Heilsuráð Önnu Eiríks fyrir haustið Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 25. október 2024 09:34 Anna Eiriksdóttir hefur starfað sem hóptímaþjálfari í rúmlega 25 ár. Líkamsræktar- og heilsufrömuðurinn Anna Eiríksdóttir undirstrikar mikilvægi þess að fólk forgangsraði hreyfingu í daglegu lífi, jafnvel þótt það sé aðeins fimmtán mínútur á dag. Hér að neðan má finna fimm einföld ráð til að koma hreyfingu inn í rútínuna. „Ég hef aðstoðað fólk sem er að ganga í gegnum kulnun í vinnu, nýbakaðar mæður, konur sem eru að ganga í gegnum breytingaskeiðið, hraust fólk sem vill bæta lífsgæði sín með reglulegri hreyfingu og lengi mætti telja. Það sem allir eiga sameiginlegt er að hreyfing hefur hjálpað verulega til að styrkja og efla andlega heilsu ásamt líkamlegu hreysti,“ segir Anna sem hefur starfað sem hóptímaþjálfari í rúmlega 25 ár. Samhliða þjálfuninni starfar Anna sem deildarstjóri hjá Hreyfingu ásamt því að halda úti heilsuvefnum annaeiriks.is. Tímaskortur engin afsökun Fimmtán mínútur Setjið ykkur markmið að hreyfa ykkur að lágmarki 15 mínútur á dag til að byrja með. Setjið það upp sem plan fyrir eina viku í einu. Prófið ykkur áfram Prófið ykkur áfram til að finna hvað hentar ykkur best. Það getur verið allt frá göngutúrum, sundi, hjólreiðum, fjallgöngum, útihlaupum, jóga, tennis, badminton, styrktarþjálfun, eða teygjum. Náttúran gefur Tengingin við náttúruna er ótrúlega nærandi og gefandi. Reynið að taka að lágmarki einn góðan göngutúr á viku úti í náttúrunni og andið að ykkur ferska loftinu, það er töfrum líkast. Námskeið eða æfingafélagi Að skrá sig á námskeið, í hlaupahóp, til einkaþjálfara eða í fjarþjálfun getur verið mjög hjálplegt til að koma sér af stað. Enn betra er að hafa einhvern með sér, því þá er maður skuldbundinn því að mæta á ákveðnum tíma og vill ekki bregðast æfingafélaganum. Hreint mataræði Næringin skiptir alltaf miklu máli. Reyndu að borða eins hreina fæðu og mögulegt er og forðastu unnar vörur og viðbættan sykri. Munið að enginn er fullkominn í mataræðinu og ætti ekki að vera með einhver boð og bönn. Þetta snýst um frekar um að stilla „óholla“ fæðu í hóf og njóta þess. Hér finnið þið allskonar góðar hugmyndir að fljótlegum og hollum réttum frá mér. View this post on Instagram A post shared by Anna Eiriks (@aeiriks) Heilsa Streita og kulnun Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira
„Ég hef aðstoðað fólk sem er að ganga í gegnum kulnun í vinnu, nýbakaðar mæður, konur sem eru að ganga í gegnum breytingaskeiðið, hraust fólk sem vill bæta lífsgæði sín með reglulegri hreyfingu og lengi mætti telja. Það sem allir eiga sameiginlegt er að hreyfing hefur hjálpað verulega til að styrkja og efla andlega heilsu ásamt líkamlegu hreysti,“ segir Anna sem hefur starfað sem hóptímaþjálfari í rúmlega 25 ár. Samhliða þjálfuninni starfar Anna sem deildarstjóri hjá Hreyfingu ásamt því að halda úti heilsuvefnum annaeiriks.is. Tímaskortur engin afsökun Fimmtán mínútur Setjið ykkur markmið að hreyfa ykkur að lágmarki 15 mínútur á dag til að byrja með. Setjið það upp sem plan fyrir eina viku í einu. Prófið ykkur áfram Prófið ykkur áfram til að finna hvað hentar ykkur best. Það getur verið allt frá göngutúrum, sundi, hjólreiðum, fjallgöngum, útihlaupum, jóga, tennis, badminton, styrktarþjálfun, eða teygjum. Náttúran gefur Tengingin við náttúruna er ótrúlega nærandi og gefandi. Reynið að taka að lágmarki einn góðan göngutúr á viku úti í náttúrunni og andið að ykkur ferska loftinu, það er töfrum líkast. Námskeið eða æfingafélagi Að skrá sig á námskeið, í hlaupahóp, til einkaþjálfara eða í fjarþjálfun getur verið mjög hjálplegt til að koma sér af stað. Enn betra er að hafa einhvern með sér, því þá er maður skuldbundinn því að mæta á ákveðnum tíma og vill ekki bregðast æfingafélaganum. Hreint mataræði Næringin skiptir alltaf miklu máli. Reyndu að borða eins hreina fæðu og mögulegt er og forðastu unnar vörur og viðbættan sykri. Munið að enginn er fullkominn í mataræðinu og ætti ekki að vera með einhver boð og bönn. Þetta snýst um frekar um að stilla „óholla“ fæðu í hóf og njóta þess. Hér finnið þið allskonar góðar hugmyndir að fljótlegum og hollum réttum frá mér. View this post on Instagram A post shared by Anna Eiriks (@aeiriks)
Heilsa Streita og kulnun Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira