Segja ásakanir „uppspuna frá rótum“ og „efni í hryllingsmynd“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. október 2024 09:33 Fyrrvarandi hjónin Ingjaldur Árnþórsson og Áslaug Herdís Brynjarsdóttir veittu meðferðarheimili fyrir unglinga forystu í áratug. Hjónin fyrrverandi sem veittu meðferðarheimilunum að Varpholti og Laugalandi forstöðu á árunum 1997 til 2007 segjast hafa mátt sæta ærumeiðingum og rógburði í fleiri ár. Þau segja að enginn fótur sé fyrir ásökunum fyrrum skjólstæðinga um meint andlegt og líkamlegt ofbeldi, skort á eftirliti, ógnarstjórnun og ásökunum um félagslega einangrun og niðurbrot. Þá hafi ríkisvaldið tekið þátt í „rógsherferð“ sem staðið hafi yfir í á fjórða ár gegn hjónunum. Þetta segja hjónin fyrrverandi, Ingjaldur Árnþórsson og Áslaug Herdís Brynjarsdóttir, sem í aðsendri grein á Vísi í dag. Hjónin hafa ekki áður tjáð sig opinberlega með þessum hætti um málefni meðferðarheimilanna en fyrrum skjólstæðingar þeirra hafa lýst reynslu sinni af dvöl á vistheimilunum í fjölmiðlum. „Með þessari grein erum við Áslaug að svara þessum ásökunum í eitt skipti fyrir öll,“ segir í greininni. Þar eru útlistuð sex atriði um ásakanir sem fram hafa komið á hendur hjónunum fyrrverandi og þeim svarað lið fyrir lið. Meðal annars var fjallað um málið í þáttum um Vistheimilin á Stöð 2 í sumar. Þar stigu fram konur sem voru sem unglingar vistaðar á meðferðarheimilinu Laugalandi, áður Varpholti, sem sögðust hafa verið beittar alvarlegu ofbeldi af hálfu Ingjaldar forstöðumanns þess meðan þær dvöldu þar en heimilið starfaði frá 1997 til 2007. Þá hafi slíkt líka komið fyrir hjá þáverandi eiginkonu hans, Áslaugu Herdísi, sem gegndi einnig forstöðu á heimilinu. Við vinnslu þáttanna var hjónunum gefinn kostur á viðtali og að lýsa sjónarmiðum sínum sem þau þáðu ekki. Stundin, nú Heimildin, hefur einnig fjallað ítarlega um málefni vistheimilanna, en fyrir tveimur árum lýstu sextán konur sem þar voru vistaðar „kerfisbundnu andlegu ofbeldi” og líkamlegu ofbeldi sem þær hafi orðið fyrir í vistinni. „Við erum afskaplega stolt af því starfi sem unnið var á Varpholti/Laugalandi,“ skrifar Ingjaldur í niðurlagi greinarinnar sem hjónin fyrrverandi eru bæði skrifuð fyrir sem höfundar. „Aldrei varð álagið af því að sinna erfiðum unglingsstúlkum þó neitt í líkingu við það álag sem fylgir þeim ærumeiðingum sem við Áslaug höfum setið undir síðustu árin.“ Ríkisvaldið beri út dylgjur Í sex köflum svara hjónin fyrir áskanir sem fram hafa komið er snúa meðal annars að brotalömum í eftirliti, að starfsemin hafi grundvallast á trúarviðhorfum, óviðeigandi læknisskoðunum, ásökunum um andlegt og líkamlegt ofbeldi, hótanir, og félagslegri einangrun. „Ekkert af þessu er satt. Aftur á móti sjá þeir sem til þekkja af hvaða rótum þessar sögur eru runnar,“ skrifar Ingjaldur. Fjölmiðlar hafi tekið „lyginni fagnandi“ enda beri fréttamenn ekki ábyrgð á orðum viðmælenda sinna. „Í okkar tilviki gekk þetta svo langt að stofnun á vegum ríkisins gaf út opinbera skýrslu þar sem brotið var gegn persónuverndarlögum. Persónuvernd sá ástæðu til að leggja bann við birtingu hennar. Það dugði þó síður en svo til þess að kveða niður skipulagða rógsherferð gegn okkur,“ segir í greininni. Hvorugt þeirra hafi áður svarað þessum ásökunum fyrr en nú en það hafi ekki gert þeim hægar um vik að „ríkisvaldið sjálft á stærstan þátt í því að bera út villandi og afbakaðar frásagnir, dylgjur og í sumum tilvikum sögur sem enginn fótur er fyrir,“ líkt og það er orðað í greininni. Þar vitnar hann meðal annars til greinagerðar frá Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála frá 2022 um meðferðarheimilið í Varpholti og Laugalandi. Þar kemur meðal annars fram að eftirlitsskylda barnaverndaryfirvalda hafi brugðist þeim sem dvöldu á meðferðarheimilinu og að yfirgnæfandi meirihluti fyrrum vistbarna hafi upplifað andlegt ofbeldi við dvölina. Ekki „auðveldustu unglingarnir“ Þar rifja hjónin upp hvert markmiðið með rekstri unglingaheimila hafi verið. Þau hafi gert samning við Barnaverndarstofu árið 1997 sem hafi verið liður í átaki í málefnum unglinga sem glímdu við vanda, en á þeim tíma hafi vímuefnaneysla unglinga verið einhver sú mesta „í Íslandssögunni.” „Verkefni þeirra sem ráku meðferðarheimili voru að veita unglingum með andfélagsleg viðhorf enduruppeldi, gera þá húsum hæfa og draga úr líkum á því að þeir brytu áframhaldandi allar brýr að baki sér. Nánast öll ungmenni sem vistuðust á þessu heimili voru með svo alvarlegan vanda að þau höfðu ýmist flosnað upp úr skóla eða foreldrar gefist upp við uppeldi þeirra nema hvort tveggja væri.“ Þau gera athugasemdir við málflutning á þá leið að „auðveldustu unglingarnir“ hafi verið vistaðir á Laugalandi, líkt og að hafi verið látið liggja í þáttum Stöðvar 2. „Ekki kemur fram hvaðan þáttagerðarmaður hefur þetta og ég hef ekki heyrt það áður,” skrifar Ingjaldur. Flestir þeirra skjólstæðinga sem þar hafi verið vistaðir hafi komið þangað nauðugir og í miklum mótþróa. Í skýrslunni sem vitnað var til á undan og stuðst var við við gerð þáttanna á Stöð 2 kemur fram að Laugaland hafi verið flokkað sem fyrsta flokks heimili en ekki þriðja flokks, þar sem erfiðustu unglingarnir hafi verið vistaðir. Til fyrsta flokks töldust, auk Laugalands, Torfastaðir og Geldingalækur. Þessi heimili væru svokölluð fjölskylduheimili og ættu að taka að sér „léttustu“ börnin. Þarna byggju rekstraraðilar ásamt eigin börnum með vistbörnunum. Starfsmenn væru fáir og áhersla lögð á „að heimilið líktist sem mest venjulegu heimili.” Algengustu vandamálin væru óhlýðni og mótþrói, vergangur, neysla vímuefna, skólaerfiðleikar og erfiðleikar í fjölskyldu að því er útlistað var í skýrslunni. Ingjaldur segir í greininni að margar stúlknanna hafi glímt við alvarlegan hegðunarvanda og ofbeldishegðun og sumar verið í slagtogi við fullorðna afbrotamenn. „Sumar stúlknanna gátu ekki búið heima hjá foreldrum sínum þar sem þær höfðu gengið svo í skrokk á öðrum fjölskyldumeðlimum að yngri systkinum og jafnvel foreldrum stóð ógn af þeim. Ekkert af þessu gæti réttlætt þá svívirðu sem okkur Áslaugu er gefin að sök.” Eftirlitsferðir ekki bara vinaheimsóknir Í greininni er jafnframt svarað fyrir athugasemdir sem gerðar hafi verið við skort á menntun og reynslu forstöðuhjónanna. Þau segjast taka undir sjónarmið þess efnis að meiri menntun og reynsla starfsfólks hefði verið af hinu góða, það eigi við um önnur vistheimili einnig. Hins vegar hafi raunveruleikinn verið sá að vistheimili af þessum toga hafi verið nýmæli á Íslandi á þessum tíma og óraunhæft hafi verið að manna heimilin með sérfræðingum. Þá er vikið af meintum brotalömum við eftirlit og vangetu eftirlitsstofnana til að sinna eftirliti með fullnægjandi hætti. Því hafi verið haldið fram að eftirlitsaðilar hafi verið persónulegir vinir hjónanna. „Þetta er uppspuni. Samskipti okkar við eftirlitsaðila voru góð en það er af og frá að eftirlitsferðir hafi verið einhverskonar vinafundir,” er svar hjónanna við þeirri gagnrýni. Ásökunum um að trúnaðarskyldur gagnvart börnum hafi verið brotnar er einnig vísað á bug og segja þau Barnaverndarstofu ekki hafa brugðist eftirlitshlutverki sínu líkt og haldið hafi verið fram. Farið með bænir en ekkert „trúarkölt“ „Ég trúi því að margir unglingana hafi upplifað það sem ofbeldi að þurfa að fylgja reglum. En ég trúi því hins vegar ekki að nokkur einasta þeirra hafi talið sig vera lentar í einhverskonar trúarkölti,” skrifar Ingjaldur um þær athugasemdir sem fram hafi komið um að stofnunin hafi verið rekin á ströngum trúarlegum forsendum. Hins vegar hafi tíðkast að fara með Faðirvorið og æðruleysisbænina að loknum kvöld- og morgunfundum. Þá hafi um tíma starfað hjá þeim einstaklingur sem tilheyrði söfnuði Hvítasunnukirkjunnar. „Góður vinskapur varð milli nokkurra vistunglinga og unglingana í kirkjunni og þeim var leyft að taka þátt í unglingastarfinu þar. Þetta varð til þess að unglingar frá kirkjunni kom og spiluðu fótbolta með vistunglingum og starfsfólki einu sinni í viku. Einnig fóru vistunglingar með kunningjum sínum úr kirkjunni í ferð til Færeyja. Þátttaka vistunglinga í þessu starfi var algerlega á forsendum þeirra sjálfra því trúarstarf var aldrei hluti af meðferðinni,” segir um þetta efni. Sömuleiðis er því algjörlega vísað á bug að stúlkur hafi verið látnar undirgangast skoðun í þeim tilgangi að athuga hvort þær væru hreinar meyjar. „Ekkert er hæft í því og erfitt að gera sér í hugarlund hvaða tilgangi þær upplýsingar hefðu átt að þjóna fyrir meðferðarstarfið. Vandi þessara stúlkna var ekki sá að þær hefðu stundað kynlíf heldur sá að börn í áfengis- og vímuefnavanda eru oft útsett fyrir kynferðislegu ofbeldi, misnotkun, kynsjúkdómum og ótímabærum getnaði,” segir í greininni. Engin stúlka hafi verið send til læknis að tilefnislausu. Ásakanir um ofbeldi „efni í hryllingsmynd” Meðal þess ofbeldis sem lýst hefur verið að stúlkur hafi verið barnar, þær dregnar á hárinu og dregnar berfættar eftir malarvegi. Unglingur sem strauk heim til sín hafi komið sundurskorinn úr vistun hjá hjónunum, þau hafi hent stúlkum niður stiga og þrengt að öndunarvegi þeirra. Þessar ásakanir segir Ingjaldur vera alvarlegar og lýsingar meints ofbeldis séu „efni í hryllingsmynd.” Hann hafnar því alfarið að hafa beitt skjólstæðinga ofbeldi. Hins vegar geti komið upp tilvik í starfsemi sem þessari sem kalli á að grípa þurfi til valdveitingar. „Á þeim tíu árum sem heimilið var rekið kom því miður sex sinnum til þess að grípa þurfti til lögmætrar valdbeitingar. Lögmæt valdbeiting felur ekki í sér barsmíðar, hrindingar, kyrkingartak, að fólk sé dregið á hárinu, dregið berfætt eftir vegi eða að manneskju sé kastað niður stiga, hvað þá að vistunglingur hafi verið einangraður í herbergi í tvær vikur. Ekkert er hæft í þeim sögum,” skrifar Ingjaldur. Þannig séu ásakanir um að hann hafi barið stúlkur og kýlt, dregið þær á harinu, þrengt að öndunarvegi þeirra og fleira „uppspuni frá rótum.” „Uppspuni frá rótum“ að stúlkur hafi verið kallaðar hórur og druslur Í fjórða lagi er í greininni svarað fyrir ásakanir um óttastjórnun og andlegt ofbeldi sem hafi viðgengist að Varpholti og Laugalandi. „Það stóð enginn á öskrinu eða sýndi af sér annað stjórnleysi. Aftur á móti ræddum við afleiðingar þess að fara ekki eftir reglum. Það telst ekki óttastjórnun að benda unglingi á að hegðun hans sé að nálgast það stig að hann geti búist við að það hafi afleiðingar,” skrifar Ingjaldur. Hann segir einnig að það séu ekkert annað en ósannindi að þau hjónin hafi svívirt skjólstæðinga sína í orðum. Ekkert sé hæft í því að þau hafi kallað stúlkurnar hórur, druslur, tíkur eða notað um þær önnur ónefni. Þá víkur Ingjaldur máli að svokölluðu þrepakerfi sem hefur sætt gagnrýni. Innið hafi verið eftir kerfinu þar sem hugmyndin væri sú að skjólstæingar gætu hagnast á því að vera tilbúnir til samstarfs. „Stúlka sem var að hefja meðferð dvaldi heimavið fyrstu þrjá dagana áður en hún fékk að taka þátt í leik og starfi utan heimilisins. Eftir þessa þrjá daga var það undir stúlkunni komið hvert framhaldið yrði. Ef vel hafði gengið þessa þrjá daga færðist stúlkan strax upp um þrep. Ef stúlka var í mótþróa og vildi ekki fara eftir reglum var henni velkomið að dvelja lengur á fyrsta þrepi eða þar til hún yrði tilbúin að taka þátt í meðferðinni,” útskýrir Ingjaldur. Það sé eðlilegt að unglingur upplifi það sem refsingu að vera færður niður um þrep en hann kannist ekki við að strangari reglur hafi gilt á Varpholti og Laugalandi enn annars staðar. Meðferðaraðferð sem ekki hafi virkað Meðal þeirrar reynslu sem fyrrum skjólstæðingar hafa lýst er hvernig ein stúlka hafi verið tekin fyrir, niðurlægð og brotin niður. Þetta vill Ingjaldur meina að hafi afbakast í framsetningu fjölmiðla. Prófuð hafi verið meðferðaraðferð sem kölluð hefur verið „speglun.“ Þessi aðferð hafi ekki verið beitt að hans frumkvæði en þó verið prófuð. „Við vorum hikandi við að nota þessa aðferð með svo ungu fólki en ákváðum að láta á það reyna. Fljótlega komust við að þeirri niðurstöðu að þetta væri ekki hentug aðferð fyrir unglinga. Stúlkurnar voru dómharðar hver við aðra og gagnrýni þeirra oftar en ekki allt of vægðarlaus til þess að vera uppbyggileg. Við tókum því þessa aðferð því út af dagskránni eftir skamma notkun,“ skrifar Ingjaldur um umrædda meðferðaraðferð. Ekki sé satt að börnum hafi verið haldið frá fjölskyldu Að lokum er í greininni svarað fyrir ásakanir um að skjólstæðingar hafi verið beittir félagslegri einangrun og þeim bannað að tala við fjölskyldur sínar í síma nema undir eftirliti. Reglur hafi gilt um heimsóknir en það sé ekki rétt að foreldrum hafi verið meinaður aðgangur að börnum sínum. „Það eina sem hæft er í ásökunum um einangrun stúlknanna frá fjölskyldum sínum er það að á fyrsta þrepi fengu skjólstæðingar okkar símtöl undir eftirliti. Fyrir því var einkum ein ástæða. Unglingar sem eru skikkaðir í meðferð eru oft mjög reiðir við foreldra sína, sem sjálfir eru að reyna að vinna sig út úr meðvirkni, eru niðurbrotnir af samviskubiti og þurfa síst á því að halda að hlusta á ásakanir og ljót orð. Ég leyfi mér að fullyrða að hafi tengsl vistbarna okkar við fjölskyldur sínar rofnað, þá sé orsökin fyrir því önnur en sú að þeim hafi í þrjá daga, verið synjað um tækifæri til að tala við aðstandendur í einrúmi,” skrifar Ingjaldur. Mistök að leggja niður unglingaheimilin Í lokaorðum greinarinnar er því velt upp að stjórnvöld hafi gert mistök og tekið slæmar ákvarðanir hvað lýtur að vistheimilunum. „Við hörmum þá ákvörðun stjórnvalda að hafa lagt niður unglingaheimilin sem gátu þegar mest lét, veitt allt að 50 unglingum meðferð í senn og á þann hátt létt miklu álagi af unglingunum, heimilum þeirra, skólum og samfélagi. Leiða má líkum að því að þau vandamál sem við er að etja í málefnum unglinga í dag væri viðráðanlegri ef þau sem stærstan vandann hafa fengju aðstoð af því tagi sem fannst á þessum heimilum.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Vistheimili Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Fleiri fréttir Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Sjá meira
Þetta segja hjónin fyrrverandi, Ingjaldur Árnþórsson og Áslaug Herdís Brynjarsdóttir, sem í aðsendri grein á Vísi í dag. Hjónin hafa ekki áður tjáð sig opinberlega með þessum hætti um málefni meðferðarheimilanna en fyrrum skjólstæðingar þeirra hafa lýst reynslu sinni af dvöl á vistheimilunum í fjölmiðlum. „Með þessari grein erum við Áslaug að svara þessum ásökunum í eitt skipti fyrir öll,“ segir í greininni. Þar eru útlistuð sex atriði um ásakanir sem fram hafa komið á hendur hjónunum fyrrverandi og þeim svarað lið fyrir lið. Meðal annars var fjallað um málið í þáttum um Vistheimilin á Stöð 2 í sumar. Þar stigu fram konur sem voru sem unglingar vistaðar á meðferðarheimilinu Laugalandi, áður Varpholti, sem sögðust hafa verið beittar alvarlegu ofbeldi af hálfu Ingjaldar forstöðumanns þess meðan þær dvöldu þar en heimilið starfaði frá 1997 til 2007. Þá hafi slíkt líka komið fyrir hjá þáverandi eiginkonu hans, Áslaugu Herdísi, sem gegndi einnig forstöðu á heimilinu. Við vinnslu þáttanna var hjónunum gefinn kostur á viðtali og að lýsa sjónarmiðum sínum sem þau þáðu ekki. Stundin, nú Heimildin, hefur einnig fjallað ítarlega um málefni vistheimilanna, en fyrir tveimur árum lýstu sextán konur sem þar voru vistaðar „kerfisbundnu andlegu ofbeldi” og líkamlegu ofbeldi sem þær hafi orðið fyrir í vistinni. „Við erum afskaplega stolt af því starfi sem unnið var á Varpholti/Laugalandi,“ skrifar Ingjaldur í niðurlagi greinarinnar sem hjónin fyrrverandi eru bæði skrifuð fyrir sem höfundar. „Aldrei varð álagið af því að sinna erfiðum unglingsstúlkum þó neitt í líkingu við það álag sem fylgir þeim ærumeiðingum sem við Áslaug höfum setið undir síðustu árin.“ Ríkisvaldið beri út dylgjur Í sex köflum svara hjónin fyrir áskanir sem fram hafa komið er snúa meðal annars að brotalömum í eftirliti, að starfsemin hafi grundvallast á trúarviðhorfum, óviðeigandi læknisskoðunum, ásökunum um andlegt og líkamlegt ofbeldi, hótanir, og félagslegri einangrun. „Ekkert af þessu er satt. Aftur á móti sjá þeir sem til þekkja af hvaða rótum þessar sögur eru runnar,“ skrifar Ingjaldur. Fjölmiðlar hafi tekið „lyginni fagnandi“ enda beri fréttamenn ekki ábyrgð á orðum viðmælenda sinna. „Í okkar tilviki gekk þetta svo langt að stofnun á vegum ríkisins gaf út opinbera skýrslu þar sem brotið var gegn persónuverndarlögum. Persónuvernd sá ástæðu til að leggja bann við birtingu hennar. Það dugði þó síður en svo til þess að kveða niður skipulagða rógsherferð gegn okkur,“ segir í greininni. Hvorugt þeirra hafi áður svarað þessum ásökunum fyrr en nú en það hafi ekki gert þeim hægar um vik að „ríkisvaldið sjálft á stærstan þátt í því að bera út villandi og afbakaðar frásagnir, dylgjur og í sumum tilvikum sögur sem enginn fótur er fyrir,“ líkt og það er orðað í greininni. Þar vitnar hann meðal annars til greinagerðar frá Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála frá 2022 um meðferðarheimilið í Varpholti og Laugalandi. Þar kemur meðal annars fram að eftirlitsskylda barnaverndaryfirvalda hafi brugðist þeim sem dvöldu á meðferðarheimilinu og að yfirgnæfandi meirihluti fyrrum vistbarna hafi upplifað andlegt ofbeldi við dvölina. Ekki „auðveldustu unglingarnir“ Þar rifja hjónin upp hvert markmiðið með rekstri unglingaheimila hafi verið. Þau hafi gert samning við Barnaverndarstofu árið 1997 sem hafi verið liður í átaki í málefnum unglinga sem glímdu við vanda, en á þeim tíma hafi vímuefnaneysla unglinga verið einhver sú mesta „í Íslandssögunni.” „Verkefni þeirra sem ráku meðferðarheimili voru að veita unglingum með andfélagsleg viðhorf enduruppeldi, gera þá húsum hæfa og draga úr líkum á því að þeir brytu áframhaldandi allar brýr að baki sér. Nánast öll ungmenni sem vistuðust á þessu heimili voru með svo alvarlegan vanda að þau höfðu ýmist flosnað upp úr skóla eða foreldrar gefist upp við uppeldi þeirra nema hvort tveggja væri.“ Þau gera athugasemdir við málflutning á þá leið að „auðveldustu unglingarnir“ hafi verið vistaðir á Laugalandi, líkt og að hafi verið látið liggja í þáttum Stöðvar 2. „Ekki kemur fram hvaðan þáttagerðarmaður hefur þetta og ég hef ekki heyrt það áður,” skrifar Ingjaldur. Flestir þeirra skjólstæðinga sem þar hafi verið vistaðir hafi komið þangað nauðugir og í miklum mótþróa. Í skýrslunni sem vitnað var til á undan og stuðst var við við gerð þáttanna á Stöð 2 kemur fram að Laugaland hafi verið flokkað sem fyrsta flokks heimili en ekki þriðja flokks, þar sem erfiðustu unglingarnir hafi verið vistaðir. Til fyrsta flokks töldust, auk Laugalands, Torfastaðir og Geldingalækur. Þessi heimili væru svokölluð fjölskylduheimili og ættu að taka að sér „léttustu“ börnin. Þarna byggju rekstraraðilar ásamt eigin börnum með vistbörnunum. Starfsmenn væru fáir og áhersla lögð á „að heimilið líktist sem mest venjulegu heimili.” Algengustu vandamálin væru óhlýðni og mótþrói, vergangur, neysla vímuefna, skólaerfiðleikar og erfiðleikar í fjölskyldu að því er útlistað var í skýrslunni. Ingjaldur segir í greininni að margar stúlknanna hafi glímt við alvarlegan hegðunarvanda og ofbeldishegðun og sumar verið í slagtogi við fullorðna afbrotamenn. „Sumar stúlknanna gátu ekki búið heima hjá foreldrum sínum þar sem þær höfðu gengið svo í skrokk á öðrum fjölskyldumeðlimum að yngri systkinum og jafnvel foreldrum stóð ógn af þeim. Ekkert af þessu gæti réttlætt þá svívirðu sem okkur Áslaugu er gefin að sök.” Eftirlitsferðir ekki bara vinaheimsóknir Í greininni er jafnframt svarað fyrir athugasemdir sem gerðar hafi verið við skort á menntun og reynslu forstöðuhjónanna. Þau segjast taka undir sjónarmið þess efnis að meiri menntun og reynsla starfsfólks hefði verið af hinu góða, það eigi við um önnur vistheimili einnig. Hins vegar hafi raunveruleikinn verið sá að vistheimili af þessum toga hafi verið nýmæli á Íslandi á þessum tíma og óraunhæft hafi verið að manna heimilin með sérfræðingum. Þá er vikið af meintum brotalömum við eftirlit og vangetu eftirlitsstofnana til að sinna eftirliti með fullnægjandi hætti. Því hafi verið haldið fram að eftirlitsaðilar hafi verið persónulegir vinir hjónanna. „Þetta er uppspuni. Samskipti okkar við eftirlitsaðila voru góð en það er af og frá að eftirlitsferðir hafi verið einhverskonar vinafundir,” er svar hjónanna við þeirri gagnrýni. Ásökunum um að trúnaðarskyldur gagnvart börnum hafi verið brotnar er einnig vísað á bug og segja þau Barnaverndarstofu ekki hafa brugðist eftirlitshlutverki sínu líkt og haldið hafi verið fram. Farið með bænir en ekkert „trúarkölt“ „Ég trúi því að margir unglingana hafi upplifað það sem ofbeldi að þurfa að fylgja reglum. En ég trúi því hins vegar ekki að nokkur einasta þeirra hafi talið sig vera lentar í einhverskonar trúarkölti,” skrifar Ingjaldur um þær athugasemdir sem fram hafi komið um að stofnunin hafi verið rekin á ströngum trúarlegum forsendum. Hins vegar hafi tíðkast að fara með Faðirvorið og æðruleysisbænina að loknum kvöld- og morgunfundum. Þá hafi um tíma starfað hjá þeim einstaklingur sem tilheyrði söfnuði Hvítasunnukirkjunnar. „Góður vinskapur varð milli nokkurra vistunglinga og unglingana í kirkjunni og þeim var leyft að taka þátt í unglingastarfinu þar. Þetta varð til þess að unglingar frá kirkjunni kom og spiluðu fótbolta með vistunglingum og starfsfólki einu sinni í viku. Einnig fóru vistunglingar með kunningjum sínum úr kirkjunni í ferð til Færeyja. Þátttaka vistunglinga í þessu starfi var algerlega á forsendum þeirra sjálfra því trúarstarf var aldrei hluti af meðferðinni,” segir um þetta efni. Sömuleiðis er því algjörlega vísað á bug að stúlkur hafi verið látnar undirgangast skoðun í þeim tilgangi að athuga hvort þær væru hreinar meyjar. „Ekkert er hæft í því og erfitt að gera sér í hugarlund hvaða tilgangi þær upplýsingar hefðu átt að þjóna fyrir meðferðarstarfið. Vandi þessara stúlkna var ekki sá að þær hefðu stundað kynlíf heldur sá að börn í áfengis- og vímuefnavanda eru oft útsett fyrir kynferðislegu ofbeldi, misnotkun, kynsjúkdómum og ótímabærum getnaði,” segir í greininni. Engin stúlka hafi verið send til læknis að tilefnislausu. Ásakanir um ofbeldi „efni í hryllingsmynd” Meðal þess ofbeldis sem lýst hefur verið að stúlkur hafi verið barnar, þær dregnar á hárinu og dregnar berfættar eftir malarvegi. Unglingur sem strauk heim til sín hafi komið sundurskorinn úr vistun hjá hjónunum, þau hafi hent stúlkum niður stiga og þrengt að öndunarvegi þeirra. Þessar ásakanir segir Ingjaldur vera alvarlegar og lýsingar meints ofbeldis séu „efni í hryllingsmynd.” Hann hafnar því alfarið að hafa beitt skjólstæðinga ofbeldi. Hins vegar geti komið upp tilvik í starfsemi sem þessari sem kalli á að grípa þurfi til valdveitingar. „Á þeim tíu árum sem heimilið var rekið kom því miður sex sinnum til þess að grípa þurfti til lögmætrar valdbeitingar. Lögmæt valdbeiting felur ekki í sér barsmíðar, hrindingar, kyrkingartak, að fólk sé dregið á hárinu, dregið berfætt eftir vegi eða að manneskju sé kastað niður stiga, hvað þá að vistunglingur hafi verið einangraður í herbergi í tvær vikur. Ekkert er hæft í þeim sögum,” skrifar Ingjaldur. Þannig séu ásakanir um að hann hafi barið stúlkur og kýlt, dregið þær á harinu, þrengt að öndunarvegi þeirra og fleira „uppspuni frá rótum.” „Uppspuni frá rótum“ að stúlkur hafi verið kallaðar hórur og druslur Í fjórða lagi er í greininni svarað fyrir ásakanir um óttastjórnun og andlegt ofbeldi sem hafi viðgengist að Varpholti og Laugalandi. „Það stóð enginn á öskrinu eða sýndi af sér annað stjórnleysi. Aftur á móti ræddum við afleiðingar þess að fara ekki eftir reglum. Það telst ekki óttastjórnun að benda unglingi á að hegðun hans sé að nálgast það stig að hann geti búist við að það hafi afleiðingar,” skrifar Ingjaldur. Hann segir einnig að það séu ekkert annað en ósannindi að þau hjónin hafi svívirt skjólstæðinga sína í orðum. Ekkert sé hæft í því að þau hafi kallað stúlkurnar hórur, druslur, tíkur eða notað um þær önnur ónefni. Þá víkur Ingjaldur máli að svokölluðu þrepakerfi sem hefur sætt gagnrýni. Innið hafi verið eftir kerfinu þar sem hugmyndin væri sú að skjólstæingar gætu hagnast á því að vera tilbúnir til samstarfs. „Stúlka sem var að hefja meðferð dvaldi heimavið fyrstu þrjá dagana áður en hún fékk að taka þátt í leik og starfi utan heimilisins. Eftir þessa þrjá daga var það undir stúlkunni komið hvert framhaldið yrði. Ef vel hafði gengið þessa þrjá daga færðist stúlkan strax upp um þrep. Ef stúlka var í mótþróa og vildi ekki fara eftir reglum var henni velkomið að dvelja lengur á fyrsta þrepi eða þar til hún yrði tilbúin að taka þátt í meðferðinni,” útskýrir Ingjaldur. Það sé eðlilegt að unglingur upplifi það sem refsingu að vera færður niður um þrep en hann kannist ekki við að strangari reglur hafi gilt á Varpholti og Laugalandi enn annars staðar. Meðferðaraðferð sem ekki hafi virkað Meðal þeirrar reynslu sem fyrrum skjólstæðingar hafa lýst er hvernig ein stúlka hafi verið tekin fyrir, niðurlægð og brotin niður. Þetta vill Ingjaldur meina að hafi afbakast í framsetningu fjölmiðla. Prófuð hafi verið meðferðaraðferð sem kölluð hefur verið „speglun.“ Þessi aðferð hafi ekki verið beitt að hans frumkvæði en þó verið prófuð. „Við vorum hikandi við að nota þessa aðferð með svo ungu fólki en ákváðum að láta á það reyna. Fljótlega komust við að þeirri niðurstöðu að þetta væri ekki hentug aðferð fyrir unglinga. Stúlkurnar voru dómharðar hver við aðra og gagnrýni þeirra oftar en ekki allt of vægðarlaus til þess að vera uppbyggileg. Við tókum því þessa aðferð því út af dagskránni eftir skamma notkun,“ skrifar Ingjaldur um umrædda meðferðaraðferð. Ekki sé satt að börnum hafi verið haldið frá fjölskyldu Að lokum er í greininni svarað fyrir ásakanir um að skjólstæðingar hafi verið beittir félagslegri einangrun og þeim bannað að tala við fjölskyldur sínar í síma nema undir eftirliti. Reglur hafi gilt um heimsóknir en það sé ekki rétt að foreldrum hafi verið meinaður aðgangur að börnum sínum. „Það eina sem hæft er í ásökunum um einangrun stúlknanna frá fjölskyldum sínum er það að á fyrsta þrepi fengu skjólstæðingar okkar símtöl undir eftirliti. Fyrir því var einkum ein ástæða. Unglingar sem eru skikkaðir í meðferð eru oft mjög reiðir við foreldra sína, sem sjálfir eru að reyna að vinna sig út úr meðvirkni, eru niðurbrotnir af samviskubiti og þurfa síst á því að halda að hlusta á ásakanir og ljót orð. Ég leyfi mér að fullyrða að hafi tengsl vistbarna okkar við fjölskyldur sínar rofnað, þá sé orsökin fyrir því önnur en sú að þeim hafi í þrjá daga, verið synjað um tækifæri til að tala við aðstandendur í einrúmi,” skrifar Ingjaldur. Mistök að leggja niður unglingaheimilin Í lokaorðum greinarinnar er því velt upp að stjórnvöld hafi gert mistök og tekið slæmar ákvarðanir hvað lýtur að vistheimilunum. „Við hörmum þá ákvörðun stjórnvalda að hafa lagt niður unglingaheimilin sem gátu þegar mest lét, veitt allt að 50 unglingum meðferð í senn og á þann hátt létt miklu álagi af unglingunum, heimilum þeirra, skólum og samfélagi. Leiða má líkum að því að þau vandamál sem við er að etja í málefnum unglinga í dag væri viðráðanlegri ef þau sem stærstan vandann hafa fengju aðstoð af því tagi sem fannst á þessum heimilum.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Vistheimili Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Fleiri fréttir Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent