Kveiktu í dansgólfinu í Iðnó Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 16. október 2024 13:03 Það var gríðarlegt stuð á svokölluðu Street dans einvígi í Iðnó. Aðsend Dansstemningin var engri lík þegar árlega dans-„battlið“ Street dans einvígið fór fram í byrjun október. Hæfileikaríkir dansarar léku listir sínar fyrir húsfylli í Iðnó en Brynja Péturs hefur haldið keppnina árlega frá árinu 2012. Keppnin er sú eina sinnar tegundar á Íslandi opin öllum „street“ dönsurum á framhaldsstigi. „Þarna koma allar kynslóðir saman en keppendur í gær voru á aldrinum fjórtán til fjörutíu ára, dansinn er áhugamál sem eldist vel. Street dans er jaðarmenning og senan er lítil en sterk og hefur mikil áhrif í kringum sig sem berst til mörg hundrað nemenda okkar ár hvert. Við flytjum inn einn vinsælasta „battle“ plötusnúð í Evrópu, DJ Stew, sem hefur spilað á einhverjum stærstu Street dansviðburðum heims og hefur verið mér innan handar í átta ár við uppbyggingu einvígisins,“ segir Brynja. Fjöldi fólks mætti í einvígið í Iðnó sem Dansskóli Brynju Péturs stóð fyrir.Aðsend Keppt var í hópaflokki þar sem tveir til fimm dansarar mættu með frumsamin atriði og eina skilyrðið var að nýta einn eða fleiri Street dansstíla. Þar sigruðu þær Kristín Hallbera Þórhallsdóttir og Emilía Björt Böðvarsdóttir. Það var mikil og töff stemning í Iðnó.Aðsend „Næst voru það böttlin sjálf, einvígin, þar sem allir þátttakendur fóru á gólfið og dönsuðu frjálst öll saman á meðan dómarar völdu efstu átta dansarana sem fóru áfram í hvert battl fyrir sig. Tveir dansarar mættust svo í einum til tveimur umferðum af 40-60 sekúndna einvígum þar til einn stendur eftir sem sigurvegari kvöldsins. Í böttlunum stjórnar plötusnúðurinn tónlistinni og spilar eftir eyranu, ekkert er ákveðið fyrirfram og dansarar bregðast við því sem þau heyra. Stundum þekkja þau lögin og stundum ekki. Svona er þetta á klúbbunum þar sem stílarnir verða til og svona gerum við þetta þegar við keppum, eða réttara sagt böttlum. Fjöldi umferða og lengd breytist frá topp átta yfir í topp tvo, því við viljum oft sjá meira frá dönsurum þegar lengra er komið. Þau fengu einnig þemu sem þau þurftu að vinna með á einhverjum tímapunkti í hverju battli og voru þau allt frá neðansjávar þema yfir í ferðalag.“ Sigurvegararnir í skýjunum!Aðsend Sigurvegarar kvöldsins voru eftirfarandi háð dansstíl: Í Hiphop: Kristín Hallbera Þórhallsdóttir „Kristín Hallbera hefur dansað hjá Dans Brynju Péturs í rúmlega tíu ár þó hún sé einungis átján ára. Hún er núna í Versló og kennir hjá okkur en hún hefur lært hjá frumkvöðlum og helstu áhrifavöldum Street dansstílanna frá New York bæði hér á Íslandi því þeir mæta hingað reglulega og í New York þar sem hún er farin að læra í mekkanu árlega.“ „Aþena kom eins og þruma inn í samfélagið okkar með bakgrunn erlendis frá og hefur æft Waacking í mörg ár, hún glæðir alltaf battl viðburðina okkar lífi með sinni gullfallegu viðveru en tóneyrað hennar og túlkun hefur heillað öll sem sjá hana dansa. Aþena hefur verið í efstu sætunum í flest öllum böttlum sem hún tekur þátt í.“ Í Waacking: Aþena Þórðardóttir Hér má sjá myndband af Aþenu í Iðnó: „Max flúði til Íslands frá Úkraínu fyrir nokkrum árum síðan og við erum þakklát fyrir hans nærveru í danssenunni hér því hann býr að mikilli þekkingu í Popping stílnum, bæði pedagógískt og menningarlega. Hann hefur lært um alla Evrópu og í Asíu og verið duglegur að battla og koma sér áfram, hann er hvalreki hér og gæðir senuna okkar miklu lífi.“ Í Popping: Max Honcharenko Hér má sjá myndband af Max í Iðnó: Í All Styles 7 to Smoke: Kristín Hallbera Þórhallsdóttir „Emilía sem vann hópakeppnina með Kristínu hefur einnig dansað hjá Dans Brynju Péturs í rúmlega tíu ár og lært hjá öllum þeim stóru nöfnum sem hafa kennt hér ásamt því að keppa erlendis síðan 2019. Emilía er ein af þessum dönsurum sem á mikið inni og kemur stanslaust á óvart,“ segir Brynja að lokum. Dans Menning Reykjavík Mest lesið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Leikjavísir Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Tíska og hönnun Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira
Keppnin er sú eina sinnar tegundar á Íslandi opin öllum „street“ dönsurum á framhaldsstigi. „Þarna koma allar kynslóðir saman en keppendur í gær voru á aldrinum fjórtán til fjörutíu ára, dansinn er áhugamál sem eldist vel. Street dans er jaðarmenning og senan er lítil en sterk og hefur mikil áhrif í kringum sig sem berst til mörg hundrað nemenda okkar ár hvert. Við flytjum inn einn vinsælasta „battle“ plötusnúð í Evrópu, DJ Stew, sem hefur spilað á einhverjum stærstu Street dansviðburðum heims og hefur verið mér innan handar í átta ár við uppbyggingu einvígisins,“ segir Brynja. Fjöldi fólks mætti í einvígið í Iðnó sem Dansskóli Brynju Péturs stóð fyrir.Aðsend Keppt var í hópaflokki þar sem tveir til fimm dansarar mættu með frumsamin atriði og eina skilyrðið var að nýta einn eða fleiri Street dansstíla. Þar sigruðu þær Kristín Hallbera Þórhallsdóttir og Emilía Björt Böðvarsdóttir. Það var mikil og töff stemning í Iðnó.Aðsend „Næst voru það böttlin sjálf, einvígin, þar sem allir þátttakendur fóru á gólfið og dönsuðu frjálst öll saman á meðan dómarar völdu efstu átta dansarana sem fóru áfram í hvert battl fyrir sig. Tveir dansarar mættust svo í einum til tveimur umferðum af 40-60 sekúndna einvígum þar til einn stendur eftir sem sigurvegari kvöldsins. Í böttlunum stjórnar plötusnúðurinn tónlistinni og spilar eftir eyranu, ekkert er ákveðið fyrirfram og dansarar bregðast við því sem þau heyra. Stundum þekkja þau lögin og stundum ekki. Svona er þetta á klúbbunum þar sem stílarnir verða til og svona gerum við þetta þegar við keppum, eða réttara sagt böttlum. Fjöldi umferða og lengd breytist frá topp átta yfir í topp tvo, því við viljum oft sjá meira frá dönsurum þegar lengra er komið. Þau fengu einnig þemu sem þau þurftu að vinna með á einhverjum tímapunkti í hverju battli og voru þau allt frá neðansjávar þema yfir í ferðalag.“ Sigurvegararnir í skýjunum!Aðsend Sigurvegarar kvöldsins voru eftirfarandi háð dansstíl: Í Hiphop: Kristín Hallbera Þórhallsdóttir „Kristín Hallbera hefur dansað hjá Dans Brynju Péturs í rúmlega tíu ár þó hún sé einungis átján ára. Hún er núna í Versló og kennir hjá okkur en hún hefur lært hjá frumkvöðlum og helstu áhrifavöldum Street dansstílanna frá New York bæði hér á Íslandi því þeir mæta hingað reglulega og í New York þar sem hún er farin að læra í mekkanu árlega.“ „Aþena kom eins og þruma inn í samfélagið okkar með bakgrunn erlendis frá og hefur æft Waacking í mörg ár, hún glæðir alltaf battl viðburðina okkar lífi með sinni gullfallegu viðveru en tóneyrað hennar og túlkun hefur heillað öll sem sjá hana dansa. Aþena hefur verið í efstu sætunum í flest öllum böttlum sem hún tekur þátt í.“ Í Waacking: Aþena Þórðardóttir Hér má sjá myndband af Aþenu í Iðnó: „Max flúði til Íslands frá Úkraínu fyrir nokkrum árum síðan og við erum þakklát fyrir hans nærveru í danssenunni hér því hann býr að mikilli þekkingu í Popping stílnum, bæði pedagógískt og menningarlega. Hann hefur lært um alla Evrópu og í Asíu og verið duglegur að battla og koma sér áfram, hann er hvalreki hér og gæðir senuna okkar miklu lífi.“ Í Popping: Max Honcharenko Hér má sjá myndband af Max í Iðnó: Í All Styles 7 to Smoke: Kristín Hallbera Þórhallsdóttir „Emilía sem vann hópakeppnina með Kristínu hefur einnig dansað hjá Dans Brynju Péturs í rúmlega tíu ár og lært hjá öllum þeim stóru nöfnum sem hafa kennt hér ásamt því að keppa erlendis síðan 2019. Emilía er ein af þessum dönsurum sem á mikið inni og kemur stanslaust á óvart,“ segir Brynja að lokum.
Dans Menning Reykjavík Mest lesið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Leikjavísir Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Tíska og hönnun Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira