Sir Alex bannað að fara inn í klefann eftir leiki Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. október 2024 10:03 Sir Alex Ferguson stýrði Manchester United á árunum 1986-2013. Á þeim tíma vann liðið 38 titla. getty/James Gill Forráðamenn Manchester United hafa bannað Sir Alex Ferguson, sigursælasta knattspyrnustjóra í sögu félagsins, og öðrum í fótboltastjórn þess að fara inn í búningsklefann á Old Trafford eftir leiki. Í gær var greint frá því að nýir minnihlutaeigendur United, INEOS sem Íslandsvinurinn Sir James Ratcliffe er í forsvari fyrir, hafi sagt upp samningi Fergusons við félagið. Síðan Skotinn hætti sem stjóri United 2013 hefur hann verið sendiherra og stjórnandi hjá félaginu og var vel launaður sem slíkur. Ratcliffe og félagar ákváðu hins vegar að segja manninum sem vann 38 titla á 26 árum hjá United upp. Ekki nóg með að Ferguson hafi svo gott sem verið rekinn frá United þá má hann ekki lengur fara inn í búningsklefann á Old Trafford eftir leiki. Daily Mail greinir frá. United hafnar fréttunum en segir að það ríki skilningur um hverjir fara inn í klefann eftir leiki. Fótboltastjórn United er aðskilin frá aðalstjórn félagsins en hlutverk hennar er fyrst og fremst táknrænt. Auk Fergusons voru David Gill og Mike Edelson, Maurice Watkins og Sir Bobby Charlton heitnir ávallt velkomnir inn í klefa United eftir leiki. Algjört hneyksli Ákvörðun INOES-manna að reka Ferguson hefur ekki mælst vel fyrir. Eric Cantona, sem vann fjóra Englandsmeistaratitla með United á 10. áratugnum, er meðal þeirra sem er æfur yfir ákvörðuninni og segir Ratcliffe og félaga hafa sýnt Ferguson mikla vanvirðingu. „Sir Alex Ferguson ætti að fá að gera það sem hann lystir hjá félaginu þangað til að hann deyr. Þvílíkur skortur á virðingu. Þetta er algjört hneyksli. Sir Alex Ferguson verður stjórinn minn að eilífu! Og ég hendi þeim öllum í risapoka af skít,“ skrifaði Cantona á Instagram. INOES hefur ráðist í viðamikinn niðurskurð hjá United en félagið tapaði 113,2 milljónum punda á síðasta tekjuári. Meðal annars var 250 starfsmönnum United sagt upp, þvert á deildir félagsins. Enski boltinn Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Fleiri fréttir Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Marmoush með þrennu í sigri Man City Merino sá um að setja pressu á Liverpool Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum David Moyes finnur til með Arne Slot Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Ekki í sömu sporum og Ange: „Ég er hjá stærra félagi með meiri pressu“ Slot fullur eftirsjár og gæti sloppið við bann Nýja tæknin notuð alls staðar nema hjá liði Stefáns Teits Sjáðu síðasta borgarslaginn á Goodison með augum stuðningsmannanna Ruglingur í gangi með rauða spjaldið hjá Slot Arsenal staðfestir slæm tíðindi Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Skildi Arnór eftir í „skítastöðu“ og tók við liði sem er sextán sætum neðar David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Guðlaugur Victor lagði upp mark Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Havertz frá út leiktíðina og framlínan fámenn Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Þúsund manns tóku á móti líkfylgd Denis Law við Old Trafford Sjá meira
Í gær var greint frá því að nýir minnihlutaeigendur United, INEOS sem Íslandsvinurinn Sir James Ratcliffe er í forsvari fyrir, hafi sagt upp samningi Fergusons við félagið. Síðan Skotinn hætti sem stjóri United 2013 hefur hann verið sendiherra og stjórnandi hjá félaginu og var vel launaður sem slíkur. Ratcliffe og félagar ákváðu hins vegar að segja manninum sem vann 38 titla á 26 árum hjá United upp. Ekki nóg með að Ferguson hafi svo gott sem verið rekinn frá United þá má hann ekki lengur fara inn í búningsklefann á Old Trafford eftir leiki. Daily Mail greinir frá. United hafnar fréttunum en segir að það ríki skilningur um hverjir fara inn í klefann eftir leiki. Fótboltastjórn United er aðskilin frá aðalstjórn félagsins en hlutverk hennar er fyrst og fremst táknrænt. Auk Fergusons voru David Gill og Mike Edelson, Maurice Watkins og Sir Bobby Charlton heitnir ávallt velkomnir inn í klefa United eftir leiki. Algjört hneyksli Ákvörðun INOES-manna að reka Ferguson hefur ekki mælst vel fyrir. Eric Cantona, sem vann fjóra Englandsmeistaratitla með United á 10. áratugnum, er meðal þeirra sem er æfur yfir ákvörðuninni og segir Ratcliffe og félaga hafa sýnt Ferguson mikla vanvirðingu. „Sir Alex Ferguson ætti að fá að gera það sem hann lystir hjá félaginu þangað til að hann deyr. Þvílíkur skortur á virðingu. Þetta er algjört hneyksli. Sir Alex Ferguson verður stjórinn minn að eilífu! Og ég hendi þeim öllum í risapoka af skít,“ skrifaði Cantona á Instagram. INOES hefur ráðist í viðamikinn niðurskurð hjá United en félagið tapaði 113,2 milljónum punda á síðasta tekjuári. Meðal annars var 250 starfsmönnum United sagt upp, þvert á deildir félagsins.
Enski boltinn Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Fleiri fréttir Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Marmoush með þrennu í sigri Man City Merino sá um að setja pressu á Liverpool Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum David Moyes finnur til með Arne Slot Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Ekki í sömu sporum og Ange: „Ég er hjá stærra félagi með meiri pressu“ Slot fullur eftirsjár og gæti sloppið við bann Nýja tæknin notuð alls staðar nema hjá liði Stefáns Teits Sjáðu síðasta borgarslaginn á Goodison með augum stuðningsmannanna Ruglingur í gangi með rauða spjaldið hjá Slot Arsenal staðfestir slæm tíðindi Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Skildi Arnór eftir í „skítastöðu“ og tók við liði sem er sextán sætum neðar David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Guðlaugur Victor lagði upp mark Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Havertz frá út leiktíðina og framlínan fámenn Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Þúsund manns tóku á móti líkfylgd Denis Law við Old Trafford Sjá meira