„Þau hlæja að þessum fíflagangi en mér er dauðans alvara“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. október 2024 08:32 Græna jólatertan kom í allar búðir á fimmtudaginn og var enginn jafnglaður yfir því og Steinn Kári. Næstu mánuði getur hann fengið sér tertuna ferska í stað þess að borða af tertubirgðum sínum í frystikistunni. Vísir/Vilhelm Græna jólatertan frá Myllunni kann að virðast ósköp venjuleg brún lagkaka með hvítu kremi en fyrir stórum hópi Íslendinga er hún svo miklu meira en það. Stærsti aðdáandi jólatertunnar frystir hana í tugatali til að geta borðað hana árið um kring og hefur jafnvel ferðast með hana til útlanda. „Þetta er grín sem vatt upp á sig. Ég er búinn að vera í mörg ár að dásama þessa köku við vini mína og þeir sögðu alltaf: ,Hvurs lagsins djöfulsins vitleysa er þetta?‘,“ segir Steinn Kári Ragnarsson, markaðsráðgjafi, sem ákvað í gríni árið 2017 að stofna hópinn „Vinir grænu jólatertunnar“. Til að byrja með bauð hann „örfáum vinum“ að ganga í hópinn. „Við vorum kannski fimmtán eða tuttugu fyrsta árið. Svo gerist einhver andskotinn og allt í einu eru mörg þúsund manns þarna inni,“ segir Steinn í viðtali við fréttastofu. Inni í „Vinum grænu jólatertunnar“ birtir fólk myndir af tertunni, lýsir leitarleiðöngrum sínum að henni í verslunum og á í almennum umræðum um ágæti hennar. Steinn er óhræddu við magninnkaup á grænu jólatertunni enda getur hann ekki án hennar verið. Einhverjir tekið forskot á sæluna Áhugi hópsins á tertunni eru slíkur að Myllan hefur útnefnt 24. október ár hvert Dag grænu jólatertunnar en þá kemur hún formlega í allar búðir. Sumir hafa þó getað tekið forskot á sæluna af því sums staðar kemur hún fyrr í búðir. Vestmanneyingar gátu til að mynda gætt sér á tertunni þann 14. október eða heilum tíu dögum fyrr en aðrir. Ekki eru allir jafnsáttir með tertuna í ár. Einhver kvartaði undan því að það væri meira krem í tertunni í ár? Kannastu við það? „Ég held ekki, mér finnst hún alveg geggjuð. En það er svona blæbrigðamunur á milli ára en hún er helvíti góð í ár. En ég fíla aðeins meira krem, ég skal alveg viðurkenna það,“ segir Steinn. „Það er búið að troða í þær alls konar sultum og rugli“ Auk grænu jólatertunnar, sem er brún lagterta með smjörkremi, eru þrjár aðrar jólatertugerðir: sú rauða sem er brún terta með smjörkremi og sultu, sú hvíta sem er hvít randalína með sveskjumauki og sú bláa sem er hvít terta með rabarbarasultu. „Ég hef engan áhuga á þeim,“ segir Steinn aðspurður út í hinar jólaterturnar. „Það er búið að troða í þær alls konar sultum og rugli.“ Skömmu eftir að Steinn stofnaði hópinn árið 2017 ákvað vinkona hans að hafa samband við Mylluna og fékk hann fyrstu kökur ársins á undan öðrum. „Ég er ekki mikill bakari en ég veit bara að mér finnst hinar helvíti vondar og ég elska þessa,“ segir hann um þá grænu. En hefurðu þá reynt að baka tertuna? „Nei, en í gegnum árin þá hefur komið alls konar fólk með prufur handa mér. Ég hef tvisvar á aðfangadag fengið kunningja mína með tertur til að gefa mér að smakka og sagt ,Þetta er alveg miklu betri en græna jólatertan‘ sem þær voru náttúrulega ekki.“ Frystikistan fyllt af tertum Þú hefur líka verið að safna þér birgðum? „Maður kaupir alltaf helling og frystir. Maður á slatta í frysti til að eiga yfir árið. Það er ekki hægt að borða þetta bara um jólin.“ Fyllirðu þá frystikistuna? „Já.“ Eru þetta þá tuttugu eða þrjátíu tertur? „Jafnvel meira,“ segir hann en fer ekkert nánar út í tölurnar. Sumar-jólaterta fyrir Spánarferð Steinn hefur verið duglegur að senda fyrirspurnir á Mylluna með séróskir. Starfsfólk hafi tekið mjög vel í þær flestar og hefur bakaríið nokkrum sinnum framleitt fyrir hann grænar sumartertur. „Ég hafði samband við Mylluna einhvern tímann af því mig langaði að sjá hvort það væri hægt að hafa kökuna með meira kremi. Um mitt sumar bökuðu þau tilraunalögun með tvöföldu kremi og fannst þetta alveg gríðarlega skemmtilegt. Jólatertan vel falin í golfbílnum. Svo vorum við vinirnir einhvern tímann að fara í golfferð og þá hafði ég aftur samband. Hvort þeir gætu ekki útvegað mér nokkrar kökur til að taka með mér til Spánar. Jújú, ekkert vandamál.“ Þið hafið líka verið að berjast fyrir því að rýmka sölutímabilið? „Ég er búinn að senda alls konar fyrirspurnir á Mylluna. Það eina sem ég hef áorkað með því er að nú er búið að búa til þennan dag, 24. október, sem er Dagur jólatertunnar.“ Tertan kom formlega í búðir á fimmtudaginn en fólk reynir að hafa upp á henni fyrr? „Á hverju ári upphefst mikil leit. Fyrstu kökurnar í ár fundust í Bónus í Vestmannaeyjum. Af hverju í ósköpunum hef ég ekki hugmynd um. Ég bý í Hafnarfirðinum, manni fyndist ekkert vitlaust að byrja þar. En það hefur ekki tekist.“ Ónefndur vinur grænu jólatertunnar sýnir hvernig skera eigi tertuna. Best er að leggja hana á hlið og þrýsta hnífnum niður. Besta jólatertan borðuð í svimandi hita Ást Steins á jólatertunni hefur teygt sig víðar og á hann meðal annars ýmiss konar fatnað merktan grænu jólatertunni. „Ég á vin sem sendir mér alltaf jólagjafir og pakkar þeim inn í pappír sem lítur alveg eins og út og umbúðirnar utan á jólatertunni. Ég á sokka og stuttermaboli og allan andskotann og peysu náttúrulega.“ Ekki nóg með að Steinn borði grænu jólatertuna heldur klæðist hann henni líka. Hvað finnst fjölskyldunni um þetta? „Þau hlæja að þessum fíflagangi en mér er fúlasta alvara.“ Börnin hafa ekki erft smekkinn? „Nei, en ég á barnabörn sem finnst þetta alveg geðveikt.“ Hver er besta græna jólaterta sem þú hefur fengið? Þetta er kannski erfið spurning. „Ég held að það hafi verið úti á Spáni. Þar var maður í svimandi hita úti á golfvelli og orðinn ansi svangur. Ég náði að halda þessu leyndu fyrir vinunum og reif hana upp úti á vellinum. Við fengum okkur sneið og þetta var bara eins og einhver himnasending.“ Steinn Kári fær sér gjarnan mjólk með tertunni en það virðist þó ekki vera nauðsyn.Vísir/Vilhelm Matur Grín og gaman Jól Jólamatur Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira
„Þetta er grín sem vatt upp á sig. Ég er búinn að vera í mörg ár að dásama þessa köku við vini mína og þeir sögðu alltaf: ,Hvurs lagsins djöfulsins vitleysa er þetta?‘,“ segir Steinn Kári Ragnarsson, markaðsráðgjafi, sem ákvað í gríni árið 2017 að stofna hópinn „Vinir grænu jólatertunnar“. Til að byrja með bauð hann „örfáum vinum“ að ganga í hópinn. „Við vorum kannski fimmtán eða tuttugu fyrsta árið. Svo gerist einhver andskotinn og allt í einu eru mörg þúsund manns þarna inni,“ segir Steinn í viðtali við fréttastofu. Inni í „Vinum grænu jólatertunnar“ birtir fólk myndir af tertunni, lýsir leitarleiðöngrum sínum að henni í verslunum og á í almennum umræðum um ágæti hennar. Steinn er óhræddu við magninnkaup á grænu jólatertunni enda getur hann ekki án hennar verið. Einhverjir tekið forskot á sæluna Áhugi hópsins á tertunni eru slíkur að Myllan hefur útnefnt 24. október ár hvert Dag grænu jólatertunnar en þá kemur hún formlega í allar búðir. Sumir hafa þó getað tekið forskot á sæluna af því sums staðar kemur hún fyrr í búðir. Vestmanneyingar gátu til að mynda gætt sér á tertunni þann 14. október eða heilum tíu dögum fyrr en aðrir. Ekki eru allir jafnsáttir með tertuna í ár. Einhver kvartaði undan því að það væri meira krem í tertunni í ár? Kannastu við það? „Ég held ekki, mér finnst hún alveg geggjuð. En það er svona blæbrigðamunur á milli ára en hún er helvíti góð í ár. En ég fíla aðeins meira krem, ég skal alveg viðurkenna það,“ segir Steinn. „Það er búið að troða í þær alls konar sultum og rugli“ Auk grænu jólatertunnar, sem er brún lagterta með smjörkremi, eru þrjár aðrar jólatertugerðir: sú rauða sem er brún terta með smjörkremi og sultu, sú hvíta sem er hvít randalína með sveskjumauki og sú bláa sem er hvít terta með rabarbarasultu. „Ég hef engan áhuga á þeim,“ segir Steinn aðspurður út í hinar jólaterturnar. „Það er búið að troða í þær alls konar sultum og rugli.