Sektum rignir á NFL-leikmenn vegna byssufagna Smári Jökull Jónsson skrifar 13. október 2024 11:00 Patrick Mahomes má ekki fagna hvernig sem er í NFL-deildinni. Vísir/Getty NFL-deildin í Bandaríkjunum tekur hart á hvers kyns fagnaðarlátum leikmanna deildarinnar sem tengjast skotvopnum. Fjölmargir leikmenn hafa verið sektaðir vegna þessa síðustu vikurnar. Fögn NFL-leikmanna vekja oft á tíðum töluverða athygli enda margir þeirra frumlegir í fagnaðarlátunum eftir að snertimark er skorað eða þegar vörnin sýnir góðan leik. Nú gætu einhverjir leikmenn hins vegar þurft að fara að endurskoða fögnin sín, annars gæti buddan farið að léttast. Forráðamenn NFL-deildarinnar hafa síðustu vikurnar verið duglegir að refsa leikmönnum fyrir hvers konar fagnaðarlæti sem tengist skotvopnum og skyldi engan undra. Fagnaðarlæti þar sem höndin er sett fram og vísifingur látinn líkja eftir byssu er ekki óalgeng sjón í deildinni en nú ætlar deildin sér að útrýma slíkum fagnaðarlátum. Milljónir í sektir Byssueign Bandaríkjamanna og ofbeldi því tengt er sífellt í umræðunni í Bandaríkjunum og víðar. NFL-deildin vill senda skýr skilaboð til leikmanna sinna og á fyrstu fjórum vikum tímabilsins hefur átta leikmönnum verið refsað fyrir fagnaðarlæti þar sem líkt er eftir skotvopni. Útherji Atlanta Falcons, Drake London, fékk til dæmis dæmt á sig víti og sekt í kjölfarið fyrir slíkt fagn í 2. umferð og Malik Nabers tvær sektir eftir leik New York Giants í 3. umferð. Báðir þurftu að punga út tæpum tveimur milljónum íslenskra króna til deildarinnar. DRAKE LONDON GETS CALLED A UNSPORTSMANLIKE CONDUCT PENALTY FOR HIS MACHINE GUN TD CELEBRATION😭 pic.twitter.com/qMqn55Mk9h— MLFootball (@_MLFootball) September 17, 2024 London sagðist sjá eftir fagninu þar sem hann líkti eftir því að skjóta með vélbyssu út í loftið. Þremur dögum fyrr hafði framhaldsskólalið Apalachee skólans í Georgíu verið í heimsókn hjá liði Falcons en tveir kennarar og tveir nemendur skólans féllu í skotárás þann 4. september. „Erum því miður að sjá meira og meira af slíku“ NFL-deildin er með skýrar reglur um að hvers konar látbragð tengt ofbeldi er ekki liðið og ekkert nýtt að deildin sekti leikmenn fyrir slíkt. Allar sektir fara í sjóð PFA [Professional Athletes Foundation] sem nýttur er í góð málefni. Ofbeldisfullt látbragð er sömuleiðis vandamál í háskólaboltanum sem nýtur gífurlegra vinsælda vestanhafs. „Við erum, því miður, farnir að sjá meira og meira af slíku,“ sagði Steve Shaw sem er fulltrúi NCAA-háskóladeildanna. „Við erum að reyna að útskýra að þetta verði ekki liðið. Ofbeldi tengt skotvopnum er ekki ásættanlegt í okkar íþrótt.“ NFL Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Breytingar hjá Breiðabliki Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Sjá meira
Fögn NFL-leikmanna vekja oft á tíðum töluverða athygli enda margir þeirra frumlegir í fagnaðarlátunum eftir að snertimark er skorað eða þegar vörnin sýnir góðan leik. Nú gætu einhverjir leikmenn hins vegar þurft að fara að endurskoða fögnin sín, annars gæti buddan farið að léttast. Forráðamenn NFL-deildarinnar hafa síðustu vikurnar verið duglegir að refsa leikmönnum fyrir hvers konar fagnaðarlæti sem tengist skotvopnum og skyldi engan undra. Fagnaðarlæti þar sem höndin er sett fram og vísifingur látinn líkja eftir byssu er ekki óalgeng sjón í deildinni en nú ætlar deildin sér að útrýma slíkum fagnaðarlátum. Milljónir í sektir Byssueign Bandaríkjamanna og ofbeldi því tengt er sífellt í umræðunni í Bandaríkjunum og víðar. NFL-deildin vill senda skýr skilaboð til leikmanna sinna og á fyrstu fjórum vikum tímabilsins hefur átta leikmönnum verið refsað fyrir fagnaðarlæti þar sem líkt er eftir skotvopni. Útherji Atlanta Falcons, Drake London, fékk til dæmis dæmt á sig víti og sekt í kjölfarið fyrir slíkt fagn í 2. umferð og Malik Nabers tvær sektir eftir leik New York Giants í 3. umferð. Báðir þurftu að punga út tæpum tveimur milljónum íslenskra króna til deildarinnar. DRAKE LONDON GETS CALLED A UNSPORTSMANLIKE CONDUCT PENALTY FOR HIS MACHINE GUN TD CELEBRATION😭 pic.twitter.com/qMqn55Mk9h— MLFootball (@_MLFootball) September 17, 2024 London sagðist sjá eftir fagninu þar sem hann líkti eftir því að skjóta með vélbyssu út í loftið. Þremur dögum fyrr hafði framhaldsskólalið Apalachee skólans í Georgíu verið í heimsókn hjá liði Falcons en tveir kennarar og tveir nemendur skólans féllu í skotárás þann 4. september. „Erum því miður að sjá meira og meira af slíku“ NFL-deildin er með skýrar reglur um að hvers konar látbragð tengt ofbeldi er ekki liðið og ekkert nýtt að deildin sekti leikmenn fyrir slíkt. Allar sektir fara í sjóð PFA [Professional Athletes Foundation] sem nýttur er í góð málefni. Ofbeldisfullt látbragð er sömuleiðis vandamál í háskólaboltanum sem nýtur gífurlegra vinsælda vestanhafs. „Við erum, því miður, farnir að sjá meira og meira af slíku,“ sagði Steve Shaw sem er fulltrúi NCAA-háskóladeildanna. „Við erum að reyna að útskýra að þetta verði ekki liðið. Ofbeldi tengt skotvopnum er ekki ásættanlegt í okkar íþrótt.“
NFL Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Breytingar hjá Breiðabliki Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti