Óvinsæll Trudeau ætlar ekki að víkja Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2024 11:23 Justin Trudeau á blaðamannafundi í gær. AP/Sean Kilpatrick Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segist ekki ætla að stíga til hliðar sem leiðtogi Frjálslynda flokksins þó að 24 þingmenn úr flokknum hafi kallað eftir því. Flokkurinn hefur misst mikið fylgi samkvæmt könnunum og óttast þingmenn Trudeau að óvinsældir forsætisráðherrans séu að koma niður á flokknum. Á blaðamannafundi í gær, þar sem forsætisráðherrann var að kynna aðgerðir ríkisstjórnar sinnar til að takmarka fjölda innflytjenda í Kanada á næstu árum, sagðist Trudeau ekki ætla að víkja. Hann myndi leiða Frjálslynda flokkinn í komandi kosningum. Immigration is central to the story of Canada. Our decision to temporarily reduce the number of immigrants is a pragmatic one that addresses the needs of our economy right now. pic.twitter.com/MmNvfqcHBy— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) October 24, 2024 Eftir níu ár í ríkisstjórn hafa vinsældir Trudeau í augum kjósenda minnkað mjög. Kanadíska ríkisútvarpið (CBC) segir kannanir benda til þess að Íhaldsflokkurinn sé með nítján prósentustiga forskot á Frjálslynda flokkinn. Til stendur að næstu þingkosningar verði haldnar fyrir október á næsta ári en nákvæmlega hvenær liggur ekki fyrir að svo stöddu. Áðurnefndir þingmenn birtu opið bréf þar sem þeir kölluðu eftir því að Trudeau færi af velli til að forða flokknum frá því að hljóta afhroð í komandi þingkosningum. Trudeau fundaði með þingflokki sínum í þrjár klukkustundir á miðvikudaginn og lýsti hann umræðunum sem „kröftugum“, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Hann sagðist þó ekki ætla að víkja, eins og áður hefur komið fram, hann myndi leiða flokkinn í kosningunum á næsta ári. Enginn kanadískur forsætisráðherra hefur setið í fjögur kjörtímabil í röð í meira en hundrað ár. Ráðherrar Trudeau segja hann njóta stuðnings mikils meirihluta 153 þingmanna Frjálslynda flokksins. Að minnsta kosti einn þingmannanna sem skrifaði undir bréfið sagðist vonsvikinn með að Trudeau virtist ekki hafa tekið sér nokkurn tíma til umhugsunar. Sean Casey, umræddur þingmaður, sagðist þó ekki ætla að grípa til frekari aðgerða. Hann hefði talið það skyldu sína að lýsa yfir áhyggjum sínum og nú væri málið dautt. Kanada Tengdar fréttir Saka yfirvöld í Indlandi um ofbeldi og morð í Kanada Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur sakað ríkisstjórn Indlands um aðild að glæpum, ofbeldi og morðum í Kanada. Hann sakaði Indverja um að hafa gert „grundvallar mistök“ og að aðgerðir þeirra væru alfarið óásættanlegar. 15. október 2024 10:41 Stígur á bremsuna í málefnum innflytjenda Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, ætlar að draga úr fjölda innflytjenda sem fá að setjast að í Kanada. Trudeau hefur lengi hyllt innflytjendur sem flytja til Kanada en umfangsmiklar breytingar hafa orðið á viðhorfi almennings í Kanada varðandi málaflokkinn, samhliða skorti á húsnæði og auknu álagi á heilbrigðiskerfi landsins. 17. febrúar 2024 17:05 Trudeau-hjónin skilja Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada og eiginkona hans Sophie Grégoire Trudeau, sem er fyrrverandi sjónvarpskona, eru að skilja eftir átján ára hjónaband. 2. ágúst 2023 17:04 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Á blaðamannafundi í gær, þar sem forsætisráðherrann var að kynna aðgerðir ríkisstjórnar sinnar til að takmarka fjölda innflytjenda í Kanada á næstu árum, sagðist Trudeau ekki ætla að víkja. Hann myndi leiða Frjálslynda flokkinn í komandi kosningum. Immigration is central to the story of Canada. Our decision to temporarily reduce the number of immigrants is a pragmatic one that addresses the needs of our economy right now. pic.twitter.com/MmNvfqcHBy— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) October 24, 2024 Eftir níu ár í ríkisstjórn hafa vinsældir Trudeau í augum kjósenda minnkað mjög. Kanadíska ríkisútvarpið (CBC) segir kannanir benda til þess að Íhaldsflokkurinn sé með nítján prósentustiga forskot á Frjálslynda flokkinn. Til stendur að næstu þingkosningar verði haldnar fyrir október á næsta ári en nákvæmlega hvenær liggur ekki fyrir að svo stöddu. Áðurnefndir þingmenn birtu opið bréf þar sem þeir kölluðu eftir því að Trudeau færi af velli til að forða flokknum frá því að hljóta afhroð í komandi þingkosningum. Trudeau fundaði með þingflokki sínum í þrjár klukkustundir á miðvikudaginn og lýsti hann umræðunum sem „kröftugum“, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Hann sagðist þó ekki ætla að víkja, eins og áður hefur komið fram, hann myndi leiða flokkinn í kosningunum á næsta ári. Enginn kanadískur forsætisráðherra hefur setið í fjögur kjörtímabil í röð í meira en hundrað ár. Ráðherrar Trudeau segja hann njóta stuðnings mikils meirihluta 153 þingmanna Frjálslynda flokksins. Að minnsta kosti einn þingmannanna sem skrifaði undir bréfið sagðist vonsvikinn með að Trudeau virtist ekki hafa tekið sér nokkurn tíma til umhugsunar. Sean Casey, umræddur þingmaður, sagðist þó ekki ætla að grípa til frekari aðgerða. Hann hefði talið það skyldu sína að lýsa yfir áhyggjum sínum og nú væri málið dautt.
Kanada Tengdar fréttir Saka yfirvöld í Indlandi um ofbeldi og morð í Kanada Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur sakað ríkisstjórn Indlands um aðild að glæpum, ofbeldi og morðum í Kanada. Hann sakaði Indverja um að hafa gert „grundvallar mistök“ og að aðgerðir þeirra væru alfarið óásættanlegar. 15. október 2024 10:41 Stígur á bremsuna í málefnum innflytjenda Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, ætlar að draga úr fjölda innflytjenda sem fá að setjast að í Kanada. Trudeau hefur lengi hyllt innflytjendur sem flytja til Kanada en umfangsmiklar breytingar hafa orðið á viðhorfi almennings í Kanada varðandi málaflokkinn, samhliða skorti á húsnæði og auknu álagi á heilbrigðiskerfi landsins. 17. febrúar 2024 17:05 Trudeau-hjónin skilja Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada og eiginkona hans Sophie Grégoire Trudeau, sem er fyrrverandi sjónvarpskona, eru að skilja eftir átján ára hjónaband. 2. ágúst 2023 17:04 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Saka yfirvöld í Indlandi um ofbeldi og morð í Kanada Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur sakað ríkisstjórn Indlands um aðild að glæpum, ofbeldi og morðum í Kanada. Hann sakaði Indverja um að hafa gert „grundvallar mistök“ og að aðgerðir þeirra væru alfarið óásættanlegar. 15. október 2024 10:41
Stígur á bremsuna í málefnum innflytjenda Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, ætlar að draga úr fjölda innflytjenda sem fá að setjast að í Kanada. Trudeau hefur lengi hyllt innflytjendur sem flytja til Kanada en umfangsmiklar breytingar hafa orðið á viðhorfi almennings í Kanada varðandi málaflokkinn, samhliða skorti á húsnæði og auknu álagi á heilbrigðiskerfi landsins. 17. febrúar 2024 17:05
Trudeau-hjónin skilja Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada og eiginkona hans Sophie Grégoire Trudeau, sem er fyrrverandi sjónvarpskona, eru að skilja eftir átján ára hjónaband. 2. ágúst 2023 17:04