Dagbjört stendur við færsluna sem hún eyddi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. október 2024 18:52 Dagbjört segist standa við færsluna. Vísir/Vilhelm Dagbjört Hákonardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist standa við það sem hún sagði í færslu sem hún eyddi af samfélagsmiðlum um helgina. Hún segir þau hörðu viðbrögð sem færslan fékk einkennast af misskilningi og fréttaflutning af henni misvísandi. Dagbjört Hákonardóttir birti færslu á laugardaginn síðasta þar sem hún gerði athugasemd við ummæli Svandísar Svavarsdóttur, innviðaráðherra og formann Vinstri grænna. Ummæli ráðherrans voru á þann veg að það væri mennska fólgin í þeirri ákvörðun Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra, að hringja í Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra í því skyni að stöðva tilvonandi brottvísun Yazans Tamimi sem nú hefur hlotið alþjóðlega vernd á Íslandi. Færslan hafi eingöngu snúið að ummælum Svandísar Í færslunni segir Dagbjört það varhugavert að Svandís skuli setja það í jákvætt samhengi að ráðherra stígi inn í einstök mál út frá pólitískum þrýstingi. Hún líkir afskiptum Guðmundar Inga við Lekamálið, Ásmundarsalsmálið og söluna á hluta ríkisins í Íslandsbanka og segir málin eiga það öll sameiginlegt að ráðherrar hafi haft óeðlileg afskipti af stjórnsýslunni. Í samtali við fréttastofu áréttar Dagbjört að færslan hafi aðeins og einungis snúið að ummælum Svandísar og afskiptum félags- og vinnumarkaðsráðherra og engan veginn að máli Yazans Tamimi. „Ég er umfram allt mjög glöð yfir því að Yazan búi hér og hafi fengið fyrirsjáanleika í sitt líf. Ummælin snerust alls ekki að því,“ segir Dagbjört. Stendur við færsluna Hún segist standa við ummæli sín en segir að hún hafi fundið sig knúna til að eyða færslunni. „Það er ágætt að horfa til þess að ummælin sem voru látin þarna falla voru í fullkomnu ósamræmi við innihald og í staðinn fyrir að fara að svara hverjum og einum ákvað ég að best væri að láta kyrrt liggja. Ég tók mér dagskrárvald þarna,“ segir Dagbjört. Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mál Yazans Samfylkingin Hælisleitendur Vinstri græn Lögreglan Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Fleiri fréttir Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Sjá meira
Dagbjört Hákonardóttir birti færslu á laugardaginn síðasta þar sem hún gerði athugasemd við ummæli Svandísar Svavarsdóttur, innviðaráðherra og formann Vinstri grænna. Ummæli ráðherrans voru á þann veg að það væri mennska fólgin í þeirri ákvörðun Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra, að hringja í Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra í því skyni að stöðva tilvonandi brottvísun Yazans Tamimi sem nú hefur hlotið alþjóðlega vernd á Íslandi. Færslan hafi eingöngu snúið að ummælum Svandísar Í færslunni segir Dagbjört það varhugavert að Svandís skuli setja það í jákvætt samhengi að ráðherra stígi inn í einstök mál út frá pólitískum þrýstingi. Hún líkir afskiptum Guðmundar Inga við Lekamálið, Ásmundarsalsmálið og söluna á hluta ríkisins í Íslandsbanka og segir málin eiga það öll sameiginlegt að ráðherrar hafi haft óeðlileg afskipti af stjórnsýslunni. Í samtali við fréttastofu áréttar Dagbjört að færslan hafi aðeins og einungis snúið að ummælum Svandísar og afskiptum félags- og vinnumarkaðsráðherra og engan veginn að máli Yazans Tamimi. „Ég er umfram allt mjög glöð yfir því að Yazan búi hér og hafi fengið fyrirsjáanleika í sitt líf. Ummælin snerust alls ekki að því,“ segir Dagbjört. Stendur við færsluna Hún segist standa við ummæli sín en segir að hún hafi fundið sig knúna til að eyða færslunni. „Það er ágætt að horfa til þess að ummælin sem voru látin þarna falla voru í fullkomnu ósamræmi við innihald og í staðinn fyrir að fara að svara hverjum og einum ákvað ég að best væri að láta kyrrt liggja. Ég tók mér dagskrárvald þarna,“ segir Dagbjört.
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mál Yazans Samfylkingin Hælisleitendur Vinstri græn Lögreglan Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Fleiri fréttir Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Sjá meira