Pogba segir að danssagan sé lygi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. október 2024 14:31 Paul Pogba tekur dansspor. getty/Visionhaus Paul Pogba segir ekkert til í sögu Waynes Rooney um að þeir Jesse Lingard hafi dansað inni í búningsklefa Manchester United eftir tap. Pogba kom víða við í viðtali við Sky Sports og ræddi meðal annars söguna sem Rooney sagði einu sinni um dans þeirra Pogbas og Lingards. Honum fannst það vera til marks um hvernig hugarfarið hefði breyst hjá United. „Ég vil koma einu á hreint. Ég hef heyrt hluti og Wayne Rooney sagði að við hefðum tapað leik og við Jesse hefðum dansað í klefanum,“ sagði Pogba. „Þú þarft alltaf annað álit, annað vitni, svo ef einhver getur staðfest það sem Wayne Rooney sagði þegar hann var í klefanum samþykki ég það. Ef ekki þýðir það að þetta sé ekki satt. Jesse staðfesti þetta aldrei. Ég staðfesti þetta aldrei. Ég er tapsár og ég virði það sem ég geri, ég virði félagið og að ég hafi komið inn í klefa eftir tap, sett tónlist á og goðsögnin Wayne Rooney hafi setið þarna og ekki sagt neitt við okkur, passar það? Að enginn í félaginu hafi komið til okkar ef við dönsuðum eftir tap, hmm.“ "It's not true"Paul Pogba on Wayne Rooney's story that he danced in the Manchester United dressing room after a defeat 🔴 pic.twitter.com/Vd7866ISpb— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 17, 2024 Pogba ætlar að snúa aftur í boltann á næsta ári eftir að hafa tekið út bann fyrir að falla á lyfjaprófi. Pogba var upphaflega dæmdur í fjögurra ára bann en það var stytt niður í átján mánuði. Pogba hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu í málinu. „Ég er enginn svindlari,“ sagði franski miðjumaðurinn í viðtali við ESPN. Hinn 31 árs Pogba ætlar að koma tvíefldur til baka eftir bannið og segir að hann geti náð fyrri styrk, og gott betur. „Ég horfi á jákvæðu hliðarnar og ég veit að ég kem til baka hungraðri og ákveðnari en áður. Mér líður eins og krakka sem vill verða atvinnumaður, strák sem hefur ekki náð að komast á toppinn. Það kraumar líka í mér reiði. Reiðin mun hjálpa mér og drífa mig áfram. Ég mun gera allt mitt til að komast aftur þangað sem ég var og verða jafnvel enn betri. Af hverju ekki?“ spurði Pogba ákveðinn. Enski boltinn Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Körfubolti Fleiri fréttir Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Sjá meira
Pogba kom víða við í viðtali við Sky Sports og ræddi meðal annars söguna sem Rooney sagði einu sinni um dans þeirra Pogbas og Lingards. Honum fannst það vera til marks um hvernig hugarfarið hefði breyst hjá United. „Ég vil koma einu á hreint. Ég hef heyrt hluti og Wayne Rooney sagði að við hefðum tapað leik og við Jesse hefðum dansað í klefanum,“ sagði Pogba. „Þú þarft alltaf annað álit, annað vitni, svo ef einhver getur staðfest það sem Wayne Rooney sagði þegar hann var í klefanum samþykki ég það. Ef ekki þýðir það að þetta sé ekki satt. Jesse staðfesti þetta aldrei. Ég staðfesti þetta aldrei. Ég er tapsár og ég virði það sem ég geri, ég virði félagið og að ég hafi komið inn í klefa eftir tap, sett tónlist á og goðsögnin Wayne Rooney hafi setið þarna og ekki sagt neitt við okkur, passar það? Að enginn í félaginu hafi komið til okkar ef við dönsuðum eftir tap, hmm.“ "It's not true"Paul Pogba on Wayne Rooney's story that he danced in the Manchester United dressing room after a defeat 🔴 pic.twitter.com/Vd7866ISpb— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 17, 2024 Pogba ætlar að snúa aftur í boltann á næsta ári eftir að hafa tekið út bann fyrir að falla á lyfjaprófi. Pogba var upphaflega dæmdur í fjögurra ára bann en það var stytt niður í átján mánuði. Pogba hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu í málinu. „Ég er enginn svindlari,“ sagði franski miðjumaðurinn í viðtali við ESPN. Hinn 31 árs Pogba ætlar að koma tvíefldur til baka eftir bannið og segir að hann geti náð fyrri styrk, og gott betur. „Ég horfi á jákvæðu hliðarnar og ég veit að ég kem til baka hungraðri og ákveðnari en áður. Mér líður eins og krakka sem vill verða atvinnumaður, strák sem hefur ekki náð að komast á toppinn. Það kraumar líka í mér reiði. Reiðin mun hjálpa mér og drífa mig áfram. Ég mun gera allt mitt til að komast aftur þangað sem ég var og verða jafnvel enn betri. Af hverju ekki?“ spurði Pogba ákveðinn.
Enski boltinn Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Körfubolti Fleiri fréttir Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Sjá meira