Arnhildur hlaut umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 22. október 2024 21:31 Arnhildur er fjölhæfur sérfræðingur sem brennur fyrir breytingum í borgarskipulagi, arkitektúr og byggingariðnaði. Arkitektinn Arnhildur Pálmadóttir hlaut umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs að þessu sinni fyrir þverfaglega nálgun og áherslu á minnkaða kolefnislosun og endurnýtingu byggingarefnis. Tilkynnt var um sigurvegara verðlauna Norðurlandaráðs í kvöld. Veitt voru verðlaun í fimm flokkum, flokki bókmennta, kvikmynda, barna- og unglingabókmennta og tónlistar. Tvenn verðlaun rötuðu til Danmerkur, tvenn til Noregs og ein til Íslands. Í rökstuðningi dómnefndar á verðlaunum Arnhildar segir að í vinnu sinni sem arkitekt komi Arnhildur að öllum stigum byggingarverkefna: borgarskipulagi, hönnun og smíðaferli bygginga. Með fjölbreyttum áhugamálum sínum og kunnáttu stuðli hún að breytingum og finni sjálfbærar lausnir í iðnaði sem beri ábyrgð á um fjörutíu prósent af kolefnislosun heimsins. „Hönnunarverkefni hennar, hvort sem um er að ræða einstaka hús eða borgarskipulag, snúast að miklu leyti um að nýta endurunnin og endurnýtt efni, minnkaða orku- og efnisnotkun, kolefnishlutlausar lausnir og ástundun sjálfbærs lífsstíls, t.d. með því að auðvelda notkun almenningssamgangna, deilihagkerfis og fleira,“ segir í rökstuðningnum. Þá segir að um þessar mundir vinni Arnhildur að rannsóknum að því hvort stýra megi hraunrennsli í mót til að nota við byggingargerð. Hún mun sýna vinnu sína við efnið á nítjánda Feneyjatvíæringnum í arkitektúr 2025, fyrst Íslendinga. Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2024 hlaut Jakob Martin Strid frá Danmörku fyrir bókina Den fantastiske bus. Tónlistarverðlaun Norðuelandaráðs rötuðu að auki til Danmerkur en tónlistarmaðurinn Rune Glerup hreppti hnossið fyrir verkið Om Lys og Lethed. Norska kvikmyndin Sex eftir Dag Johan Haugerud hlaut kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs að þessu sinni. Norðmaðurinn Niels Fredrik Dahl hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir bókina Fars rygg. Nánar má lesa um verðlaunin á vef ráðsins. Norðurlandaráð Umhverfismál Sjálfbærni Húsavernd Bókmenntir Tónlist Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Arnhildur tilnefnd til verðlauna Arkitektinn Arnhildur Pálmadóttir hlýtur tilnefningu til Umhverfisverðlauna Norðurlandsráðs 2024 fyrir þverfaglegt samstarf og fókus á endurvinnanlegt byggingarefni. Alls eru átta tilnefningar og verðlaunin verða afhent í Reykjavík í haust. 1. júlí 2024 13:52 Mest lesið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Lífið Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Lífið samstarf Bitin Bachelor stjarna Lífið Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Lífið Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn Lífið Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Fleiri fréttir Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Sjá meira
Tilkynnt var um sigurvegara verðlauna Norðurlandaráðs í kvöld. Veitt voru verðlaun í fimm flokkum, flokki bókmennta, kvikmynda, barna- og unglingabókmennta og tónlistar. Tvenn verðlaun rötuðu til Danmerkur, tvenn til Noregs og ein til Íslands. Í rökstuðningi dómnefndar á verðlaunum Arnhildar segir að í vinnu sinni sem arkitekt komi Arnhildur að öllum stigum byggingarverkefna: borgarskipulagi, hönnun og smíðaferli bygginga. Með fjölbreyttum áhugamálum sínum og kunnáttu stuðli hún að breytingum og finni sjálfbærar lausnir í iðnaði sem beri ábyrgð á um fjörutíu prósent af kolefnislosun heimsins. „Hönnunarverkefni hennar, hvort sem um er að ræða einstaka hús eða borgarskipulag, snúast að miklu leyti um að nýta endurunnin og endurnýtt efni, minnkaða orku- og efnisnotkun, kolefnishlutlausar lausnir og ástundun sjálfbærs lífsstíls, t.d. með því að auðvelda notkun almenningssamgangna, deilihagkerfis og fleira,“ segir í rökstuðningnum. Þá segir að um þessar mundir vinni Arnhildur að rannsóknum að því hvort stýra megi hraunrennsli í mót til að nota við byggingargerð. Hún mun sýna vinnu sína við efnið á nítjánda Feneyjatvíæringnum í arkitektúr 2025, fyrst Íslendinga. Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2024 hlaut Jakob Martin Strid frá Danmörku fyrir bókina Den fantastiske bus. Tónlistarverðlaun Norðuelandaráðs rötuðu að auki til Danmerkur en tónlistarmaðurinn Rune Glerup hreppti hnossið fyrir verkið Om Lys og Lethed. Norska kvikmyndin Sex eftir Dag Johan Haugerud hlaut kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs að þessu sinni. Norðmaðurinn Niels Fredrik Dahl hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir bókina Fars rygg. Nánar má lesa um verðlaunin á vef ráðsins.
Norðurlandaráð Umhverfismál Sjálfbærni Húsavernd Bókmenntir Tónlist Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Arnhildur tilnefnd til verðlauna Arkitektinn Arnhildur Pálmadóttir hlýtur tilnefningu til Umhverfisverðlauna Norðurlandsráðs 2024 fyrir þverfaglegt samstarf og fókus á endurvinnanlegt byggingarefni. Alls eru átta tilnefningar og verðlaunin verða afhent í Reykjavík í haust. 1. júlí 2024 13:52 Mest lesið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Lífið Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Lífið samstarf Bitin Bachelor stjarna Lífið Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Lífið Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn Lífið Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Fleiri fréttir Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Sjá meira
Arnhildur tilnefnd til verðlauna Arkitektinn Arnhildur Pálmadóttir hlýtur tilnefningu til Umhverfisverðlauna Norðurlandsráðs 2024 fyrir þverfaglegt samstarf og fókus á endurvinnanlegt byggingarefni. Alls eru átta tilnefningar og verðlaunin verða afhent í Reykjavík í haust. 1. júlí 2024 13:52