Skotar stöðvuðu Ronaldo og Eriksen tryggði Dönum stig Sindri Sverrisson skrifar 15. október 2024 20:48 Christian Eriksen skoraði og lagði upp fyrir Danmörku í Sviss í kvöld. Getty/Daniela Porcelli Evrópumeistarar Spánar eru komnir með þriggja stiga forskot á Dani á toppi 4. riðils A-deildar Þjóðadeildarinnar í fótbolta eftir leiki kvöldsins. Cristiano Ronaldo og félagar í Portúgal eru ekki lengur með fullt hús stiga. Spánn vann öruggan 3-0 sigur gegn Serbíu á heimavelli í kvöld, þar sem Aymeric Laporte skoraði strax á fimmtu mínútu og þeir Álvaro Morata og Álex Baena skoruðu í seinni hálfleiknum. Mark Baena kom beint úr aukaspyrnu sem dæmd var á 76. mínútu, þegar Strahinja Pavlovic braut af sér og fékk að líta rauða spjaldið. Í hinum leik 4. riðils gerðu Sviss og Danmörk 2-2 jafntefli þar sem Svisslendingar komust í tvígang yfir. Christian Eriksen lagði upp fyrra jöfnunarmark Dana fyrir Gustav Isaksen, leikmann Lazio, sem þar með skoraði í sínum fyrsta byrjunarliðsleik fyrir Danmörku. Eriksen skoraði svo sjálfur seinna jöfnunarmarkið eftir frábæran undirbúning Pierre-Emile Höjbjerg. Spánn er því með tíu stig í efsta sæti riðilsins, Danmörk með sjö, Serbía fjögur og Sviss fékk sitt fyrsta stig í kvöld. Cristiano Ronaldo er orðinn vanur því að misgáfaðir menn reyni að ná af honum mynd, eins og gerðist í leiknum við Skotland á Hampden Park í Glasgow í kvöld.Getty/Andrew Milligan Portúgal áfram á toppnum Í 1. riðli náðu Skotar í sitt fyrsta stig en þeim tókst að koma í veg fyrir að Cristiano Ronaldo og félagar í Portúgal skoruðu í kvöld, í markalausu jafntefli. Portúgal hafði unnið fyrstu þrjá leiki sína og er enn efst í riðlinum, nú með tíu stig, þremur stigum á undan Króatíu sem gerði 3-3 jafntefli við Pólland á útivelli. Króatar lentu undir snemma leiks en komust í 3-1 tuttugu mínútum síðar. Pólverjum tókst hins vegar að minnka muninn rétt fyrir hálfleik og Sebastian Szymanski tryggði þeim stig með marki á 68. mínútu. Dominik Livakovic, markvörður Króata, fékk að líta rauða spjaldið á 76. mínútu en Pólverjum tókst ekki að nýta sér það til að finna sigurmark. Þeir eru því með fjögur stig, í þriðja sæti riðilsins. Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira
Spánn vann öruggan 3-0 sigur gegn Serbíu á heimavelli í kvöld, þar sem Aymeric Laporte skoraði strax á fimmtu mínútu og þeir Álvaro Morata og Álex Baena skoruðu í seinni hálfleiknum. Mark Baena kom beint úr aukaspyrnu sem dæmd var á 76. mínútu, þegar Strahinja Pavlovic braut af sér og fékk að líta rauða spjaldið. Í hinum leik 4. riðils gerðu Sviss og Danmörk 2-2 jafntefli þar sem Svisslendingar komust í tvígang yfir. Christian Eriksen lagði upp fyrra jöfnunarmark Dana fyrir Gustav Isaksen, leikmann Lazio, sem þar með skoraði í sínum fyrsta byrjunarliðsleik fyrir Danmörku. Eriksen skoraði svo sjálfur seinna jöfnunarmarkið eftir frábæran undirbúning Pierre-Emile Höjbjerg. Spánn er því með tíu stig í efsta sæti riðilsins, Danmörk með sjö, Serbía fjögur og Sviss fékk sitt fyrsta stig í kvöld. Cristiano Ronaldo er orðinn vanur því að misgáfaðir menn reyni að ná af honum mynd, eins og gerðist í leiknum við Skotland á Hampden Park í Glasgow í kvöld.Getty/Andrew Milligan Portúgal áfram á toppnum Í 1. riðli náðu Skotar í sitt fyrsta stig en þeim tókst að koma í veg fyrir að Cristiano Ronaldo og félagar í Portúgal skoruðu í kvöld, í markalausu jafntefli. Portúgal hafði unnið fyrstu þrjá leiki sína og er enn efst í riðlinum, nú með tíu stig, þremur stigum á undan Króatíu sem gerði 3-3 jafntefli við Pólland á útivelli. Króatar lentu undir snemma leiks en komust í 3-1 tuttugu mínútum síðar. Pólverjum tókst hins vegar að minnka muninn rétt fyrir hálfleik og Sebastian Szymanski tryggði þeim stig með marki á 68. mínútu. Dominik Livakovic, markvörður Króata, fékk að líta rauða spjaldið á 76. mínútu en Pólverjum tókst ekki að nýta sér það til að finna sigurmark. Þeir eru því með fjögur stig, í þriðja sæti riðilsins.
Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira