Fyrrum Stasímaður dæmdur fyrir fimmtíu ára gamalt morð Kjartan Kjartansson skrifar 15. október 2024 09:36 Naumann hylur andlit sitt í réttarsal í Berlín rétt áður en hann var dæmdur í tíu ára fangelsi í gær. AP/Sebastian Christoph Gollnow/dpa Áttræður fyrrverandi fulltrúi austurþýsku öryggislögreglunnar Stasí hefur verið dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að myrða pólskan mann sem reyndi að flýja til Vestur-Berlínar fyrir hálfri öld. Maðurinn var ákærður eftir rannsókn sagnfræðinga og pólskra yfirvalda. Saksóknarar í Berlín ákærðu Martin Manfred Naumann í fyrra fyrir morðið á Czeslaw Kukuczka. Stasímaðurinn var sakaður um að hafa skotið Kukuczka í bakið á Friedrichstrasse-lestarstöðinni í Berlín árið 1974. Stöðin var einnig landamærastöð á milli Austur- og Vestur-Berlínar. Kukuczka hafði farið inn í pólska sendiráðið með skjalatösku sem hann sagði að sprengja væri í og krafðist þess að honum yrði hleypt yfir landamærin til Vestur-Þýskalands. Austurþýsk stjórnvöld víggirtu landamæri Austur- og Vestur-Berlínar með rammgerðum múr, gaddavír og vopnuðum vörðum sem hikuðu ekki við að skjóta þá til bana sem reyndu að flýja helsið í kommúnistaríkinu. Hópur skólabarna varð vitni að morðinu Öryggislögreglan Stasí gaf Kukuczka, sem var þriggja barna faðir og slökkviliðsmaður, vegabréfsáritun, vesturþýsk mörk og fylgdi honum á lestarstöðina. Áður en Kukuczka komst yfir landamærin var hann skotinn í bakið. Hópur skólabarna í Vestur-Þýskalandi varð vitni að morðinu. Kona sem var í þeim hópi bar meðal annars vitni við réttarhöldin nú, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Stasí eyddi öllum gögnum um málið áður en Þýskaland var sameinað árið 1990. Sagnfræðingum tókst hins vegar að hafa upp á tengdum skjölum í safni Stasí og endurheimta skjöl sem höfðu verið tætt. Pólsk yfirvöld gáfu út handtökuskipun á hendur Naumann árið 2021. Naumann hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu. Engar sannanir séu fyrir því að hann hafi myrt Kukuczka. Fjölskylda Kukuczka var aldrei greint frá örlögum hans formlega. Hún fékk ösku hans senda nokkrum vikum eftir að hann var myrtur. Þýskaland Erlend sakamál Pólland Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Saksóknarar í Berlín ákærðu Martin Manfred Naumann í fyrra fyrir morðið á Czeslaw Kukuczka. Stasímaðurinn var sakaður um að hafa skotið Kukuczka í bakið á Friedrichstrasse-lestarstöðinni í Berlín árið 1974. Stöðin var einnig landamærastöð á milli Austur- og Vestur-Berlínar. Kukuczka hafði farið inn í pólska sendiráðið með skjalatösku sem hann sagði að sprengja væri í og krafðist þess að honum yrði hleypt yfir landamærin til Vestur-Þýskalands. Austurþýsk stjórnvöld víggirtu landamæri Austur- og Vestur-Berlínar með rammgerðum múr, gaddavír og vopnuðum vörðum sem hikuðu ekki við að skjóta þá til bana sem reyndu að flýja helsið í kommúnistaríkinu. Hópur skólabarna varð vitni að morðinu Öryggislögreglan Stasí gaf Kukuczka, sem var þriggja barna faðir og slökkviliðsmaður, vegabréfsáritun, vesturþýsk mörk og fylgdi honum á lestarstöðina. Áður en Kukuczka komst yfir landamærin var hann skotinn í bakið. Hópur skólabarna í Vestur-Þýskalandi varð vitni að morðinu. Kona sem var í þeim hópi bar meðal annars vitni við réttarhöldin nú, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Stasí eyddi öllum gögnum um málið áður en Þýskaland var sameinað árið 1990. Sagnfræðingum tókst hins vegar að hafa upp á tengdum skjölum í safni Stasí og endurheimta skjöl sem höfðu verið tætt. Pólsk yfirvöld gáfu út handtökuskipun á hendur Naumann árið 2021. Naumann hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu. Engar sannanir séu fyrir því að hann hafi myrt Kukuczka. Fjölskylda Kukuczka var aldrei greint frá örlögum hans formlega. Hún fékk ösku hans senda nokkrum vikum eftir að hann var myrtur.
Þýskaland Erlend sakamál Pólland Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira