Spennulosun á laugardag Bjarki Sigurðsson skrifar 23. október 2024 12:18 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, kynna öll lista úr sínum flokkum á laugardaginn. Vísir/Vilhelm Jón Gnarr fær ekki fyrsta sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík eins og hann hafði óskað eftir. Mikil spenna ríkir fyrir laugardeginum þegar fjölmargir framboðslistar verða kynntir, þar á meðal allir listar flokksins sem mælist með mest fylgi í könnunum. Rúm vika er í að flokkar sem bjóða sig fram til Alþingis þurfa að tilkynna framboðslista sína. Búið er að tilkynna nokkra lista og nokkrir búnir að tilkynna hverjir leiða flokkana inn í kosningarnar. Helstu tíðindi dagsins eru að Jón Gnarr mun ekki leiða Viðreisn í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna líkt og hann sóttist eftir. Oddvitar flokksins í síðustu kosningum munu leiða þar á ný og segist Jón vera sáttur með sitt hlutskipti. Í dag ætlar Viðreisn að kynna lista í Norðvesturkjördæmi, sem og Vinstri græn á Suðurlandi og Lýðræðisflokkur Arnars Þórs Jónssonar kynnir efstu þrjá í öllum kjördæmum. Á morgun kynnir Viðreisn lista í Reykjavík og Suðurkjördæmi og á föstudaginn kynnir Framsókn sinn fyrsta lista, í Norðvesturkjördæmi. Rest frá þeim kemur á laugardaginn, en laugardagurinn virðist ætla að vera stór dagur. Þá kynnir Samfylkingin alla sína lista, Viðreisn kynnir lista í Norðaustur- og Suðvesturkjördæmi, og VG í Norðaustur. Það liggur ekki fyrir hvenær Sjálfstæðismenn kynna lista í Reykjavíkurkjördæmunum en búast má við að listinn í Suðvesturkjördæmi verði kynntur á morgun eftir fund kjördæmisráðs. Listarnir eru í vinnslu hjá Miðflokksmönnum sem gefa lítið upp og Sósíalistar ætla að kynna lista um leið og þeir eru tilbúnir. Píratar vinna í sínum listum og gera má ráð fyrir þeim á næstu dögum. Flokkur fólksins kynnir sína lista að öllum líkindum sama dag og framboðslistarnir verða sendir inn, fimmtudaginn í næstu viku, 31. október. Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Viðreisn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Vinstri græn Miðflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Alþingi Íslendinga hefur verið rofið og kosningar boðaðar þann 30. nóvember næstkomandi. Fylgst verður með nýjustu tíðindinum í aðdraganda kosninga hér í Kosningavaktinni. Ábendingar má senda á ritstjorn@visir.is. 17. október 2024 15:25 Frægð ekki ávísun á frama í pólitík Það að vera þjóðþekktur er ekki endilega ávísun á árangur í stjórnmálum segir almannatengill. Óvenju margir frægir hafa lýst áhuga á að komast á Alþingi og enn bætist í hópinn. 22. október 2024 14:40 Ekki heppilegt ef verkalýðshreyfingin tæmist inn á Alþingi Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í framboð til Alþingis að þessu sinni. Komið hafi verið að máli við hann, eins og raunar fyrir allar alþingiskosningar síðasta áratuginn, en hann hafi ákveðið eftir langa yfirlegu að kröftum hans sé betur varið í verkalýðshreyfingunni. 22. október 2024 12:19 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Fleiri fréttir Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Sjá meira
Rúm vika er í að flokkar sem bjóða sig fram til Alþingis þurfa að tilkynna framboðslista sína. Búið er að tilkynna nokkra lista og nokkrir búnir að tilkynna hverjir leiða flokkana inn í kosningarnar. Helstu tíðindi dagsins eru að Jón Gnarr mun ekki leiða Viðreisn í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna líkt og hann sóttist eftir. Oddvitar flokksins í síðustu kosningum munu leiða þar á ný og segist Jón vera sáttur með sitt hlutskipti. Í dag ætlar Viðreisn að kynna lista í Norðvesturkjördæmi, sem og Vinstri græn á Suðurlandi og Lýðræðisflokkur Arnars Þórs Jónssonar kynnir efstu þrjá í öllum kjördæmum. Á morgun kynnir Viðreisn lista í Reykjavík og Suðurkjördæmi og á föstudaginn kynnir Framsókn sinn fyrsta lista, í Norðvesturkjördæmi. Rest frá þeim kemur á laugardaginn, en laugardagurinn virðist ætla að vera stór dagur. Þá kynnir Samfylkingin alla sína lista, Viðreisn kynnir lista í Norðaustur- og Suðvesturkjördæmi, og VG í Norðaustur. Það liggur ekki fyrir hvenær Sjálfstæðismenn kynna lista í Reykjavíkurkjördæmunum en búast má við að listinn í Suðvesturkjördæmi verði kynntur á morgun eftir fund kjördæmisráðs. Listarnir eru í vinnslu hjá Miðflokksmönnum sem gefa lítið upp og Sósíalistar ætla að kynna lista um leið og þeir eru tilbúnir. Píratar vinna í sínum listum og gera má ráð fyrir þeim á næstu dögum. Flokkur fólksins kynnir sína lista að öllum líkindum sama dag og framboðslistarnir verða sendir inn, fimmtudaginn í næstu viku, 31. október.
Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Viðreisn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Vinstri græn Miðflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Alþingi Íslendinga hefur verið rofið og kosningar boðaðar þann 30. nóvember næstkomandi. Fylgst verður með nýjustu tíðindinum í aðdraganda kosninga hér í Kosningavaktinni. Ábendingar má senda á ritstjorn@visir.is. 17. október 2024 15:25 Frægð ekki ávísun á frama í pólitík Það að vera þjóðþekktur er ekki endilega ávísun á árangur í stjórnmálum segir almannatengill. Óvenju margir frægir hafa lýst áhuga á að komast á Alþingi og enn bætist í hópinn. 22. október 2024 14:40 Ekki heppilegt ef verkalýðshreyfingin tæmist inn á Alþingi Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í framboð til Alþingis að þessu sinni. Komið hafi verið að máli við hann, eins og raunar fyrir allar alþingiskosningar síðasta áratuginn, en hann hafi ákveðið eftir langa yfirlegu að kröftum hans sé betur varið í verkalýðshreyfingunni. 22. október 2024 12:19 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Fleiri fréttir Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Sjá meira
Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Alþingi Íslendinga hefur verið rofið og kosningar boðaðar þann 30. nóvember næstkomandi. Fylgst verður með nýjustu tíðindinum í aðdraganda kosninga hér í Kosningavaktinni. Ábendingar má senda á ritstjorn@visir.is. 17. október 2024 15:25
Frægð ekki ávísun á frama í pólitík Það að vera þjóðþekktur er ekki endilega ávísun á árangur í stjórnmálum segir almannatengill. Óvenju margir frægir hafa lýst áhuga á að komast á Alþingi og enn bætist í hópinn. 22. október 2024 14:40
Ekki heppilegt ef verkalýðshreyfingin tæmist inn á Alþingi Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í framboð til Alþingis að þessu sinni. Komið hafi verið að máli við hann, eins og raunar fyrir allar alþingiskosningar síðasta áratuginn, en hann hafi ákveðið eftir langa yfirlegu að kröftum hans sé betur varið í verkalýðshreyfingunni. 22. október 2024 12:19