Dæmdur fyrir hatursorðræðu gegn Samtökunum '78 Árni Sæberg skrifar 25. október 2024 14:29 Maðurinn hlaut dóm í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur til skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir hatursorðræðu gagnvart Samtökunum '78 og félagsmönnum þeirra. „HENGJUM OG AFHAUSUM ALLA SEM STYÐJA SAMTÖKIN 78 OG LGBQT,“ er meðal þess sem hann sagði. Í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra segir að lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hafi höfðað mál á hendur manninum fyrir að hafa opinberlega smánað og ógnað Samtökunum 78, félagsmönnum samtakanna og fólki sem styður samtökin, með ummælum sem hann birti á facebook aðgangi sínum. Síðan hafi verið opin fyrir alla sem vildu skoða hana. Ummælin hafi hann viðhaft vegna kyneinkenna, kynhneigðar eða kynvitundar félagsmanna í samtökunum. Hótaði að sprengja, afhausa og hengja fólk Ummælin hafi verið eftirfarandi og sett fram á síðunni 2. október 2023: „Þessi frásögn nægir til að fara í S78 samtökin og sprengja upp liðið og þau sem sleppa verða afhausuð eða hengd. FÓLK SEM ER Á VEGUM EÐA STYÐUR SAMTÖKIN 78 EÐA LGBQT ER HÉR MEÐ SJÁLFKRAFA DÆMD TIL DAUÐA. ÉG ER BÚINN AÐ SEGJA ÞAÐ VIÐ YKKUR Í S78 AÐ ÞIÐ VERÐIÐ DREPIN.“ „HENGJUM OG AFHAUSUM ALLA SEM STYÐJA SAMTÖKIN 78 OG LGBQT.“ „HÉR MEÐ LÝSI ÉG YFIR STRÍÐI VIÐ SAMTÖKIN 78 OG LGBQT HVER OG EITT EINASTA SKÍTADRASL INNANUM S78 VERÐA DREGIN ÚT Á HÁRINU OG HENGD.“ „Þið öll sem eruð á vegum S78 og LGBQT er hér með dæmd til dauða.“ Nauðsynlegt að takmarka slíka tjáningu Í dóminum segir að maðurinn hafi mætt fyrir dóm og játað háttsemi sína. Því teldist málið sannað og dómur lagður á það án frekari sönnunarfærslu. Maðurinn hafi viðhaft orðræðu sem feli í sér fordómafulla og hatursfulla tjáningu, sem sé í senn ógnandi og hvetji til ofbeldis í garð hópa vegna kyneinkenna, kynhneigðar eða kynvitundar þeirra. Verði að telja nauðsynlegt og samrýmanlegt lýðræðishefðum í skilningi stjórnarskrárinnar að takmarka í þessu tilviki tjáningarfrelsi mannsins samkvæmt stjórnarskránni, með því að sakfella hann fyrir þá háttsemi, sem honum er gefin að sök í ákæru. Lýsti iðrun og eftirsjá Loks segir í dóminum að maðurinn hafi töluverðan sakaferil allt frá árinu 1997, en hann hafi ekki áhrif við ákvörðun refsingar. Við ákvörðun refsingar yrði litið til framangreindra atriða en einnig til þess að maðurinn hefði lýst iðrun og eftirsjá. Refsing hans væri ákveðin fangelsi í tvo mánuði en fresta skuli fullnustu refsingarinnar skilorðsbundið. Hinsegin Akureyri Dómsmál Tjáningarfrelsi Mannréttindi Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra segir að lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hafi höfðað mál á hendur manninum fyrir að hafa opinberlega smánað og ógnað Samtökunum 78, félagsmönnum samtakanna og fólki sem styður samtökin, með ummælum sem hann birti á facebook aðgangi sínum. Síðan hafi verið opin fyrir alla sem vildu skoða hana. Ummælin hafi hann viðhaft vegna kyneinkenna, kynhneigðar eða kynvitundar félagsmanna í samtökunum. Hótaði að sprengja, afhausa og hengja fólk Ummælin hafi verið eftirfarandi og sett fram á síðunni 2. október 2023: „Þessi frásögn nægir til að fara í S78 samtökin og sprengja upp liðið og þau sem sleppa verða afhausuð eða hengd. FÓLK SEM ER Á VEGUM EÐA STYÐUR SAMTÖKIN 78 EÐA LGBQT ER HÉR MEÐ SJÁLFKRAFA DÆMD TIL DAUÐA. ÉG ER BÚINN AÐ SEGJA ÞAÐ VIÐ YKKUR Í S78 AÐ ÞIÐ VERÐIÐ DREPIN.“ „HENGJUM OG AFHAUSUM ALLA SEM STYÐJA SAMTÖKIN 78 OG LGBQT.“ „HÉR MEÐ LÝSI ÉG YFIR STRÍÐI VIÐ SAMTÖKIN 78 OG LGBQT HVER OG EITT EINASTA SKÍTADRASL INNANUM S78 VERÐA DREGIN ÚT Á HÁRINU OG HENGD.“ „Þið öll sem eruð á vegum S78 og LGBQT er hér með dæmd til dauða.“ Nauðsynlegt að takmarka slíka tjáningu Í dóminum segir að maðurinn hafi mætt fyrir dóm og játað háttsemi sína. Því teldist málið sannað og dómur lagður á það án frekari sönnunarfærslu. Maðurinn hafi viðhaft orðræðu sem feli í sér fordómafulla og hatursfulla tjáningu, sem sé í senn ógnandi og hvetji til ofbeldis í garð hópa vegna kyneinkenna, kynhneigðar eða kynvitundar þeirra. Verði að telja nauðsynlegt og samrýmanlegt lýðræðishefðum í skilningi stjórnarskrárinnar að takmarka í þessu tilviki tjáningarfrelsi mannsins samkvæmt stjórnarskránni, með því að sakfella hann fyrir þá háttsemi, sem honum er gefin að sök í ákæru. Lýsti iðrun og eftirsjá Loks segir í dóminum að maðurinn hafi töluverðan sakaferil allt frá árinu 1997, en hann hafi ekki áhrif við ákvörðun refsingar. Við ákvörðun refsingar yrði litið til framangreindra atriða en einnig til þess að maðurinn hefði lýst iðrun og eftirsjá. Refsing hans væri ákveðin fangelsi í tvo mánuði en fresta skuli fullnustu refsingarinnar skilorðsbundið.
Hinsegin Akureyri Dómsmál Tjáningarfrelsi Mannréttindi Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Sjá meira