„Þau hlæja að þessum fíflagangi en mér er dauðans alvara“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. október 2024 08:32 Græna jólatertan kom í allar búðir á fimmtudaginn og var enginn jafnglaður yfir því og Steinn Kári. Næstu mánuði getur hann fengið sér tertuna ferska í stað þess að borða af tertubirgðum sínum í frystikistunni. Vísir/Vilhelm Græna jólatertan frá Myllunni kann að virðast ósköp venjuleg brún lagkaka með hvítu kremi en fyrir stórum hópi Íslendinga er hún svo miklu meira en það. Stærsti aðdáandi jólatertunnar frystir hana í tugatali til að geta borðað hana árið um kring og hefur jafnvel ferðast með hana til útlanda. „Þetta er grín sem vatt upp á sig. Ég er búinn að vera í mörg ár að dásama þessa köku við vini mína og þeir sögðu alltaf: ,Hvurs lagsins djöfulsins vitleysa er þetta?‘,“ segir Steinn Kári Ragnarsson, markaðsráðgjafi, sem ákvað í gríni árið 2017 að stofna hópinn „Vinir grænu jólatertunnar“. Til að byrja með bauð hann „örfáum vinum“ að ganga í hópinn. „Við vorum kannski fimmtán eða tuttugu fyrsta árið. Svo gerist einhver andskotinn og allt í einu eru mörg þúsund manns þarna inni,“ segir Steinn í viðtali við fréttastofu. Inni í „Vinum grænu jólatertunnar“ birtir fólk myndir af tertunni, lýsir leitarleiðöngrum sínum að henni í verslunum og á í almennum umræðum um ágæti hennar. Steinn er óhræddu við magninnkaup á grænu jólatertunni enda getur hann ekki án hennar verið. Einhverjir tekið forskot á sæluna Áhugi hópsins á tertunni eru slíkur að Myllan hefur útnefnt 24. október ár hvert Dag grænu jólatertunnar en þá kemur hún formlega í allar búðir. Sumir hafa þó getað tekið forskot á sæluna af því sums staðar kemur hún fyrr í búðir. Vestmanneyingar gátu til að mynda gætt sér á tertunni þann 14. október eða heilum tíu dögum fyrr en aðrir. Ekki eru allir jafnsáttir með tertuna í ár. Einhver kvartaði undan því að það væri meira krem í tertunni í ár? Kannastu við það? „Ég held ekki, mér finnst hún alveg geggjuð. En það er svona blæbrigðamunur á milli ára en hún er helvíti góð í ár. En ég fíla aðeins meira krem, ég skal alveg viðurkenna það,“ segir Steinn. „Það er búið að troða í þær alls konar sultum og rugli“ Auk grænu jólatertunnar, sem er brún lagterta með smjörkremi, eru þrjár aðrar jólatertugerðir: sú rauða sem er brún terta með smjörkremi og sultu, sú hvíta sem er hvít randalína með sveskjumauki og sú bláa sem er hvít terta með rabarbarasultu. „Ég hef engan áhuga á þeim,“ segir Steinn aðspurður út í hinar jólaterturnar. „Það er búið að troða í þær alls konar sultum og rugli.“ Skömmu eftir að Steinn stofnaði hópinn árið 2017 ákvað vinkona hans að hafa samband við Mylluna og fékk hann fyrstu kökur ársins á undan öðrum. „Ég er ekki mikill bakari en ég veit bara að mér finnst hinar helvíti vondar og ég elska þessa,“ segir hann um þá grænu. En hefurðu þá reynt að baka tertuna? „Nei, en í gegnum árin þá hefur komið alls konar fólk með prufur handa mér. Ég hef tvisvar á aðfangadag fengið kunningja mína með tertur til að gefa mér að smakka og sagt ,Þetta er alveg miklu betri en græna jólatertan‘ sem þær voru náttúrulega ekki.“ Frystikistan fyllt af tertum Þú hefur líka verið að safna þér birgðum? „Maður kaupir alltaf helling og frystir. Maður á slatta í frysti til að eiga yfir árið. Það er ekki hægt að borða þetta bara um jólin.“ Fyllirðu þá frystikistuna? „Já.“ Eru þetta þá tuttugu eða þrjátíu tertur? „Jafnvel meira,“ segir hann en fer ekkert nánar út í tölurnar. Sumar-jólaterta fyrir Spánarferð Steinn hefur verið duglegur að senda fyrirspurnir á Mylluna með séróskir. Starfsfólk hafi tekið mjög vel í þær flestar og hefur bakaríið nokkrum sinnum framleitt fyrir hann grænar sumartertur. „Ég hafði samband við Mylluna einhvern tímann af því mig langaði að sjá hvort það væri hægt að hafa kökuna með meira kremi. Um mitt sumar bökuðu þau tilraunalögun með tvöföldu kremi og fannst þetta alveg gríðarlega skemmtilegt. Jólatertan vel falin í golfbílnum. Svo vorum við vinirnir einhvern tímann að fara í golfferð og þá hafði ég aftur samband. Hvort þeir gætu ekki útvegað mér nokkrar kökur til að taka með mér til Spánar. Jújú, ekkert vandamál.“ Þið hafið líka verið að berjast fyrir því að rýmka sölutímabilið? „Ég er búinn að senda alls konar fyrirspurnir á Mylluna. Það eina sem ég hef áorkað með því er að nú er búið að búa til þennan dag, 24. október, sem er Dagur jólatertunnar.“ Tertan kom formlega í búðir á fimmtudaginn en fólk reynir að hafa upp á henni fyrr? „Á hverju ári upphefst mikil leit. Fyrstu kökurnar í ár fundust í Bónus í Vestmannaeyjum. Af hverju í ósköpunum hef ég ekki hugmynd um. Ég bý í Hafnarfirðinum, manni fyndist ekkert vitlaust að byrja þar. En það hefur ekki tekist.“ Ónefndur vinur grænu jólatertunnar sýnir hvernig skera eigi tertuna. Best er að leggja hana á hlið og þrýsta hnífnum niður. Besta jólatertan borðuð í svimandi hita Ást Steins á jólatertunni hefur teygt sig víðar og á hann meðal annars ýmiss konar fatnað merktan grænu jólatertunni. „Ég á vin sem sendir mér alltaf jólagjafir og pakkar þeim inn í pappír sem lítur alveg eins og út og umbúðirnar utan á jólatertunni. Ég á sokka og stuttermaboli og allan andskotann og peysu náttúrulega.“ Ekki nóg með að Steinn borði grænu jólatertuna heldur klæðist hann henni líka. Hvað finnst fjölskyldunni um þetta? „Þau hlæja að þessum fíflagangi en mér er fúlasta alvara.“ Börnin hafa ekki erft smekkinn? „Nei, en ég á barnabörn sem finnst þetta alveg geðveikt.“ Hver er besta græna jólaterta sem þú hefur fengið? Þetta er kannski erfið spurning. „Ég held að það hafi verið úti á Spáni. Þar var maður í svimandi hita úti á golfvelli og orðinn ansi svangur. Ég náði að halda þessu leyndu fyrir vinunum og reif hana upp úti á vellinum. Við fengum okkur sneið og þetta var bara eins og einhver himnasending.“ Steinn Kári fær sér gjarnan mjólk með tertunni en það virðist þó ekki vera nauðsyn.Vísir/Vilhelm Matur Grín og gaman Jól Jólamatur Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Sjá meira
„Þetta er grín sem vatt upp á sig. Ég er búinn að vera í mörg ár að dásama þessa köku við vini mína og þeir sögðu alltaf: ,Hvurs lagsins djöfulsins vitleysa er þetta?‘,“ segir Steinn Kári Ragnarsson, markaðsráðgjafi, sem ákvað í gríni árið 2017 að stofna hópinn „Vinir grænu jólatertunnar“. Til að byrja með bauð hann „örfáum vinum“ að ganga í hópinn. „Við vorum kannski fimmtán eða tuttugu fyrsta árið. Svo gerist einhver andskotinn og allt í einu eru mörg þúsund manns þarna inni,“ segir Steinn í viðtali við fréttastofu. Inni í „Vinum grænu jólatertunnar“ birtir fólk myndir af tertunni, lýsir leitarleiðöngrum sínum að henni í verslunum og á í almennum umræðum um ágæti hennar. Steinn er óhræddu við magninnkaup á grænu jólatertunni enda getur hann ekki án hennar verið. Einhverjir tekið forskot á sæluna Áhugi hópsins á tertunni eru slíkur að Myllan hefur útnefnt 24. október ár hvert Dag grænu jólatertunnar en þá kemur hún formlega í allar búðir. Sumir hafa þó getað tekið forskot á sæluna af því sums staðar kemur hún fyrr í búðir. Vestmanneyingar gátu til að mynda gætt sér á tertunni þann 14. október eða heilum tíu dögum fyrr en aðrir. Ekki eru allir jafnsáttir með tertuna í ár. Einhver kvartaði undan því að það væri meira krem í tertunni í ár? Kannastu við það? „Ég held ekki, mér finnst hún alveg geggjuð. En það er svona blæbrigðamunur á milli ára en hún er helvíti góð í ár. En ég fíla aðeins meira krem, ég skal alveg viðurkenna það,“ segir Steinn. „Það er búið að troða í þær alls konar sultum og rugli“ Auk grænu jólatertunnar, sem er brún lagterta með smjörkremi, eru þrjár aðrar jólatertugerðir: sú rauða sem er brún terta með smjörkremi og sultu, sú hvíta sem er hvít randalína með sveskjumauki og sú bláa sem er hvít terta með rabarbarasultu. „Ég hef engan áhuga á þeim,“ segir Steinn aðspurður út í hinar jólaterturnar. „Það er búið að troða í þær alls konar sultum og rugli.“ Skömmu eftir að Steinn stofnaði hópinn árið 2017 ákvað vinkona hans að hafa samband við Mylluna og fékk hann fyrstu kökur ársins á undan öðrum. „Ég er ekki mikill bakari en ég veit bara að mér finnst hinar helvíti vondar og ég elska þessa,“ segir hann um þá grænu. En hefurðu þá reynt að baka tertuna? „Nei, en í gegnum árin þá hefur komið alls konar fólk með prufur handa mér. Ég hef tvisvar á aðfangadag fengið kunningja mína með tertur til að gefa mér að smakka og sagt ,Þetta er alveg miklu betri en græna jólatertan‘ sem þær voru náttúrulega ekki.“ Frystikistan fyllt af tertum Þú hefur líka verið að safna þér birgðum? „Maður kaupir alltaf helling og frystir. Maður á slatta í frysti til að eiga yfir árið. Það er ekki hægt að borða þetta bara um jólin.“ Fyllirðu þá frystikistuna? „Já.“ Eru þetta þá tuttugu eða þrjátíu tertur? „Jafnvel meira,“ segir hann en fer ekkert nánar út í tölurnar. Sumar-jólaterta fyrir Spánarferð Steinn hefur verið duglegur að senda fyrirspurnir á Mylluna með séróskir. Starfsfólk hafi tekið mjög vel í þær flestar og hefur bakaríið nokkrum sinnum framleitt fyrir hann grænar sumartertur. „Ég hafði samband við Mylluna einhvern tímann af því mig langaði að sjá hvort það væri hægt að hafa kökuna með meira kremi. Um mitt sumar bökuðu þau tilraunalögun með tvöföldu kremi og fannst þetta alveg gríðarlega skemmtilegt. Jólatertan vel falin í golfbílnum. Svo vorum við vinirnir einhvern tímann að fara í golfferð og þá hafði ég aftur samband. Hvort þeir gætu ekki útvegað mér nokkrar kökur til að taka með mér til Spánar. Jújú, ekkert vandamál.“ Þið hafið líka verið að berjast fyrir því að rýmka sölutímabilið? „Ég er búinn að senda alls konar fyrirspurnir á Mylluna. Það eina sem ég hef áorkað með því er að nú er búið að búa til þennan dag, 24. október, sem er Dagur jólatertunnar.“ Tertan kom formlega í búðir á fimmtudaginn en fólk reynir að hafa upp á henni fyrr? „Á hverju ári upphefst mikil leit. Fyrstu kökurnar í ár fundust í Bónus í Vestmannaeyjum. Af hverju í ósköpunum hef ég ekki hugmynd um. Ég bý í Hafnarfirðinum, manni fyndist ekkert vitlaust að byrja þar. En það hefur ekki tekist.“ Ónefndur vinur grænu jólatertunnar sýnir hvernig skera eigi tertuna. Best er að leggja hana á hlið og þrýsta hnífnum niður. Besta jólatertan borðuð í svimandi hita Ást Steins á jólatertunni hefur teygt sig víðar og á hann meðal annars ýmiss konar fatnað merktan grænu jólatertunni. „Ég á vin sem sendir mér alltaf jólagjafir og pakkar þeim inn í pappír sem lítur alveg eins og út og umbúðirnar utan á jólatertunni. Ég á sokka og stuttermaboli og allan andskotann og peysu náttúrulega.“ Ekki nóg með að Steinn borði grænu jólatertuna heldur klæðist hann henni líka. Hvað finnst fjölskyldunni um þetta? „Þau hlæja að þessum fíflagangi en mér er fúlasta alvara.“ Börnin hafa ekki erft smekkinn? „Nei, en ég á barnabörn sem finnst þetta alveg geðveikt.“ Hver er besta græna jólaterta sem þú hefur fengið? Þetta er kannski erfið spurning. „Ég held að það hafi verið úti á Spáni. Þar var maður í svimandi hita úti á golfvelli og orðinn ansi svangur. Ég náði að halda þessu leyndu fyrir vinunum og reif hana upp úti á vellinum. Við fengum okkur sneið og þetta var bara eins og einhver himnasending.“ Steinn Kári fær sér gjarnan mjólk með tertunni en það virðist þó ekki vera nauðsyn.Vísir/Vilhelm
Matur Grín og gaman Jól Jólamatur Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Sjá meira