Hörð barátta um markvarðarstöðuna: „Er spennt að fara inn í þessa samkeppni“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. október 2024 08:31 Íslenska landsliðið er vel sett með markverði. vísir/anton/getty Cecilíu Rán Rúnarsdóttur klæjar í fingurna að spila aftur með íslenska landsliðinu og er klár í samkeppnina um markvarðastöðuna þar. Hún segir að Íslendingar stefni hátt á Evrópumótinu í Sviss á næsta ári. Cecilía lék síðast með landsliðinu gegn Austurríki í júlí í fyrra. Hún missti af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla á hné en er komin aftur á ferðina og hefur byrjað lánsdvöl sína hjá Inter á Ítalíu vel. Cecilíu þyrstir í að spila aftur með íslenska landsliðinu en framundan hjá því eru tveir vináttuleikir gegn Ólympíumeisturum Bandaríkjanna. „Auðvitað, það er alltaf stolt sem fylgir því að spila fyrir íslenska landsliðið og það er alltaf eitthvað sérstakt. Vonandi fær maður tækifæri í þessum tveimur leikjum,“ sagði Cecilía í samtali við Vísi. Eftir að Sandra Sigurðardóttir hætti vorið 2023 spilaði Telma Ívarsdóttir næstu landsleiki. Fanney Inga Birkisdóttir stökk svo eftirminnilega fram á sjónarsviðið í sigrinum gegn Dönum ytra og virðist vera markvörður númer eitt eins og sakir standa. Cecilía segist vera tilbúin í samkeppnina við þær Fanneyju og Telmu. Erfitt að horfa á í sjónvarpinu „Telma spilaði ótrúlega vel þegar hún fékk tækifærið og svo greip Fanney það líka þegar hún fékk það. Það er ekki gaman að horfa á landsliðið spila í sjónvarpinu en gaman að sjá hversu vel þær stóðu sig. Ég er spennt að fara inn í þessa samkeppni og reyna að grípa mitt tækifæri,“ sagði Cecilía. „Stór ástæða þess að ég vildi fara á lán var út af Evrópumótinu næsta sumar. Mér finnst mikilvægt að ég fari að spila og ef ég stend mig vel verður vonandi tekið eftir því. Ég hugsað svo að ég hefði líka tekið þessa ákvörðun þótt EM væri ekki næsta sumar en það er auka bónus að fara núna til að spila til að eiga meiri möguleika á að komast í hóp og vonandi að spila.“ Cecilía segir íslenska liðið ætla að gera sig gildandi á EM á næsta ári og gera betur en á síðasta móti, fyrir tveimur árum. „Við vorum taplausar á síðasta Evrópumóti og það var ótrúlega svekkjandi að fara ekki upp úr riðlinum. Auðvitað viljum við gera það núna. Ég held að með liðið okkar og einstaklingana sem við erum með og það sem þeir eru að gera núna úti í heimi getum við náð eins langt og við viljum,“ sagði Cecilía að lokum. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Vélmennið leiðir Opna breska Golf Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Cecilía lék síðast með landsliðinu gegn Austurríki í júlí í fyrra. Hún missti af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla á hné en er komin aftur á ferðina og hefur byrjað lánsdvöl sína hjá Inter á Ítalíu vel. Cecilíu þyrstir í að spila aftur með íslenska landsliðinu en framundan hjá því eru tveir vináttuleikir gegn Ólympíumeisturum Bandaríkjanna. „Auðvitað, það er alltaf stolt sem fylgir því að spila fyrir íslenska landsliðið og það er alltaf eitthvað sérstakt. Vonandi fær maður tækifæri í þessum tveimur leikjum,“ sagði Cecilía í samtali við Vísi. Eftir að Sandra Sigurðardóttir hætti vorið 2023 spilaði Telma Ívarsdóttir næstu landsleiki. Fanney Inga Birkisdóttir stökk svo eftirminnilega fram á sjónarsviðið í sigrinum gegn Dönum ytra og virðist vera markvörður númer eitt eins og sakir standa. Cecilía segist vera tilbúin í samkeppnina við þær Fanneyju og Telmu. Erfitt að horfa á í sjónvarpinu „Telma spilaði ótrúlega vel þegar hún fékk tækifærið og svo greip Fanney það líka þegar hún fékk það. Það er ekki gaman að horfa á landsliðið spila í sjónvarpinu en gaman að sjá hversu vel þær stóðu sig. Ég er spennt að fara inn í þessa samkeppni og reyna að grípa mitt tækifæri,“ sagði Cecilía. „Stór ástæða þess að ég vildi fara á lán var út af Evrópumótinu næsta sumar. Mér finnst mikilvægt að ég fari að spila og ef ég stend mig vel verður vonandi tekið eftir því. Ég hugsað svo að ég hefði líka tekið þessa ákvörðun þótt EM væri ekki næsta sumar en það er auka bónus að fara núna til að spila til að eiga meiri möguleika á að komast í hóp og vonandi að spila.“ Cecilía segir íslenska liðið ætla að gera sig gildandi á EM á næsta ári og gera betur en á síðasta móti, fyrir tveimur árum. „Við vorum taplausar á síðasta Evrópumóti og það var ótrúlega svekkjandi að fara ekki upp úr riðlinum. Auðvitað viljum við gera það núna. Ég held að með liðið okkar og einstaklingana sem við erum með og það sem þeir eru að gera núna úti í heimi getum við náð eins langt og við viljum,“ sagði Cecilía að lokum.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Vélmennið leiðir Opna breska Golf Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira