Stefnir á að sækjast eftir embætti rektors Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. október 2024 11:56 Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, hefur margoft sést á skjánum, oft í tengslum við umræðu um bandarísk stjórnmál. Vísir/Einar Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, gerir ráð fyrir að sækjast eftir embætti rektors Háskóla Íslands. Rektor er skipaður til fimm ára í senn en Jón Atli Benediktsson, núverandi rektor, var fyrst kjörinn í embættið árið 2015 og tók við starfi 1. júlí sama ár. Hann var endurskipaður rektor árið 2020 og hefur því bráðum gegnt embættinu í tíu ár. Jón Atli hyggst ekki sækjast áfram eftir embættinu þegar skipunartíma hans lýkur næsta sumar. „Mér finnst það mjög líklegt alla veganna,“ segir Silja Bára spurð hvort hún hyggist sækja um embættið, en Mannlíf greindi fyrst frá. Ekki er enn búið að auglýsa starfið en þess má vænta að það verði gert í desember. „Það er svona rúmt ár síðan fólk byrjaði að hvetja mig til þess að gera þetta,“ segir Silja Bára sem gerir fastlega ráð fyrir að sækjast eftir embættinu. „Ég ætla ekkert að neita því. Ég er að hugsa um þetta og að óbreyttu þá mun ég sækja um þetta,“ segir Silja Bára. Silja Bára hefur vikið af fundum þar sem fjallað er um ráðningu rektor til að gera sig ekki vanhæfa þar sem hún hefur hug á að sækja um embættið, en Silja Bára er aðalmaður í Háskólaráði HÍ. Rektorskjör fyrir tímabilið 1. júlí til 30. júní 2030 var til umfjöllunar á fundi Háskólaráðs þann 3. október. Jón Atli Benediktsson segir í samtali við fréttastofu að hann hyggist láta gott heita og og muni ekki sækjast aftur eftir embættinu. „Ég er bara ánægður með þessi ár. Þetta er búinn að vera yndislegur tími og verður bara gott að fá nýtt fólk,“ segir Jón Atli. Hann gerir ráð fyrir að snúa að fullum krafti aftur til fyrri starfa við háskólann, en hann er sérfræðingur í rafmangsverkfræði og hefur aðstoðað við rannsóknarverkefni samhliða störfum rektors. Þá tekur hann þátt í undirbúningi stórrar ráðstefnu á sviði fjarkönnunar sem fram fer á Íslandi árið 2027 svo það er ýmislegt framundan hjá Jóni Atla sem kveðst enn hafa mikla ástríðu fyrir vísindastarfinu. Embættið auglýst um miðjan desember Samkvæmt lögum um opinbera háskóla skipar ráðherra rektor til fimm ára samkvæmt tilnefningu háskólaráðs, en ráðið setur reglur um tilnefningu rektors og er hefð fyrir því að kjör fari fram í embættið líkt og reglur háskólans gera ráð fyrir. Háskólaráð skal auglýsa embætti rektors laust til umsóknar fyrir miðjan desember á því háskólaári sem skipunartímabili sitjandi rektors lýkur og skal umsóknarfrestur vera fjórar vikur að því er segir í reglum háskólans. Rektor er formaður háskólaráðs, yfirmaður stjórnsýslu háskólans og æðsti fulltrúi hans gagnvart mönnum og stofnunum innan háskólans og utan hans. Hlutverk rektors er skýrt í lögum en hann stýrir meðal annars starfsemi háskólans og hefur frumkvæði að því að háskólaráð marki sér heildarstefnu í málefnum skólans. Þá ber rektor ábyrgð á og hefur eftirlit með allri starfsemi háskólans. Fréttin hefur verið uppfærð. Háskólar Stjórnsýsla Skóla- og menntamál Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
„Mér finnst það mjög líklegt alla veganna,“ segir Silja Bára spurð hvort hún hyggist sækja um embættið, en Mannlíf greindi fyrst frá. Ekki er enn búið að auglýsa starfið en þess má vænta að það verði gert í desember. „Það er svona rúmt ár síðan fólk byrjaði að hvetja mig til þess að gera þetta,“ segir Silja Bára sem gerir fastlega ráð fyrir að sækjast eftir embættinu. „Ég ætla ekkert að neita því. Ég er að hugsa um þetta og að óbreyttu þá mun ég sækja um þetta,“ segir Silja Bára. Silja Bára hefur vikið af fundum þar sem fjallað er um ráðningu rektor til að gera sig ekki vanhæfa þar sem hún hefur hug á að sækja um embættið, en Silja Bára er aðalmaður í Háskólaráði HÍ. Rektorskjör fyrir tímabilið 1. júlí til 30. júní 2030 var til umfjöllunar á fundi Háskólaráðs þann 3. október. Jón Atli Benediktsson segir í samtali við fréttastofu að hann hyggist láta gott heita og og muni ekki sækjast aftur eftir embættinu. „Ég er bara ánægður með þessi ár. Þetta er búinn að vera yndislegur tími og verður bara gott að fá nýtt fólk,“ segir Jón Atli. Hann gerir ráð fyrir að snúa að fullum krafti aftur til fyrri starfa við háskólann, en hann er sérfræðingur í rafmangsverkfræði og hefur aðstoðað við rannsóknarverkefni samhliða störfum rektors. Þá tekur hann þátt í undirbúningi stórrar ráðstefnu á sviði fjarkönnunar sem fram fer á Íslandi árið 2027 svo það er ýmislegt framundan hjá Jóni Atla sem kveðst enn hafa mikla ástríðu fyrir vísindastarfinu. Embættið auglýst um miðjan desember Samkvæmt lögum um opinbera háskóla skipar ráðherra rektor til fimm ára samkvæmt tilnefningu háskólaráðs, en ráðið setur reglur um tilnefningu rektors og er hefð fyrir því að kjör fari fram í embættið líkt og reglur háskólans gera ráð fyrir. Háskólaráð skal auglýsa embætti rektors laust til umsóknar fyrir miðjan desember á því háskólaári sem skipunartímabili sitjandi rektors lýkur og skal umsóknarfrestur vera fjórar vikur að því er segir í reglum háskólans. Rektor er formaður háskólaráðs, yfirmaður stjórnsýslu háskólans og æðsti fulltrúi hans gagnvart mönnum og stofnunum innan háskólans og utan hans. Hlutverk rektors er skýrt í lögum en hann stýrir meðal annars starfsemi háskólans og hefur frumkvæði að því að háskólaráð marki sér heildarstefnu í málefnum skólans. Þá ber rektor ábyrgð á og hefur eftirlit með allri starfsemi háskólans. Fréttin hefur verið uppfærð.
Háskólar Stjórnsýsla Skóla- og menntamál Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira