirvara sagði hann: „Það voru ykkar orð að það hafi verið boðað til hans í skyndi. Við köllum bara saman fund þegar ástæða þykir til.“ Megum ekki láta verk úr hendi falla Hann sagði að á fundinum hafi verið lagt mat á stöðu flokksins og á stöðu stjórnarsamstarfsins. Hann viðurkenndi veikleika í stjórnarsamstarfinu og að spenna væri eðlilega í aðdraganda kosninga. „Útlendingamál er stór málaflokkur, hælisleitendamálin er ein skúffan í þeirri kommóðu. Við lögðum gífurlega áherslu á það þegar við endurnýjuðum stjónarsamstarfið að nú þyrftum við að fara ljúka við lagabreytingar sem kláruðust sumar sem betur fer á vorþinginu,“ sagði Bjarni spurður hvort það mætti vænta þess að flokkarnir í ríkisstjórn myndu ná saman varðandi útlendingamálin. Bjarni tók ekki undir það að það væri mikil óánægja innan flokksins með ríkisstjórnarsamstarfið og ítrekaði að miklum árangri hafi verið náð á vorþingi. „Það hafa verið jákvæðar breytingar. Efnahagsmálin brenna mjög á landsmönnum vegna vaxtastigsins.Þar eru horfurnar orðnar miklu betri. Það er margt sem er að þróast vel en við megum bara aldrei láta verk úr hendi falla. Við verðum að halda áfram og það er það sem við erum að ræða hér.“ Hefur einskorðað umboð þingflokksins Berghildur Erla fréttamaður var stödd fyrir utan Valhöll í dag og ræddi við Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformann Sjálfstæðisflokks, að loknum fundi sem sagði að margir kostir við þungri stöðu hefðu verið viðraðir á fundinum og það verði „að taka af yfirvegun samtal um hvernig er best haldið áfram.“ Hvernig er hægt að halda áfram? „Forysta flokksins hefur einskorðað umboð þingflokksins til að leiða flokkinn áfram í hvað sem verða vill,“ sagði Hildur Sverrisdóttir. Samantekt Berghildar Erlu á deginum má sjá hér að neðan: Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Fleiri fréttir Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Sjá meira
Þetta sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, að loknum fundi þingflokksins sem var boðaður með skömmum fyrirvara í dag. Fundurinn hófst klukkan 15:30 en lauk laust eftir hálf sex. Eðlilegt að ræða saman í ljósi mikillar spennu Bjarni sagði í samtali við fréttastofu að ekki hafi verið komist að neinni niðurstöðu á fundinum og tók sérstaklega fram að ekki hafi verið lögð fram tillaga um ríkisstjórnarslit. Formenn ríkisstjórnarflokkanna hafa sagt stöðu ríkisstjórnarinnar strembna. Þá hafa jafnframt nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins lýst yfir óánægju sinni með ríkisstjórnarsamstarfið. „Eins og ég sagði við ykkur fyrir fundin, þau ykkar sem voru forvitin. Þá þótti okkur eðlilegt í lok nokkuð mikillar spennu yfir stjórnarsamstarfinu að þingflokkurinn kæmi saman. Það var það sem við vorum að gera og við gerum það reglulega innan Sjálfstæðisflokksins og berum saman bækur okkar.“ Spurður hvers vegna boðað hafi verið til fundarins með svo stuttum fyrirvara sagði hann: „Það voru ykkar orð að það hafi verið boðað til hans í skyndi. Við köllum bara saman fund þegar ástæða þykir til.“ Megum ekki láta verk úr hendi falla Hann sagði að á fundinum hafi verið lagt mat á stöðu flokksins og á stöðu stjórnarsamstarfsins. Hann viðurkenndi veikleika í stjórnarsamstarfinu og að spenna væri eðlilega í aðdraganda kosninga. „Útlendingamál er stór málaflokkur, hælisleitendamálin er ein skúffan í þeirri kommóðu. Við lögðum gífurlega áherslu á það þegar við endurnýjuðum stjónarsamstarfið að nú þyrftum við að fara ljúka við lagabreytingar sem kláruðust sumar sem betur fer á vorþinginu,“ sagði Bjarni spurður hvort það mætti vænta þess að flokkarnir í ríkisstjórn myndu ná saman varðandi útlendingamálin. Bjarni tók ekki undir það að það væri mikil óánægja innan flokksins með ríkisstjórnarsamstarfið og ítrekaði að miklum árangri hafi verið náð á vorþingi. „Það hafa verið jákvæðar breytingar. Efnahagsmálin brenna mjög á landsmönnum vegna vaxtastigsins.Þar eru horfurnar orðnar miklu betri. Það er margt sem er að þróast vel en við megum bara aldrei láta verk úr hendi falla. Við verðum að halda áfram og það er það sem við erum að ræða hér.“ Hefur einskorðað umboð þingflokksins Berghildur Erla fréttamaður var stödd fyrir utan Valhöll í dag og ræddi við Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformann Sjálfstæðisflokks, að loknum fundi sem sagði að margir kostir við þungri stöðu hefðu verið viðraðir á fundinum og það verði „að taka af yfirvegun samtal um hvernig er best haldið áfram.“ Hvernig er hægt að halda áfram? „Forysta flokksins hefur einskorðað umboð þingflokksins til að leiða flokkinn áfram í hvað sem verða vill,“ sagði Hildur Sverrisdóttir. Samantekt Berghildar Erlu á deginum má sjá hér að neðan:
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Fleiri fréttir Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Sjá meira