Þetta eru höfundar Áramótaskaupsins 2024 Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. október 2024 11:26 Sex af sjö höfundum áramótaskaupsins í ár, þau Sveinn Ólafur, Hugleikur, Ólafur, María, Friðgeir og Katla Margrét, talið frá vinstri. Á myndina vantar Salvöru Gullbrá sem var önnum kafin við skrif á öðrum vettvangi. Ragnar Visage Höfundar Áramótaskaupsins 2024 verða þau Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Friðgeir Einarsson, Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Ólafur Ásgeirsson, Hugleikur Dagsson og María Reyndal sem einnig er leikstjóri og yfirhandritshöfundur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu. Þar segir að María Reyndal hafi verið með afkastamestu höfundum okkar á liðnum árum og skrifað handrit og leikstýrt fyrir leikhús, útvarp og sjónvarp. Hún skrifaði til dæmis verðlaunaleikritin Sóley Rós ræstitæknir, Er ég mamma mín og Með Guð í vasanum, leikstýrði og skrifaði útvarpsleikritið og síðan sjónvarpsmyndina Mannasiði og var einn leikstjóra sjónvarpsþáttaraðarinnar Verbúðin. Jafnframt var hún meðal handritshöfunda grín- og gamanþáttanna Stelpurnar, Ástríður og Ríkið. Nú tekur María í annað sinn þátt í að skrifa skaupið og segist spennt fyrir verkefninu. „Það er heiður að fá að tala beint við þjóðina í þessum vinsælasta sjónvarpsþætti landsmanna. Við erum búin að fara í gegnum margt á árinu og þarna höfum við tækifæri til að sameinast og spegla okkur sjálf og gleðjast saman. Skaupið á að vera fyrir alla aldurshópa, þverpólitískt og tikka í öll box sem er að sjálfsögðu ómögulegt. Og nú var náttúrlega allt að fara af stað í pólitíkinni sem við hlökkum til að takast á við í handritsvinnunni, hópurinn þarf heldur betur að vera á tánum þessa dagana,“ segir María og brosir. „Sem betur fer er ég að vinna með framúrskarandi fólki og við erum öll að vanda okkur í vinnunni og hlæjum mikið,“ bætir María við og skellihlær. Fjölbreytt skrifteymi Skrifteymið er afar fjölbreytt og vandlega samsett af efnilegu hæfileikafólki í bland við annálaða reynslubolta í handritsskrifum, uppistandi og annars konar framleiðslu á gríni. Friðgeir Einarsson er leikari, rithöfundur og leikskáld sem hefur bæði einn síns liðs og með hinum annálaða leikhópi Kriðpleir skrifað og leikið í fjölda verka fyrir leiksvið og Útvarpsleikhúsið. Hann er að taka þátt í gerð Skaupsins í annað sinn. Hugleikur Dagsson skopmyndateiknari er Íslendingum að góðu kunnur en hann er vel þekktur fyrir uppistand og handritaskrif. Hugleikur er nú í sjötta sinn í handritsteymi skaupsins. Katla Margrét Þorgeirsdóttir er ein ástsælasta gamanleikkona landsins. Hún hefur komið víða við og er nú í handritsteymi skaupsins í sjöunda skipti. Líkt og María var hún einn handritshöfunda Stelpnanna, gamanseríunnar Ástríður og sketsaseríunnar Ríkið. Salvör Gullbrá útskrifaðist frá Sviðslistabraut LHÍ 2019 og hefur síðan komið víða við í leikstjórn, handritaskrifum og uppistandi. Þetta er í fyrsta sinn sem hún tekur þátt í að skrifa skaupið margfræga. Sveinn Ólafur Gunnarsson leikari og handritshöfundur hefur getið sér gott orð í leikhúsi og kvikmyndum. Hann hefur nú í auknum mæli snúið sér að handritaskrifum. Hann skrifaði m.a. handrit sýningarinnar Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar ásamt Ólafi Ásgeirssyni en þeir félagar eru báðir í handritsteymi skaupsins í ár. Ólafur er einnig leikari en hann hefur kennt spunatækni og starfað með Improv Ísland spunahópnum í mörg ár. Ingimar Guðbjartsson framleiðir Framleiðandi skaupsins í ár er Ingimar Guðbjartsson en hann hefur meðal annars komið að framleiðslu kvikmyndanna Snerting og Northern Comfort auk annarra verka. Hann var framkvæmdarstjóri við tökur á Áramótaskaupinu 2018. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri sjónvarpsins, er hæstánægður með hópinn sem gerir skaupið í ár. „Við finnum auðvitað fyrir pressunni sem fylgir því að búa til grín sem nánast allir landsmenn bíða spenntir eftir um hver áramót. Þess vegna leggjum við áherslu á að kalla árlega til okkar allra frambærilegasta fólkið á grín- og leiksviðinu, hæfileikafólk með eins breiðan og ólíkan bakgrunn og kostur er. Við erum þess fullviss að það hafi enn og aftur tekist í ár,“ segir Skarphéðinn. Hópurinn er nú önnum kafinn við skriftir en tökur hefjast í nóvember og þá klipping og eftirvinnsla svo allt verði klappað og klárt þegar þjóðin sest fyrir framan sjónvarpið á gamlárskvöld. Áramótaskaupið Ríkisútvarpið Kvikmyndagerð á Íslandi Menning Mest lesið Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Lífið Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Lífið Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Lífið Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Lífið Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Bíó og sjónvarp Lét papparassa heyra það Lífið Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lífið Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Lífið Áhrifaríkari leið til að auka D-vítamínmagn í líkamanum Lífið samstarf Fleiri fréttir Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu. Þar segir að María Reyndal hafi verið með afkastamestu höfundum okkar á liðnum árum og skrifað handrit og leikstýrt fyrir leikhús, útvarp og sjónvarp. Hún skrifaði til dæmis verðlaunaleikritin Sóley Rós ræstitæknir, Er ég mamma mín og Með Guð í vasanum, leikstýrði og skrifaði útvarpsleikritið og síðan sjónvarpsmyndina Mannasiði og var einn leikstjóra sjónvarpsþáttaraðarinnar Verbúðin. Jafnframt var hún meðal handritshöfunda grín- og gamanþáttanna Stelpurnar, Ástríður og Ríkið. Nú tekur María í annað sinn þátt í að skrifa skaupið og segist spennt fyrir verkefninu. „Það er heiður að fá að tala beint við þjóðina í þessum vinsælasta sjónvarpsþætti landsmanna. Við erum búin að fara í gegnum margt á árinu og þarna höfum við tækifæri til að sameinast og spegla okkur sjálf og gleðjast saman. Skaupið á að vera fyrir alla aldurshópa, þverpólitískt og tikka í öll box sem er að sjálfsögðu ómögulegt. Og nú var náttúrlega allt að fara af stað í pólitíkinni sem við hlökkum til að takast á við í handritsvinnunni, hópurinn þarf heldur betur að vera á tánum þessa dagana,“ segir María og brosir. „Sem betur fer er ég að vinna með framúrskarandi fólki og við erum öll að vanda okkur í vinnunni og hlæjum mikið,“ bætir María við og skellihlær. Fjölbreytt skrifteymi Skrifteymið er afar fjölbreytt og vandlega samsett af efnilegu hæfileikafólki í bland við annálaða reynslubolta í handritsskrifum, uppistandi og annars konar framleiðslu á gríni. Friðgeir Einarsson er leikari, rithöfundur og leikskáld sem hefur bæði einn síns liðs og með hinum annálaða leikhópi Kriðpleir skrifað og leikið í fjölda verka fyrir leiksvið og Útvarpsleikhúsið. Hann er að taka þátt í gerð Skaupsins í annað sinn. Hugleikur Dagsson skopmyndateiknari er Íslendingum að góðu kunnur en hann er vel þekktur fyrir uppistand og handritaskrif. Hugleikur er nú í sjötta sinn í handritsteymi skaupsins. Katla Margrét Þorgeirsdóttir er ein ástsælasta gamanleikkona landsins. Hún hefur komið víða við og er nú í handritsteymi skaupsins í sjöunda skipti. Líkt og María var hún einn handritshöfunda Stelpnanna, gamanseríunnar Ástríður og sketsaseríunnar Ríkið. Salvör Gullbrá útskrifaðist frá Sviðslistabraut LHÍ 2019 og hefur síðan komið víða við í leikstjórn, handritaskrifum og uppistandi. Þetta er í fyrsta sinn sem hún tekur þátt í að skrifa skaupið margfræga. Sveinn Ólafur Gunnarsson leikari og handritshöfundur hefur getið sér gott orð í leikhúsi og kvikmyndum. Hann hefur nú í auknum mæli snúið sér að handritaskrifum. Hann skrifaði m.a. handrit sýningarinnar Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar ásamt Ólafi Ásgeirssyni en þeir félagar eru báðir í handritsteymi skaupsins í ár. Ólafur er einnig leikari en hann hefur kennt spunatækni og starfað með Improv Ísland spunahópnum í mörg ár. Ingimar Guðbjartsson framleiðir Framleiðandi skaupsins í ár er Ingimar Guðbjartsson en hann hefur meðal annars komið að framleiðslu kvikmyndanna Snerting og Northern Comfort auk annarra verka. Hann var framkvæmdarstjóri við tökur á Áramótaskaupinu 2018. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri sjónvarpsins, er hæstánægður með hópinn sem gerir skaupið í ár. „Við finnum auðvitað fyrir pressunni sem fylgir því að búa til grín sem nánast allir landsmenn bíða spenntir eftir um hver áramót. Þess vegna leggjum við áherslu á að kalla árlega til okkar allra frambærilegasta fólkið á grín- og leiksviðinu, hæfileikafólk með eins breiðan og ólíkan bakgrunn og kostur er. Við erum þess fullviss að það hafi enn og aftur tekist í ár,“ segir Skarphéðinn. Hópurinn er nú önnum kafinn við skriftir en tökur hefjast í nóvember og þá klipping og eftirvinnsla svo allt verði klappað og klárt þegar þjóðin sest fyrir framan sjónvarpið á gamlárskvöld.
Áramótaskaupið Ríkisútvarpið Kvikmyndagerð á Íslandi Menning Mest lesið Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Lífið Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Lífið Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Lífið Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Lífið Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Bíó og sjónvarp Lét papparassa heyra það Lífið Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lífið Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Lífið Áhrifaríkari leið til að auka D-vítamínmagn í líkamanum Lífið samstarf Fleiri fréttir Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Sjá meira