Fyrr í dag landaði liðið Evrópumeistaratitli en mótið fer fram í Bakú í Aserbaísjan.
Ásta var valinn í úrvalsliðið þriðja árið í röð en hún var valin í liðið fyrir glæsilegar æfingar sínar á dýnu. Hún var fyrsta íslenska konan til að framkvæma stökk í framumferð á dýnunni, heil skrúfa, krafstökk, tvöfalt heljarstökk með hálfum snúningi.
Laufey fékk sína viðurkenningu fyrir æfingar á trampólíni en hún var að keppa á sínu fyrsta Evrópumóti í A-landsliði.