Enginn þingfundur í dag og óvissa um framhaldið Elín Margrét Böðvarsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 15. október 2024 08:02 Birgir Ármannsson, forseti Alþingis. Vísir/Vilhelm Þingfundur verður ekki á Alþingi í dag eins og gert hafði verið ráð fyrir og segir Birgir Ármannsson forseti Alþingis að það sé eðlilegt miðað við þær aðstæður sem nú eru uppi. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur nú ákveðið að biðjast lausnar fyrir sig og sitt ráðuneyti. Samkvæmt starfsáætlun Alþingis hefði þingfundur átt að fara fram í dag. Birgir mun halda á fund Höllu Tómasdóttur forseta Íslands núna klukkan níu þar sem hann mun ræða við forseta um stöðu mála. Í framhaldi af því má búast við að Bjarni fari aftur á fund forseta til að biðjast lausnar. Halla mun væntanlega síðan síðar í dag eða á morgun greina frá því hverjum hún felur að gegna forsætisráðherraembættinu. Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna lýsti því yfir í gærkvöldi að henni hugnist ekki að sitja í ríkisstjórn undir forsæti Sjálfstæðisflokksins, en sæi fyrir sér að Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins gæti leitt starfsstjórn fram að kosningum. Telja má líklegt að forseti fari þá leið en það er þó ekki öruggt. Forsetinn gæti einnig falið Bjarna að leiða slíka stjórn. Samkvæmt starfsáætlun var gert ráð fyrir þingfundum í dag, á morgun og á fimmtudaginn. Samkvæmt þeim upplýsingum sem nú fyrir liggja á vef Alþingis er stefnt að óundirbúnum fyrirspurnatíma í þinginu klukkan 10:30 á fimmtudaginn, 17. október, þar sem fyrir svörum eiga að sitja forsætisráðherra, innviðaráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, menningar- og viðskiptaráðherra, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og dómsmálaráðherra. Ætla má að það muni skýrast á næstunni hvert framhald þingstarfa verður í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi. Alþingi Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Þórdís gæti boðið sig fram í Kraganum Mögulegt er að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, bjóði sig fram í Suðvesturkjördæmi í yfirvofandi kosningum. Hún segist íhuga það alvarlega. 15. október 2024 08:40 Arndís Anna hyggst ekki bjóða sig fram aftur Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, hyggst ekki bjóða sig fram í komandi Alþingiskosningum. Hún segist þó ekki vera hætt að vinna með Pírötum. 14. október 2024 23:08 Sér Sigurð Inga alveg fyrir sér sem forsætisráðherra Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, telur að Bjarni Benediktsson ætti að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt, enda hafi hann og Sjálfstæðisflokkurinn gefist upp á verkefninu og yfirgefið ríkisstjórnina. Hún geti vel séð fyrir sér starfsstjórn Framsóknarflokks og Vinstri grænna fram að kosningum undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins. 14. október 2024 19:25 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Sjá meira
Birgir mun halda á fund Höllu Tómasdóttur forseta Íslands núna klukkan níu þar sem hann mun ræða við forseta um stöðu mála. Í framhaldi af því má búast við að Bjarni fari aftur á fund forseta til að biðjast lausnar. Halla mun væntanlega síðan síðar í dag eða á morgun greina frá því hverjum hún felur að gegna forsætisráðherraembættinu. Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna lýsti því yfir í gærkvöldi að henni hugnist ekki að sitja í ríkisstjórn undir forsæti Sjálfstæðisflokksins, en sæi fyrir sér að Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins gæti leitt starfsstjórn fram að kosningum. Telja má líklegt að forseti fari þá leið en það er þó ekki öruggt. Forsetinn gæti einnig falið Bjarna að leiða slíka stjórn. Samkvæmt starfsáætlun var gert ráð fyrir þingfundum í dag, á morgun og á fimmtudaginn. Samkvæmt þeim upplýsingum sem nú fyrir liggja á vef Alþingis er stefnt að óundirbúnum fyrirspurnatíma í þinginu klukkan 10:30 á fimmtudaginn, 17. október, þar sem fyrir svörum eiga að sitja forsætisráðherra, innviðaráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, menningar- og viðskiptaráðherra, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og dómsmálaráðherra. Ætla má að það muni skýrast á næstunni hvert framhald þingstarfa verður í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi.
Alþingi Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Þórdís gæti boðið sig fram í Kraganum Mögulegt er að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, bjóði sig fram í Suðvesturkjördæmi í yfirvofandi kosningum. Hún segist íhuga það alvarlega. 15. október 2024 08:40 Arndís Anna hyggst ekki bjóða sig fram aftur Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, hyggst ekki bjóða sig fram í komandi Alþingiskosningum. Hún segist þó ekki vera hætt að vinna með Pírötum. 14. október 2024 23:08 Sér Sigurð Inga alveg fyrir sér sem forsætisráðherra Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, telur að Bjarni Benediktsson ætti að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt, enda hafi hann og Sjálfstæðisflokkurinn gefist upp á verkefninu og yfirgefið ríkisstjórnina. Hún geti vel séð fyrir sér starfsstjórn Framsóknarflokks og Vinstri grænna fram að kosningum undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins. 14. október 2024 19:25 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Sjá meira
Þórdís gæti boðið sig fram í Kraganum Mögulegt er að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, bjóði sig fram í Suðvesturkjördæmi í yfirvofandi kosningum. Hún segist íhuga það alvarlega. 15. október 2024 08:40
Arndís Anna hyggst ekki bjóða sig fram aftur Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, hyggst ekki bjóða sig fram í komandi Alþingiskosningum. Hún segist þó ekki vera hætt að vinna með Pírötum. 14. október 2024 23:08
Sér Sigurð Inga alveg fyrir sér sem forsætisráðherra Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, telur að Bjarni Benediktsson ætti að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt, enda hafi hann og Sjálfstæðisflokkurinn gefist upp á verkefninu og yfirgefið ríkisstjórnina. Hún geti vel séð fyrir sér starfsstjórn Framsóknarflokks og Vinstri grænna fram að kosningum undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins. 14. október 2024 19:25