Liljan er vinsælasta lagið á Dalvík Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. október 2024 09:04 Það er alltaf mjög góð þátttaka í söngstundunum á Dalbæ enda skemmtileg hefð á heimilinu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eitt það allra skemmtilegasta sem heimilisfólkið á hjúkrunarheimilinu Dalbæ á Dalvík gerir er að taka þátt í söngstund einu sinni viku þar sem allir syngja með sínu nefi og njóta lífsins og samverunnar við hvert annað um leið. Það var yndislegt að fá að taka þátt í söngstund á Dalbæ þar sem fólkið er með sína söngbók og svo er bara sungið og sungið, stundum með undirspili og stundum hópurinn saman án undirspils. Starfsfólkið hefur ekki síður gaman af þessum stundum. Þetta gefur fólkinu greinilega mikið? „Já, mjög mikið, það eru alltaf allir mjög mikið brosandi, sem koma. Það er kaffi beint eftir söngstundina og það eru allir mjög mikið brosandi eftir þetta. Það er alltaf full stofan, allir að syngja með,” segir Selma Rut Guðmundsdóttir, starfsmaður á Dalbæ. Selma Rut Guðmundsdóttir, starfsmaður á Dalbæ, sem segir söngstundirnar gefa fólkinu mikið á heimilinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvað segir þú, er ekki gaman hér í söngstundinni ? „Jú, jú, þetta er mjög gaman, við erum að syngja allt mögulegt upp úr þessari bók,” segir Ástdís Lilja Óskarsdóttir heimilismaður á Dalbæ en hún frá Kóngsstöðum í Skíðadal . Ástdís Lilja Óskarsdóttir, heimilismaður á Dalbæ en hún frá Kóngsstöðum í Skíðadal og tekur alltaf þátt í söngstundinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eins og gefur að skilja heyrist mis vel í söngfólkinu, sumir beita sér mjög mikið á meðan aðrir eru rólegri. Og þú syngur manna hæst eða hvað? „Já, ég geri það, þessa rödd fékk hjá föður mínum. Það er alltaf gaman að syngja, ég bíð eftir þessum stundum,” segir Þóra Jóna Finnsdóttir íbúi á Dalvík, sem er í dagdvöl á Dalbæ. Þóra Jóna Finnsdóttir íbúi á Dalvík, sem er í dagdvöl á Dalbæ og bíður alltaf eftir söngstundinni í hverri viku enda að syngja er það skemmtilegasta sem hún gerir.Magnús Hlynur Hreiðarsson En rétt að skjóta inn í ótengt söngnum, veðurklúbburinn á Dalbæ er örugglega langþekktasti veðurklúbbur landsins og þó víðar væri leitað en klúbburinn spáði einmitt í lok sumars góðu hausti og vetri fram að jólum, að það virðist allt vera að rætast. „Það er nú ótrúlega oft, sem þau eru glúrin og kemur eitthvað skemmtilegt frá þeim en þau verða líka spæld þegar spáin rætist illa,” segir Elísa Rán Ingvarsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri á Dalbæ. Elísa Rán Ingvarsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri á Dalbæ.Magnús Hlynur Hreiðarsson En aftur að sönghópnum, ef eitthvað lag er vinsælt á Dalbæ þá er það Liljan, það er sungið á hverri einustu söngstund. Dalvíkurbyggð Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Menning Tónlist Mest lesið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Melanie Watson er látin Lífið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Lífið Fleiri fréttir Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Sjá meira
Það var yndislegt að fá að taka þátt í söngstund á Dalbæ þar sem fólkið er með sína söngbók og svo er bara sungið og sungið, stundum með undirspili og stundum hópurinn saman án undirspils. Starfsfólkið hefur ekki síður gaman af þessum stundum. Þetta gefur fólkinu greinilega mikið? „Já, mjög mikið, það eru alltaf allir mjög mikið brosandi, sem koma. Það er kaffi beint eftir söngstundina og það eru allir mjög mikið brosandi eftir þetta. Það er alltaf full stofan, allir að syngja með,” segir Selma Rut Guðmundsdóttir, starfsmaður á Dalbæ. Selma Rut Guðmundsdóttir, starfsmaður á Dalbæ, sem segir söngstundirnar gefa fólkinu mikið á heimilinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvað segir þú, er ekki gaman hér í söngstundinni ? „Jú, jú, þetta er mjög gaman, við erum að syngja allt mögulegt upp úr þessari bók,” segir Ástdís Lilja Óskarsdóttir heimilismaður á Dalbæ en hún frá Kóngsstöðum í Skíðadal . Ástdís Lilja Óskarsdóttir, heimilismaður á Dalbæ en hún frá Kóngsstöðum í Skíðadal og tekur alltaf þátt í söngstundinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eins og gefur að skilja heyrist mis vel í söngfólkinu, sumir beita sér mjög mikið á meðan aðrir eru rólegri. Og þú syngur manna hæst eða hvað? „Já, ég geri það, þessa rödd fékk hjá föður mínum. Það er alltaf gaman að syngja, ég bíð eftir þessum stundum,” segir Þóra Jóna Finnsdóttir íbúi á Dalvík, sem er í dagdvöl á Dalbæ. Þóra Jóna Finnsdóttir íbúi á Dalvík, sem er í dagdvöl á Dalbæ og bíður alltaf eftir söngstundinni í hverri viku enda að syngja er það skemmtilegasta sem hún gerir.Magnús Hlynur Hreiðarsson En rétt að skjóta inn í ótengt söngnum, veðurklúbburinn á Dalbæ er örugglega langþekktasti veðurklúbbur landsins og þó víðar væri leitað en klúbburinn spáði einmitt í lok sumars góðu hausti og vetri fram að jólum, að það virðist allt vera að rætast. „Það er nú ótrúlega oft, sem þau eru glúrin og kemur eitthvað skemmtilegt frá þeim en þau verða líka spæld þegar spáin rætist illa,” segir Elísa Rán Ingvarsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri á Dalbæ. Elísa Rán Ingvarsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri á Dalbæ.Magnús Hlynur Hreiðarsson En aftur að sönghópnum, ef eitthvað lag er vinsælt á Dalbæ þá er það Liljan, það er sungið á hverri einustu söngstund.
Dalvíkurbyggð Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Menning Tónlist Mest lesið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Melanie Watson er látin Lífið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Lífið Fleiri fréttir Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein