Bjarni hafi ákveðið „að henda inn handklæðinu” Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. október 2024 19:48 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. Vísir/Einar Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir ákvörðun forsætisráðherra um að óska eftir þingrofi og boða kosningar hafa komið nokkuð á óvart. Sjálfstæðisflokkurinn hafi „kastað inn handklæðinu“ þótt hann telji sjálfur að stjórnarflokkarnir hefðu getað náð saman um mikilvæg mál til að halda áfram samstarfi. Þetta sagði Sigurður Ingi í kvöldfréttum Rúv. „Ég get svo sem tekið undir með Svandísi að það að þetta gerist í dag eftir ágætan fund okkar í gær kom svolítið á óvart. En mitt mat hefur verið það hingað til að það sé alveg hægt að ná saman,” sagði Sigurður Ingi í fréttum Rúv. Þá vitnaði hann í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær, um að það væri mikilvægt að stjórnarflokkarnir kæmu að því borði og tækju ákvörðun um hvort þeir vildu halda áfram að taka þátt í stjórnarsamstarfinu. Það gengi ekki að halda áfram í „því tómarúmi“ sem hafi ríkt síðan eftir landsfund Vinstri grænna. Við tókum þetta samtal auðvitað í gær þar sem við vorum að velta vöngum yfir því hvort hægt væri að ná saman,“ sagði Sigurður Ingi. Hann nefnir sem dæmi útlendingamálin sem hann hafi talið að hægt væri að ná saman um. Sú hafi ekki verið raunin að mati Sjálfstæðisflokksins. „Þeir treysta sér ekki til að halda áfram og ákveða svolítið að henda inn handklæðinu. Sem mér finnst vera ábyrgðarhluti þegar það gengur, við erum á góðri leið með að ná niður verðbólgunni. Ég hef áhyggjur af því að svona ákvörðun geti truflað það ferli,“ sagði Sigurður Ingi. Þingið geti þó tekið utan um ákveðin mál og reynt að klára þau þótt að starfstjórn sé við völdin þar til kosið verður. Þá segist hann ítrekað hafa séð þingmenn VG, og ekki síður þingmenn Sjálfstæðisflokksins, segjast ekki vilja gera ákveðnar málamiðlanir. Slíkt gangi ekki ef þriggja flokka stjórn á að ganga. Fréttastofa hefur ítrekað óskað eftir viðtali við Sigurð Inga síðan síðdegis í dag, án árangurs. Framsóknarflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
„Ég get svo sem tekið undir með Svandísi að það að þetta gerist í dag eftir ágætan fund okkar í gær kom svolítið á óvart. En mitt mat hefur verið það hingað til að það sé alveg hægt að ná saman,” sagði Sigurður Ingi í fréttum Rúv. Þá vitnaði hann í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær, um að það væri mikilvægt að stjórnarflokkarnir kæmu að því borði og tækju ákvörðun um hvort þeir vildu halda áfram að taka þátt í stjórnarsamstarfinu. Það gengi ekki að halda áfram í „því tómarúmi“ sem hafi ríkt síðan eftir landsfund Vinstri grænna. Við tókum þetta samtal auðvitað í gær þar sem við vorum að velta vöngum yfir því hvort hægt væri að ná saman,“ sagði Sigurður Ingi. Hann nefnir sem dæmi útlendingamálin sem hann hafi talið að hægt væri að ná saman um. Sú hafi ekki verið raunin að mati Sjálfstæðisflokksins. „Þeir treysta sér ekki til að halda áfram og ákveða svolítið að henda inn handklæðinu. Sem mér finnst vera ábyrgðarhluti þegar það gengur, við erum á góðri leið með að ná niður verðbólgunni. Ég hef áhyggjur af því að svona ákvörðun geti truflað það ferli,“ sagði Sigurður Ingi. Þingið geti þó tekið utan um ákveðin mál og reynt að klára þau þótt að starfstjórn sé við völdin þar til kosið verður. Þá segist hann ítrekað hafa séð þingmenn VG, og ekki síður þingmenn Sjálfstæðisflokksins, segjast ekki vilja gera ákveðnar málamiðlanir. Slíkt gangi ekki ef þriggja flokka stjórn á að ganga. Fréttastofa hefur ítrekað óskað eftir viðtali við Sigurð Inga síðan síðdegis í dag, án árangurs.
Framsóknarflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira