„Af hverju á ekki að bjarga börnunum?“ Bjarki Sigurðsson skrifar 17. október 2024 19:57 Feðgarnir Jón K. Jacobsen og Geir Örn Jacobsen hafa báðir glímt við fíknivanda. Vísir/Einar Drengur sem hefur verið lagður sextán sinnum inn á Stuðla á einu ári segir betrun þeirra sem fara þangað inn litla sem enga. Faðir hans kallar úrræðið geymslu fyrir börn í vanda þar til þau verða átján ára. Í vikunni var fjallað um ástandið á meðferðarheimilinu Stuðlum í fréttaskýringaþættinum Kveik. Ástandið var sagt hættulegt þar sem mikið álag sé á starfsfólki þar. Feðgar sem hafa mikla reynslu af Stuðlum segja ástandið skelfilegt fyrir ungmenni sem fara þangað inn. „Þetta er bara geymsla. Við sitjum þarna og bíðum og fáum Playstation-tölvur. Og einhvern tímann fáum við að fara heim,“ segir Geir Örn Jacobsen, sautján ára. Og þú finnur ekki fyrir því að það sé verið að reyna að hjálpa þér? „Nei, við sitjum þarna í tölvunni og svo eru starfsmennirnir í símanum í starfsmannarýminu. Þeir eru ekki að gera neitt,“ segir Geir. Stuðlar er meðferðarstöð ríkisins fyrir börn og unglinga frá 12 til 18 ára.Vísir/Vilhelm Þegar þú ferð inn á Stuðla, þig langar að ná árangri? „Já, en síðan er þetta bara sama game-ið þarna inni. Það er alltaf einhver með eitthvað. Það er alltaf eitthvað dóp þarna inni,“ segir Geir. Jón K. Jacobsen, faðir Geirs, þekkir fíknisjúkdóminn vel en hann hætti að nota eiturlyf fyrir fjölmörgum árum og hefur starfað síðustu ár sem fíkniráðgjafi. Hann segir áhuga yfirvalda til að aðstoða þá sem fara á Stuðla vera engan. „Þetta er fyrir þeim, þeir vilja ekki eiga við þetta. Spyrja sig hvenær þeir verða átján. En því miður koma allir þessir strákar inn á Litla-Hraun og það tekur ekkert betra við þar. Þar er þetta kannski ekki eins hart, en það er ekkert elsku mamma. En eigum við þá bara að vera með fornám fyrir Litla-Hraun á Stuðlum? Af hverju á ekki að bjarga börnunum?“ spyr Jón, oftast þekktur sem Nonni. Á ári hefur Geir sextán sinnum farið inn á Stuðla.Vísir/Einar Það þurfi að bregðast við sem fyrst, ekki bara á Stuðlum. „Hvar gleymdu foreldrarnir sér? Orsök og afleiðing og þetta. Krökkum finnst bara í lagi að hugsa „Hann móðgaði mig, ég fer og sting hann“,“ segir Jón. Miðað við það úrræði sem er í boði á Stuðlum núna, hvað þarf að breytast þar inni? „Það vantar náttúrulega bara einhverja vinnu með fíknivanda og vandamál úr æsku hjá krökkum. Það er ekkert,“ segir Geir. Fíkn Börn og uppeldi Meðferðarheimili Ofbeldi barna Málefni Stuðla Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Í vikunni var fjallað um ástandið á meðferðarheimilinu Stuðlum í fréttaskýringaþættinum Kveik. Ástandið var sagt hættulegt þar sem mikið álag sé á starfsfólki þar. Feðgar sem hafa mikla reynslu af Stuðlum segja ástandið skelfilegt fyrir ungmenni sem fara þangað inn. „Þetta er bara geymsla. Við sitjum þarna og bíðum og fáum Playstation-tölvur. Og einhvern tímann fáum við að fara heim,“ segir Geir Örn Jacobsen, sautján ára. Og þú finnur ekki fyrir því að það sé verið að reyna að hjálpa þér? „Nei, við sitjum þarna í tölvunni og svo eru starfsmennirnir í símanum í starfsmannarýminu. Þeir eru ekki að gera neitt,“ segir Geir. Stuðlar er meðferðarstöð ríkisins fyrir börn og unglinga frá 12 til 18 ára.Vísir/Vilhelm Þegar þú ferð inn á Stuðla, þig langar að ná árangri? „Já, en síðan er þetta bara sama game-ið þarna inni. Það er alltaf einhver með eitthvað. Það er alltaf eitthvað dóp þarna inni,“ segir Geir. Jón K. Jacobsen, faðir Geirs, þekkir fíknisjúkdóminn vel en hann hætti að nota eiturlyf fyrir fjölmörgum árum og hefur starfað síðustu ár sem fíkniráðgjafi. Hann segir áhuga yfirvalda til að aðstoða þá sem fara á Stuðla vera engan. „Þetta er fyrir þeim, þeir vilja ekki eiga við þetta. Spyrja sig hvenær þeir verða átján. En því miður koma allir þessir strákar inn á Litla-Hraun og það tekur ekkert betra við þar. Þar er þetta kannski ekki eins hart, en það er ekkert elsku mamma. En eigum við þá bara að vera með fornám fyrir Litla-Hraun á Stuðlum? Af hverju á ekki að bjarga börnunum?“ spyr Jón, oftast þekktur sem Nonni. Á ári hefur Geir sextán sinnum farið inn á Stuðla.Vísir/Einar Það þurfi að bregðast við sem fyrst, ekki bara á Stuðlum. „Hvar gleymdu foreldrarnir sér? Orsök og afleiðing og þetta. Krökkum finnst bara í lagi að hugsa „Hann móðgaði mig, ég fer og sting hann“,“ segir Jón. Miðað við það úrræði sem er í boði á Stuðlum núna, hvað þarf að breytast þar inni? „Það vantar náttúrulega bara einhverja vinnu með fíknivanda og vandamál úr æsku hjá krökkum. Það er ekkert,“ segir Geir.
Fíkn Börn og uppeldi Meðferðarheimili Ofbeldi barna Málefni Stuðla Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira