Slagurinn harðnar í Suðvestur hjá Sjálfstæðisflokki Lovísa Arnardóttir skrifar 19. október 2024 09:31 Vala Árnadóttir lögfræðingur og Ragnhildur Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi sækjast eftir 3. og 4. sæti hjá Sjálfstæðisflokki í Suðvesturkjördæmi. Aðsend Vala Árnadóttir lögfræðingur gefur kost á sér í 3. sæti Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Ragnhildur Jónsdóttir gefur kost á sér í 4. sæti í sama kjördæmi en fyrir eru nokkur framboð í sömu sæti. „Ég hef óbilandi trú á Íslendingum og ég trúi umfram allt á lausnir en að eyða tíma í að einblína á vandamálin. Ekkert breytist nema breytingar séu gerðar. Ég vil sjá Sjálfstæðisflokkinn endurspegla hagsmuni breiðari fylkingar og hef því ákveðið að bjóða mig fram í 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í suðvesturkjördæmi,“ segir Vala sem tilkynnti um framboð sitt í aðsendri grein á Vísi. Vala ÁrnadóttirAðsend Það lítur því út fyrir að það verði harður slagur um efstu sætin í kjördæminu. Bjarni Benediktsson formaður flokksins leiðir lista flokksins og varaformaður hans, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, hefur gefið út að hún vilji fá 2. sæti á listanum. Það hefur þingmaðurinn og fyrrverandi dómsmálaráðherrann, Jón Gunnarsson einnig gert. Ragnhildur Jónsdóttir er forseti bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi.Aðsend Bryndís Haraldsdóttir sækist einnig eftir sæti á listanum. Þá gaf forseti bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi, Ragnhildur Jónsdóttir, það út í gær að hún vilji 4. sætið á listanum. Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður flokksins, hefur einnig gefið út að hann vilji það sæti. Þá hefur Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði einnig lýst því yfir að hún vilji 3. sætið á listanum í kjördæminu. Raðað verður í efstu sætin á listanum og tillagan borin undir kjördæmaráð á morgun, sunnudag, í Valhöll. Eftir það verður kosið um tillöguna. Búast má við fjölmennum fundi í Valhöll á morgun. Fundir fara einnig fram í kjördæmaráðum flokksins á landsbyggðinni á morgun, sunnudag. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Rósa sækist eftir þriðja sætinu Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði gefur kost á sér í 3. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Rósa sagði í gær í samtali við Vísi vera að íhuga málið alvarlega. 17. október 2024 12:44 Sunnudagurinn í Valhöll gæti orðið úrslitastund fyrir Þórdísi Reikna má með fjölmenni í Valhöll á sunnudaginn þegar hart verður barist um sæti á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar þann 30. nóvember næstkomandi. Formaður og varaformaður bjóða sig fram í tvö efstu sætin en reikna má með að varaformaðurinn fái harða baráttu um annað sætið. Sigur yrði risaskref í átt til formennsku en tap gæti sett frekari frama innan flokksins úr skorðum. 17. október 2024 00:13 Þiggja milljónir í húsnæðisstyrk þótt þau búi nálægt Alþingi Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir annar þingmaður Norðvesturkjördæmis, utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur þegið húsnæðis- og dvalarkostnaðargreislur upp á samtals 13,8 milljón krónur frá árinu 2016. Þórdís er frá Akranesi en hefur búið í Kópavogi síðastliðinn áratug. Hún er langt í frá eini þingmaðurinn sem þiggur greiðslurnar lögbundnu sem koma sumum spánskt fyrir sjónir. 18. október 2024 23:08 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
„Ég hef óbilandi trú á Íslendingum og ég trúi umfram allt á lausnir en að eyða tíma í að einblína á vandamálin. Ekkert breytist nema breytingar séu gerðar. Ég vil sjá Sjálfstæðisflokkinn endurspegla hagsmuni breiðari fylkingar og hef því ákveðið að bjóða mig fram í 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í suðvesturkjördæmi,“ segir Vala sem tilkynnti um framboð sitt í aðsendri grein á Vísi. Vala ÁrnadóttirAðsend Það lítur því út fyrir að það verði harður slagur um efstu sætin í kjördæminu. Bjarni Benediktsson formaður flokksins leiðir lista flokksins og varaformaður hans, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, hefur gefið út að hún vilji fá 2. sæti á listanum. Það hefur þingmaðurinn og fyrrverandi dómsmálaráðherrann, Jón Gunnarsson einnig gert. Ragnhildur Jónsdóttir er forseti bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi.Aðsend Bryndís Haraldsdóttir sækist einnig eftir sæti á listanum. Þá gaf forseti bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi, Ragnhildur Jónsdóttir, það út í gær að hún vilji 4. sætið á listanum. Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður flokksins, hefur einnig gefið út að hann vilji það sæti. Þá hefur Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði einnig lýst því yfir að hún vilji 3. sætið á listanum í kjördæminu. Raðað verður í efstu sætin á listanum og tillagan borin undir kjördæmaráð á morgun, sunnudag, í Valhöll. Eftir það verður kosið um tillöguna. Búast má við fjölmennum fundi í Valhöll á morgun. Fundir fara einnig fram í kjördæmaráðum flokksins á landsbyggðinni á morgun, sunnudag.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Rósa sækist eftir þriðja sætinu Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði gefur kost á sér í 3. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Rósa sagði í gær í samtali við Vísi vera að íhuga málið alvarlega. 17. október 2024 12:44 Sunnudagurinn í Valhöll gæti orðið úrslitastund fyrir Þórdísi Reikna má með fjölmenni í Valhöll á sunnudaginn þegar hart verður barist um sæti á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar þann 30. nóvember næstkomandi. Formaður og varaformaður bjóða sig fram í tvö efstu sætin en reikna má með að varaformaðurinn fái harða baráttu um annað sætið. Sigur yrði risaskref í átt til formennsku en tap gæti sett frekari frama innan flokksins úr skorðum. 17. október 2024 00:13 Þiggja milljónir í húsnæðisstyrk þótt þau búi nálægt Alþingi Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir annar þingmaður Norðvesturkjördæmis, utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur þegið húsnæðis- og dvalarkostnaðargreislur upp á samtals 13,8 milljón krónur frá árinu 2016. Þórdís er frá Akranesi en hefur búið í Kópavogi síðastliðinn áratug. Hún er langt í frá eini þingmaðurinn sem þiggur greiðslurnar lögbundnu sem koma sumum spánskt fyrir sjónir. 18. október 2024 23:08 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Rósa sækist eftir þriðja sætinu Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði gefur kost á sér í 3. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Rósa sagði í gær í samtali við Vísi vera að íhuga málið alvarlega. 17. október 2024 12:44
Sunnudagurinn í Valhöll gæti orðið úrslitastund fyrir Þórdísi Reikna má með fjölmenni í Valhöll á sunnudaginn þegar hart verður barist um sæti á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar þann 30. nóvember næstkomandi. Formaður og varaformaður bjóða sig fram í tvö efstu sætin en reikna má með að varaformaðurinn fái harða baráttu um annað sætið. Sigur yrði risaskref í átt til formennsku en tap gæti sett frekari frama innan flokksins úr skorðum. 17. október 2024 00:13
Þiggja milljónir í húsnæðisstyrk þótt þau búi nálægt Alþingi Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir annar þingmaður Norðvesturkjördæmis, utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur þegið húsnæðis- og dvalarkostnaðargreislur upp á samtals 13,8 milljón krónur frá árinu 2016. Þórdís er frá Akranesi en hefur búið í Kópavogi síðastliðinn áratug. Hún er langt í frá eini þingmaðurinn sem þiggur greiðslurnar lögbundnu sem koma sumum spánskt fyrir sjónir. 18. október 2024 23:08