Fjölmiðlar lengi í vanda með Trump: „Þetta er ekki eðlilegt“ Samúel Karl Ólason skrifar 22. október 2024 10:21 Donald Trump á sviði á kosningafundi í Pennsylvaníu á sunnudaginn. AP/Evan Vucci Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, hóf langa ræðu sína í Latrobe í Pennsylvaníu um helgina á því að ræða stærð typpis golfkappans Arnold Palmer. Sagði hann aðra golfara hafa verið slegna þegar þeir fóru með Palmer í sturtu. Þá var Trump að halda ræðu á golfvelli þar sem Palmer lærði að spila golf á árum áður en í stað þess að ræða kosningarnar í nóvember sneri Trump sér strax í upphafi að Palmer. Í nærri því fimmtán mínútur talaði Trump um Palmer og þar á meðal um typpið á honum. Trump bauð einnig hinum umdeilda Antonio Brown, fyrrverandi leikmanni Pittsburgh Steelers í NFL-deildinni, upp á svið, kallaði Kamölu Harris, mótframbjóðanda sinn, „skíta varaforseta“ og fór hörðum orðum um utankjörfundaratkvæði, en á meðan stóð á skjám á sviðinu að stuðningsmenn Trumps ættu að nýta sér þau til að greiða atkvæði eins fljótt og þeir gætu, eins og hann hefur sjálfur gert. Í ræðu sem hann hélt í lok september sagði Trump að fólk sem væri í Bandaríkjunum ólöglega væri gífurlega hættulegt. „Þeir ganga inn í eldhús til þín og skera þig á háls,“ sagði Trump meðal annars. Í sömu ræðu sagði Trump að Harris væri andlega fötluð en það vakti meiri athygli. Fyrri ummælin rötuðu ekki í fréttir miðla eins og New York Times um ræðu Trumps, en hann hefur ítrekað farið með sambærilega orðræðu um farand- og flóttafólk, hvort sem þau eru í Bandaríkjunum löglega eða ólöglega. Sjá einnig: „Mikið af slæmum genum í landinu okkar“ Eftir ræðu hans þar sem Trump sagði mikið af „slæmum genum“ í Bandaríkjunum, þar sem hann vísaði til farand- og flóttafólks, birtist fyrirsögn á vef NYT um að Trump hefði rætt langtíma áhuga sinn á genafræði. Fyrrverandi blaðamaður miðilsins gagnrýndi það harðlega, ásamt öðrum. Eftir á var fyrirsögninni breytt á þá leið að ummæli Trumps um farandfólk varpaði ljósi á „þráhyggju“ hans varðandi gen. Í grein sem skrifuð var á vef Columbia Journalism Review í síðasta mánuði er einnig vísað til nýlegrar ræðu Trumps þar sem hann staðhæfði að skólabörn færu í skólann á morgnana af einu kyni og sneru heim af öðru, án vitundar foreldra þeirra. Það eru ummæli sem ekkert er til í en þau vöktu þó ekki gífurlega athygli. Trump hefur ítrekað haldið þessu fram, nú síðast á mánudaginn. Trump on Fox & Friends in response to a question about how he'll fix schools in the Bronx: "No transgender, no operations. You know, they take your kid. There are some places, your boy leaves the school, comes back a girl. Without parental consent. What is that all about?" pic.twitter.com/wViqrk182o— Aaron Rupar (@atrupar) October 21, 2024 Sakaðir um að hvítþvo Trump Andstæðingar Trumps hafa ítrekað sakað fjölmiðla vestanhafs um að fegra orðræðu Trumps með þessum hætti. Á ensku er þetta kallað „sanewashing“ og gæti það verið íslenskað sem nokkurs konar skynsemisþvottur. Í einföldu máli snýst þetta hugtak um það að gera lítið úr öfgafullum eða undarlegum ummælum fólks, eða að hvítþvo það sem fólk segir eða gerir. Þegar kemur að Trump snýst gagnrýnin um það að Trump hefur haldið fjölmargar ræður þar sem hann fer um víðan völl og segir og gerir oft hluti sem eru hreinlega fáránlegir. Fjölmiðlar vestanhafs hafa oft verið sakaðir um að hunsa umdeildustu ummæli hans og taka þá úr samhengi eða seta samhengislaust röfl hans í samhengi og teikna það upp sem einhverskonar stefnuræðu. Koma reglu á óreglu Trump hefur lengi farið í undarlegar áttir í ræðum sínum. Mörgum þykir þetta oft innihaldslaust röfl en Trump er sjálfur á því að þetta sé mikil snilligáfa og kallar hann það hvernig hann flytur ræðuna sem „Fléttuna“. Hann fari víða um en tengi þetta allt saman í eina fléttu á endanum. Fjölmiðlar vestanhafs hafa sömuleiðis lengi verið gagnrýndir fyrir það með hvaða hætti þeir fjalla um Trump. Þessi gagnrýni hefur meðal annars snúist um að fjölmiðlar hafi sýnt of mikið af ræðum Trumps, þar sem hann fer ítrekað mjög frjálslega með sannleikann. Nú vilja margir að ræður hans fái meiri athygli en áður. Aðalritstjóri The Atlantic segir blaðamenn hafa tilhneigingu til að reyna að setja hluti í samhengi. Starf þeirra snúist að miklu leyti um það. Vandamálið skapaðist vegna þess að ekkert vit væri í stjórnmálunum í Bandaríkjunum í dag. „Svona virkar þetta: Trump hljómar eins og hann sé klikkaður, en hann getur ekki verið klikkaður, hann er væntanlegur frambjóðandi stórs stjórnmálaflokks og slíkur flokkur myndi ekki tilnefna mann sem er klikkaður. Þess vegna er okkar hlutverk að slípa orðræðu hans, finna meiningu í undarlegum yfirlýsingum hans, að hagræða,“ skrifaði Jeffrey Goldberg í grein í sumar, eftir að Trump hélt langa ræðu á kosningafundi um hákarla og rafhlöður í skipum. Jonathan Capehart, hjá NBC News, fjallaði um fyrirbærið „sanewashing“ um helgina. „Þetta er ekki eðlilegt!“ sagði hann ítrekað eftir að hann birti stutt myndbönd af ummælum Trumps. "THIS ISN'T NORMAL" @CapehartJ shares his take on how Donald Trump's rhetoric is being normalized by his allies and some in the media and how that's becoming dangerous. #sundayshow pic.twitter.com/rDusC5UWj1— The Saturday/Sunday Show with Jonathan Capehart (@weekendcapehart) October 20, 2024 Enginn kvartað yfir umfjöllun um Harris Í grein sem blaðamaður NPR skrifaði í síðasta mánuði sagði hún að þangað bærust reglulega kvartanir vegna umfjöllunar um Trump, þar sem starfsmenn miðilsins voru sakaðir um „sanewashing“. Engin slík kvörtun hafði þá borist vegna umfjöllunar um Harris. Höfundur greinarinnar segir að á annan bóginn segist um helmingur kjósenda styðja Trump. Á hinn bóginn séu næstum því allar ræður hans og yfirlýsingar fullar af lygum, innihaldslausu röfli og árásum á jaðarsetta hópa. Mjög erfitt geti verið að setja ummæli hans í einhverskonar samhengi. Ein útskýringin á þessu fyrirbæri er mögulega sú að blaðamenn séu orðnir ónæmir fyrir ummælum Trumps, sem myndu vekja mun meiri athygli ef þau kæmu frá öðrum stjórnmálamönnum. Birta ummæli Trumps Því hefur ítrekað verið haldið fram að Kamala Harris kæmist alls ekki upp með sambærilega orðræðu og Trump og er ítrekað með. Jon Stewart gerði það til að mynda í Daily Show í gærkvöldi. „Getið þið ímyndað ykkur ef Kamala Harris héldi kosningafund og byrjaði: Billie Jean King, píkan hennar! Vá! Hún kom úr sturtunni og allar hinir tennisspilararnir kölluðu Halló! Halló! Halló!“ „Það yrði bilun,“ sagði Stewart. Harris gagnrýndi hann harðlega í viðtali um helgina og sagði meðal annars að hegðun hans væri niðrandi fyrir embætti forseta Bandaríkjanna. „Bandaríska þjóðin á mun betra skilið,“ sagði Harris meðal annars í viðtali við Al Sharpton. Í grein Washington Post segir að kosningateymi Trumps sjái hag í því að sífellt sé talað um Trump í fjölmiðlum og hann sé stöðugt til umfjöllunar. Demókratar veðji hins vegar á að þessi umfjöllun, og þá helst umfjöllun um skringileg og umdeild ummæli hans, muni koma niður á honum í kosningunum í næsta mánuði. Að óákveðnir kjósendur muni sjá að hann sé óhæfur. Framboð Harris hefur gefið í þegar kemur að því að birta myndefni af ræðum og ummælum Trumps. Fleiri myndbönd af Trump á kosningafundum hans hafa verið birt á samfélagsmiðlum og í auglýsingum, samhliða skilaboðum um að hann sé óstöðugur og óhæfur til embættis forseta Bandaríkjanna, samkvæmt frétt Washington Post. Trump says he opposes wind energy because he thinks his TV would turn off when the wind isn’t blowing pic.twitter.com/aU0rZCY99a— Kamala HQ (@KamalaHQ) October 22, 2024 Til þessa hefur teymi Harris reynt að nýta sér aðstoð Repúblikana eins og Liz Cheney og manna sem störfuðu í ríkisstjórn Trumps á árum áður. Lengi verið í vanda með Trump Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar hafa blaðamenn um árabil átt í vandræðum með það hvernig fjalla eigi um Trump. Þau vandræði hafa meðal annars snúið að því hvort sýna eigi frá öllum ræðum hans eða ekki og hvort taka eigi fram þegar hann segi ósatt eða ekki. Í umfjöllun fréttaveitunnar segir að ítarlegar greinar um ummæli Trumps og hegðun hans falli ekki inn í hefðbundinn, daglegan og knappan fréttaflutning, eða þær fréttir sem flestir fylgjast með. Það séu frekar meiri áhugamenn sem lesi og horfi á slíkar fréttir. Þessar fréttir séu þó til. Fjölmarðar vestanhafs hafi farið djúpt í orðræðu Trumps, hugarástand og vitsmuni. Maggie Haberman, blaðamaður NYT, sagði í viðtali í september að þau kerfi sem bandarískir fjölmiðlar hefðu byggt í kringum sig væru ekki hönnuð til að takast á við menn sem segðu jafn oft ósatt og Trump gerði, eða röfluðu jafn mikið. Hún sagðist þeirrar skoðunar að fjölmiðlar hefðu þó staðið sig ágætlega í að varpa ljósi á þann mann sem Trump hefði að geyma. Prófessor í fjölmiðlafræði sagði að kvartanirnar gegn fjölmiðlum snerust að miklu leyti um það hve lítil áhrif það virtist hafa á stóran hluta Bandaríkjamanna. Að þetta fólk vildi að fjölmiðlar sannfærðu stuðningsmenn Trumps um að þau hefðu rangt fyrir sér, sem væri ekki hlutverk fjölmiðla. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Efast um lögmæti milljóna dala gjafa Musks til kjósenda Auðjöfurinn Elon Musk hefur heitið því að gefa einum skráðum kjósenda í svokölluðum sveifluríkjum í Bandaríkjunum milljón dali á degi hverjum fram að kosningum. Sérfræðingar segja þetta mögulega ólöglegt og ríkisstjóri Pennsylvaínu hefur kallað eftir því að málið verði rannsakað. 21. október 2024 10:35 Sér ekki á svörtu hjá „hinum útvalda“ „Skekkjumörkin eru yfirleitt í kringum tvö og hálft til þrjú og hálft prósent, þannig að þetta er allt innan skekkjumarka,“ sagði Friðjón R. Friðjónsson, sérlegur áhugamaður um bandarísk stjórnmál, í Baráttunni um Bandaríkin í vikunni. 19. október 2024 09:01 Bar fram samsæriskenningar á fyrsta kosningafundinum Elon Musk, einn auðugasti maður heims, bar í gær upp gamlar og ósannar samsæriskenningar um kosningasvik í forsetakosningunum 2020. Það gerði hann á kosningafundi fyrir Donald Trump í Pennsylvaníu og gaf hann meðal annars til kynna að kosningavélar Dominion Voting Systems hefðu verið notuð til kosningasvika. 18. október 2024 14:21 Mætti á Fox í gær og á í viðræðum um viðtal við Rogan Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrataflokksins, var til viðtals á Fox News í gær og sitt sýnist hverjum um hvernig hún stóð sig. 17. október 2024 10:41 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Þá var Trump að halda ræðu á golfvelli þar sem Palmer lærði að spila golf á árum áður en í stað þess að ræða kosningarnar í nóvember sneri Trump sér strax í upphafi að Palmer. Í nærri því fimmtán mínútur talaði Trump um Palmer og þar á meðal um typpið á honum. Trump bauð einnig hinum umdeilda Antonio Brown, fyrrverandi leikmanni Pittsburgh Steelers í NFL-deildinni, upp á svið, kallaði Kamölu Harris, mótframbjóðanda sinn, „skíta varaforseta“ og fór hörðum orðum um utankjörfundaratkvæði, en á meðan stóð á skjám á sviðinu að stuðningsmenn Trumps ættu að nýta sér þau til að greiða atkvæði eins fljótt og þeir gætu, eins og hann hefur sjálfur gert. Í ræðu sem hann hélt í lok september sagði Trump að fólk sem væri í Bandaríkjunum ólöglega væri gífurlega hættulegt. „Þeir ganga inn í eldhús til þín og skera þig á háls,“ sagði Trump meðal annars. Í sömu ræðu sagði Trump að Harris væri andlega fötluð en það vakti meiri athygli. Fyrri ummælin rötuðu ekki í fréttir miðla eins og New York Times um ræðu Trumps, en hann hefur ítrekað farið með sambærilega orðræðu um farand- og flóttafólk, hvort sem þau eru í Bandaríkjunum löglega eða ólöglega. Sjá einnig: „Mikið af slæmum genum í landinu okkar“ Eftir ræðu hans þar sem Trump sagði mikið af „slæmum genum“ í Bandaríkjunum, þar sem hann vísaði til farand- og flóttafólks, birtist fyrirsögn á vef NYT um að Trump hefði rætt langtíma áhuga sinn á genafræði. Fyrrverandi blaðamaður miðilsins gagnrýndi það harðlega, ásamt öðrum. Eftir á var fyrirsögninni breytt á þá leið að ummæli Trumps um farandfólk varpaði ljósi á „þráhyggju“ hans varðandi gen. Í grein sem skrifuð var á vef Columbia Journalism Review í síðasta mánuði er einnig vísað til nýlegrar ræðu Trumps þar sem hann staðhæfði að skólabörn færu í skólann á morgnana af einu kyni og sneru heim af öðru, án vitundar foreldra þeirra. Það eru ummæli sem ekkert er til í en þau vöktu þó ekki gífurlega athygli. Trump hefur ítrekað haldið þessu fram, nú síðast á mánudaginn. Trump on Fox & Friends in response to a question about how he'll fix schools in the Bronx: "No transgender, no operations. You know, they take your kid. There are some places, your boy leaves the school, comes back a girl. Without parental consent. What is that all about?" pic.twitter.com/wViqrk182o— Aaron Rupar (@atrupar) October 21, 2024 Sakaðir um að hvítþvo Trump Andstæðingar Trumps hafa ítrekað sakað fjölmiðla vestanhafs um að fegra orðræðu Trumps með þessum hætti. Á ensku er þetta kallað „sanewashing“ og gæti það verið íslenskað sem nokkurs konar skynsemisþvottur. Í einföldu máli snýst þetta hugtak um það að gera lítið úr öfgafullum eða undarlegum ummælum fólks, eða að hvítþvo það sem fólk segir eða gerir. Þegar kemur að Trump snýst gagnrýnin um það að Trump hefur haldið fjölmargar ræður þar sem hann fer um víðan völl og segir og gerir oft hluti sem eru hreinlega fáránlegir. Fjölmiðlar vestanhafs hafa oft verið sakaðir um að hunsa umdeildustu ummæli hans og taka þá úr samhengi eða seta samhengislaust röfl hans í samhengi og teikna það upp sem einhverskonar stefnuræðu. Koma reglu á óreglu Trump hefur lengi farið í undarlegar áttir í ræðum sínum. Mörgum þykir þetta oft innihaldslaust röfl en Trump er sjálfur á því að þetta sé mikil snilligáfa og kallar hann það hvernig hann flytur ræðuna sem „Fléttuna“. Hann fari víða um en tengi þetta allt saman í eina fléttu á endanum. Fjölmiðlar vestanhafs hafa sömuleiðis lengi verið gagnrýndir fyrir það með hvaða hætti þeir fjalla um Trump. Þessi gagnrýni hefur meðal annars snúist um að fjölmiðlar hafi sýnt of mikið af ræðum Trumps, þar sem hann fer ítrekað mjög frjálslega með sannleikann. Nú vilja margir að ræður hans fái meiri athygli en áður. Aðalritstjóri The Atlantic segir blaðamenn hafa tilhneigingu til að reyna að setja hluti í samhengi. Starf þeirra snúist að miklu leyti um það. Vandamálið skapaðist vegna þess að ekkert vit væri í stjórnmálunum í Bandaríkjunum í dag. „Svona virkar þetta: Trump hljómar eins og hann sé klikkaður, en hann getur ekki verið klikkaður, hann er væntanlegur frambjóðandi stórs stjórnmálaflokks og slíkur flokkur myndi ekki tilnefna mann sem er klikkaður. Þess vegna er okkar hlutverk að slípa orðræðu hans, finna meiningu í undarlegum yfirlýsingum hans, að hagræða,“ skrifaði Jeffrey Goldberg í grein í sumar, eftir að Trump hélt langa ræðu á kosningafundi um hákarla og rafhlöður í skipum. Jonathan Capehart, hjá NBC News, fjallaði um fyrirbærið „sanewashing“ um helgina. „Þetta er ekki eðlilegt!“ sagði hann ítrekað eftir að hann birti stutt myndbönd af ummælum Trumps. "THIS ISN'T NORMAL" @CapehartJ shares his take on how Donald Trump's rhetoric is being normalized by his allies and some in the media and how that's becoming dangerous. #sundayshow pic.twitter.com/rDusC5UWj1— The Saturday/Sunday Show with Jonathan Capehart (@weekendcapehart) October 20, 2024 Enginn kvartað yfir umfjöllun um Harris Í grein sem blaðamaður NPR skrifaði í síðasta mánuði sagði hún að þangað bærust reglulega kvartanir vegna umfjöllunar um Trump, þar sem starfsmenn miðilsins voru sakaðir um „sanewashing“. Engin slík kvörtun hafði þá borist vegna umfjöllunar um Harris. Höfundur greinarinnar segir að á annan bóginn segist um helmingur kjósenda styðja Trump. Á hinn bóginn séu næstum því allar ræður hans og yfirlýsingar fullar af lygum, innihaldslausu röfli og árásum á jaðarsetta hópa. Mjög erfitt geti verið að setja ummæli hans í einhverskonar samhengi. Ein útskýringin á þessu fyrirbæri er mögulega sú að blaðamenn séu orðnir ónæmir fyrir ummælum Trumps, sem myndu vekja mun meiri athygli ef þau kæmu frá öðrum stjórnmálamönnum. Birta ummæli Trumps Því hefur ítrekað verið haldið fram að Kamala Harris kæmist alls ekki upp með sambærilega orðræðu og Trump og er ítrekað með. Jon Stewart gerði það til að mynda í Daily Show í gærkvöldi. „Getið þið ímyndað ykkur ef Kamala Harris héldi kosningafund og byrjaði: Billie Jean King, píkan hennar! Vá! Hún kom úr sturtunni og allar hinir tennisspilararnir kölluðu Halló! Halló! Halló!“ „Það yrði bilun,“ sagði Stewart. Harris gagnrýndi hann harðlega í viðtali um helgina og sagði meðal annars að hegðun hans væri niðrandi fyrir embætti forseta Bandaríkjanna. „Bandaríska þjóðin á mun betra skilið,“ sagði Harris meðal annars í viðtali við Al Sharpton. Í grein Washington Post segir að kosningateymi Trumps sjái hag í því að sífellt sé talað um Trump í fjölmiðlum og hann sé stöðugt til umfjöllunar. Demókratar veðji hins vegar á að þessi umfjöllun, og þá helst umfjöllun um skringileg og umdeild ummæli hans, muni koma niður á honum í kosningunum í næsta mánuði. Að óákveðnir kjósendur muni sjá að hann sé óhæfur. Framboð Harris hefur gefið í þegar kemur að því að birta myndefni af ræðum og ummælum Trumps. Fleiri myndbönd af Trump á kosningafundum hans hafa verið birt á samfélagsmiðlum og í auglýsingum, samhliða skilaboðum um að hann sé óstöðugur og óhæfur til embættis forseta Bandaríkjanna, samkvæmt frétt Washington Post. Trump says he opposes wind energy because he thinks his TV would turn off when the wind isn’t blowing pic.twitter.com/aU0rZCY99a— Kamala HQ (@KamalaHQ) October 22, 2024 Til þessa hefur teymi Harris reynt að nýta sér aðstoð Repúblikana eins og Liz Cheney og manna sem störfuðu í ríkisstjórn Trumps á árum áður. Lengi verið í vanda með Trump Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar hafa blaðamenn um árabil átt í vandræðum með það hvernig fjalla eigi um Trump. Þau vandræði hafa meðal annars snúið að því hvort sýna eigi frá öllum ræðum hans eða ekki og hvort taka eigi fram þegar hann segi ósatt eða ekki. Í umfjöllun fréttaveitunnar segir að ítarlegar greinar um ummæli Trumps og hegðun hans falli ekki inn í hefðbundinn, daglegan og knappan fréttaflutning, eða þær fréttir sem flestir fylgjast með. Það séu frekar meiri áhugamenn sem lesi og horfi á slíkar fréttir. Þessar fréttir séu þó til. Fjölmarðar vestanhafs hafi farið djúpt í orðræðu Trumps, hugarástand og vitsmuni. Maggie Haberman, blaðamaður NYT, sagði í viðtali í september að þau kerfi sem bandarískir fjölmiðlar hefðu byggt í kringum sig væru ekki hönnuð til að takast á við menn sem segðu jafn oft ósatt og Trump gerði, eða röfluðu jafn mikið. Hún sagðist þeirrar skoðunar að fjölmiðlar hefðu þó staðið sig ágætlega í að varpa ljósi á þann mann sem Trump hefði að geyma. Prófessor í fjölmiðlafræði sagði að kvartanirnar gegn fjölmiðlum snerust að miklu leyti um það hve lítil áhrif það virtist hafa á stóran hluta Bandaríkjamanna. Að þetta fólk vildi að fjölmiðlar sannfærðu stuðningsmenn Trumps um að þau hefðu rangt fyrir sér, sem væri ekki hlutverk fjölmiðla.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Efast um lögmæti milljóna dala gjafa Musks til kjósenda Auðjöfurinn Elon Musk hefur heitið því að gefa einum skráðum kjósenda í svokölluðum sveifluríkjum í Bandaríkjunum milljón dali á degi hverjum fram að kosningum. Sérfræðingar segja þetta mögulega ólöglegt og ríkisstjóri Pennsylvaínu hefur kallað eftir því að málið verði rannsakað. 21. október 2024 10:35 Sér ekki á svörtu hjá „hinum útvalda“ „Skekkjumörkin eru yfirleitt í kringum tvö og hálft til þrjú og hálft prósent, þannig að þetta er allt innan skekkjumarka,“ sagði Friðjón R. Friðjónsson, sérlegur áhugamaður um bandarísk stjórnmál, í Baráttunni um Bandaríkin í vikunni. 19. október 2024 09:01 Bar fram samsæriskenningar á fyrsta kosningafundinum Elon Musk, einn auðugasti maður heims, bar í gær upp gamlar og ósannar samsæriskenningar um kosningasvik í forsetakosningunum 2020. Það gerði hann á kosningafundi fyrir Donald Trump í Pennsylvaníu og gaf hann meðal annars til kynna að kosningavélar Dominion Voting Systems hefðu verið notuð til kosningasvika. 18. október 2024 14:21 Mætti á Fox í gær og á í viðræðum um viðtal við Rogan Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrataflokksins, var til viðtals á Fox News í gær og sitt sýnist hverjum um hvernig hún stóð sig. 17. október 2024 10:41 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Efast um lögmæti milljóna dala gjafa Musks til kjósenda Auðjöfurinn Elon Musk hefur heitið því að gefa einum skráðum kjósenda í svokölluðum sveifluríkjum í Bandaríkjunum milljón dali á degi hverjum fram að kosningum. Sérfræðingar segja þetta mögulega ólöglegt og ríkisstjóri Pennsylvaínu hefur kallað eftir því að málið verði rannsakað. 21. október 2024 10:35
Sér ekki á svörtu hjá „hinum útvalda“ „Skekkjumörkin eru yfirleitt í kringum tvö og hálft til þrjú og hálft prósent, þannig að þetta er allt innan skekkjumarka,“ sagði Friðjón R. Friðjónsson, sérlegur áhugamaður um bandarísk stjórnmál, í Baráttunni um Bandaríkin í vikunni. 19. október 2024 09:01
Bar fram samsæriskenningar á fyrsta kosningafundinum Elon Musk, einn auðugasti maður heims, bar í gær upp gamlar og ósannar samsæriskenningar um kosningasvik í forsetakosningunum 2020. Það gerði hann á kosningafundi fyrir Donald Trump í Pennsylvaníu og gaf hann meðal annars til kynna að kosningavélar Dominion Voting Systems hefðu verið notuð til kosningasvika. 18. október 2024 14:21
Mætti á Fox í gær og á í viðræðum um viðtal við Rogan Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrataflokksins, var til viðtals á Fox News í gær og sitt sýnist hverjum um hvernig hún stóð sig. 17. október 2024 10:41