“ Skömmu eftir að Steinn stofnaði hópinn árið 2017 ákvað vinkona hans að hafa samband við Mylluna og fékk hann fyrstu kökur ársins á undan öðrum. „Ég er ekki mikill bakari en ég veit bara að mér finnst hinar helvíti vondar og ég elska þessa,“ segir hann um þá grænu. En hefurðu þá reynt að baka tertuna? „Nei, en í gegnum árin þá hefur komið alls konar fólk með prufur handa mér. Ég hef tvisvar á aðfangadag fengið kunningja mína með tertur til að gefa mér að smakka og sagt ,Þetta er alveg miklu betri en græna jólatertan‘ sem þær voru náttúrulega ekki.“ Frystikistan fyllt af tertum Þú hefur líka verið að safna þér birgðum? „Maður kaupir alltaf helling og frystir. Maður á slatta í frysti til að eiga yfir árið. Það er ekki hægt að borða þetta bara um jólin.“ Fyllirðu þá frystikistuna? „Já.“ Eru þetta þá tuttugu eða þrjátíu tertur? „Jafnvel meira,“ segir hann en fer ekkert nánar út í tölurnar. Sumar-jólaterta fyrir Spánarferð Steinn hefur verið duglegur að senda fyrirspurnir á Mylluna með séróskir. Starfsfólk hafi tekið mjög vel í þær flestar og hefur bakaríið nokkrum sinnum framleitt fyrir hann grænar sumartertur. „Ég hafði samband við Mylluna einhvern tímann af því mig langaði að sjá hvort það væri hægt að hafa kökuna með meira kremi. Um mitt sumar bökuðu þau tilraunalögun með tvöföldu kremi og fannst þetta alveg gríðarlega skemmtilegt. Jólatertan vel falin í golfbílnum. Svo vorum við vinirnir einhvern tímann að fara í golfferð og þá hafði ég aftur samband. Hvort þeir gætu ekki útvegað mér nokkrar kökur til að taka með mér til Spánar. Jújú, ekkert vandamál.“ Þið hafið líka verið að berjast fyrir því að rýmka sölutímabilið? „Ég er búinn að senda alls konar fyrirspurnir á Mylluna. Það eina sem ég hef áorkað með því er að nú er búið að búa til þennan dag, 24. október, sem er Dagur jólatertunnar.“ Tertan kom formlega í búðir á fimmtudaginn en fólk reynir að hafa upp á henni fyrr? „Á hverju ári upphefst mikil leit. Fyrstu kökurnar í ár fundust í Bónus í Vestmannaeyjum. Af hverju í ósköpunum hef ég ekki hugmynd um. Ég bý í Hafnarfirðinum, manni fyndist ekkert vitlaust að byrja þar. En það hefur ekki tekist.“ Ónefndur vinur grænu jólatertunnar sýnir hvernig skera eigi tertuna. Best er að leggja hana á hlið og þrýsta hnífnum niður. Besta jólatertan borðuð í svimandi hita Ást Steins á jólatertunni hefur teygt sig víðar og á hann meðal annars ýmiss konar fatnað merktan grænu jólatertunni. „Ég á vin sem sendir mér alltaf jólagjafir og pakkar þeim inn í pappír sem lítur alveg eins og út og umbúðirnar utan á jólatertunni. Ég á sokka og stuttermaboli og allan andskotann og peysu náttúrulega.“ Ekki nóg með að Steinn borði grænu jólatertuna heldur klæðist hann henni líka. Hvað finnst fjölskyldunni um þetta? „Þau hlæja að þessum fíflagangi en mér er fúlasta alvara.“ Börnin hafa ekki erft smekkinn? „Nei, en ég á barnabörn sem finnst þetta alveg geðveikt.“ Hver er besta græna jólaterta sem þú hefur fengið? Þetta er kannski erfið spurning. „Ég held að það hafi verið úti á Spáni. Þar var maður í svimandi hita úti á golfvelli og orðinn ansi svangur. Ég náði að halda þessu leyndu fyrir vinunum og reif hana upp úti á vellinum. Við fengum okkur sneið og þetta var bara eins og einhver himnasending.“ Steinn Kári fær sér gjarnan mjólk með tertunni en það virðist þó ekki vera nauðsyn.Vísir/Vilhelm
Matur Grín og gaman Jól Jólamatur Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira