Skiltið í allt öðrum búningi en lagt var upp með Tómas Arnar Þorláksson skrifar 26. október 2024 21:37 Jóhann með skiltinu sem er þó afar ólíkt hugmyndinni sem hann lagði inn fyrir tveimur árum. vísir/sigurjón Hugmynd sem bar sigur úr býtum í verkefninu Hverfið mitt er nú orðin að skilti í Breiðholtinu en þó í allt öðrum búningi og á öðrum stað en hugmyndasmiðurinn hafði séð fyrir sér Jóhann Sveinsson, hugmyndasmiðurinn á bak við skiltið, lagði hugmyndina inn í verkefni Reykjavíkurborgar, Hverfið mitt, þar sem kosið var á milli hugmynda sem að íbúar lögðu fram sem borgin síðan framkvæmdi. Hugmynd Jóhanns er nú orðin að veruleika en á öðrum stað svo það trufli ekki umferð. „Hugmyndin var að hafa það hér efst í brekkunni og nýta blokkirnar í bakgrunni á skiltinu til að ramma inn skiltið sjálft en ákvörðun var tekin um að hafa það hér neðar í brekkunni.“ Skiptir mestu máli að hafa fengið skilti Samkvæmt hugmynd átti skiltið að líta út eins og sést á ljósmynd hér fyrir neðan en nú er það risið á öðrum stað, neðar í brekkunni við Hólahverfi og í allt öðrum búningi. Jóhann segist þó ekki svekktur með útkomuna. Til vinstri má sjá upprunalegu hugmyndina að skiltinu sem átti að standa efst í brekkunni en til hægri má sjá loka útkomuna.Aðsend „Ég er kannski ánægðastur með það að við höfum fengið skilti yfir höfuð. Niðurstaðan.. Ekki það sem var kosið um í upphafi. Fyrsta skrefið hlítur að hafa verið að fá skiltið yfir höfuð Hvort að maður sé ánægður með útlitið á skiltinu, ég gef þeim það að það lítur mun betur út á kvöldin þegar það eru upplýstir stafirnir inn í þessu.“ Fangi ekki listrænan anda Breiðholtsins Jóhann tekur fram að það væri skemmtilegra ef skiltið væri sýnilegt og áberandi allan sólarhringinn en ekki aðeins þegar það er dimmt og bendir á að það týnist aðeins á þeim stað og í þeim búning sem það er núna. Hann telur látlausan brag skiltisins ekki fanga listrænan anda Breiðholtsins. „Mér finnst þetta ekki vera í þeim skilningi mjög listrænt kannski en svo er ég ekkert djúpur í svona listfræðum og kannski er þetta listaverk, það getur vel verið.“ Fréttastofa ræddi við Jóhann á síðasta ári þegar að hugmyndin bar sigur úr býtum í verkefni Reykjavíkurborgar. Á þeim tíma var Jóhann mjög ánægður með að fá skilti í hverfið. „Þetta er í rauninni hugmynd sem við félagarnir erum búnir að ganga með lengi. Á öllum flottustu svæðum heims er glæsileg aðkoma líka og Breiðholt er auðvitað eitt af flottustu svæðum heims, það vita það allir sem hingað hafa komið,“ sagði Jóhann á sínum tíma en viðtalið við hann frá síðasta ári má berja augum í spilaranum hér fyrir neðan. Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira
Jóhann Sveinsson, hugmyndasmiðurinn á bak við skiltið, lagði hugmyndina inn í verkefni Reykjavíkurborgar, Hverfið mitt, þar sem kosið var á milli hugmynda sem að íbúar lögðu fram sem borgin síðan framkvæmdi. Hugmynd Jóhanns er nú orðin að veruleika en á öðrum stað svo það trufli ekki umferð. „Hugmyndin var að hafa það hér efst í brekkunni og nýta blokkirnar í bakgrunni á skiltinu til að ramma inn skiltið sjálft en ákvörðun var tekin um að hafa það hér neðar í brekkunni.“ Skiptir mestu máli að hafa fengið skilti Samkvæmt hugmynd átti skiltið að líta út eins og sést á ljósmynd hér fyrir neðan en nú er það risið á öðrum stað, neðar í brekkunni við Hólahverfi og í allt öðrum búningi. Jóhann segist þó ekki svekktur með útkomuna. Til vinstri má sjá upprunalegu hugmyndina að skiltinu sem átti að standa efst í brekkunni en til hægri má sjá loka útkomuna.Aðsend „Ég er kannski ánægðastur með það að við höfum fengið skilti yfir höfuð. Niðurstaðan.. Ekki það sem var kosið um í upphafi. Fyrsta skrefið hlítur að hafa verið að fá skiltið yfir höfuð Hvort að maður sé ánægður með útlitið á skiltinu, ég gef þeim það að það lítur mun betur út á kvöldin þegar það eru upplýstir stafirnir inn í þessu.“ Fangi ekki listrænan anda Breiðholtsins Jóhann tekur fram að það væri skemmtilegra ef skiltið væri sýnilegt og áberandi allan sólarhringinn en ekki aðeins þegar það er dimmt og bendir á að það týnist aðeins á þeim stað og í þeim búning sem það er núna. Hann telur látlausan brag skiltisins ekki fanga listrænan anda Breiðholtsins. „Mér finnst þetta ekki vera í þeim skilningi mjög listrænt kannski en svo er ég ekkert djúpur í svona listfræðum og kannski er þetta listaverk, það getur vel verið.“ Fréttastofa ræddi við Jóhann á síðasta ári þegar að hugmyndin bar sigur úr býtum í verkefni Reykjavíkurborgar. Á þeim tíma var Jóhann mjög ánægður með að fá skilti í hverfið. „Þetta er í rauninni hugmynd sem við félagarnir erum búnir að ganga með lengi. Á öllum flottustu svæðum heims er glæsileg aðkoma líka og Breiðholt er auðvitað eitt af flottustu svæðum heims, það vita það allir sem hingað hafa komið,“ sagði Jóhann á sínum tíma en viðtalið við hann frá síðasta ári má berja augum í spilaranum hér fyrir neðan.
Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira