Skiltið í allt öðrum búningi en lagt var upp með Tómas Arnar Þorláksson skrifar 26. október 2024 21:37 Jóhann með skiltinu sem er þó afar ólíkt hugmyndinni sem hann lagði inn fyrir tveimur árum. vísir/sigurjón Hugmynd sem bar sigur úr býtum í verkefninu Hverfið mitt er nú orðin að skilti í Breiðholtinu en þó í allt öðrum búningi og á öðrum stað en hugmyndasmiðurinn hafði séð fyrir sér Jóhann Sveinsson, hugmyndasmiðurinn á bak við skiltið, lagði hugmyndina inn í verkefni Reykjavíkurborgar, Hverfið mitt, þar sem kosið var á milli hugmynda sem að íbúar lögðu fram sem borgin síðan framkvæmdi. Hugmynd Jóhanns er nú orðin að veruleika en á öðrum stað svo það trufli ekki umferð. „Hugmyndin var að hafa það hér efst í brekkunni og nýta blokkirnar í bakgrunni á skiltinu til að ramma inn skiltið sjálft en ákvörðun var tekin um að hafa það hér neðar í brekkunni.“ Skiptir mestu máli að hafa fengið skilti Samkvæmt hugmynd átti skiltið að líta út eins og sést á ljósmynd hér fyrir neðan en nú er það risið á öðrum stað, neðar í brekkunni við Hólahverfi og í allt öðrum búningi. Jóhann segist þó ekki svekktur með útkomuna. Til vinstri má sjá upprunalegu hugmyndina að skiltinu sem átti að standa efst í brekkunni en til hægri má sjá loka útkomuna.Aðsend „Ég er kannski ánægðastur með það að við höfum fengið skilti yfir höfuð. Niðurstaðan.. Ekki það sem var kosið um í upphafi. Fyrsta skrefið hlítur að hafa verið að fá skiltið yfir höfuð Hvort að maður sé ánægður með útlitið á skiltinu, ég gef þeim það að það lítur mun betur út á kvöldin þegar það eru upplýstir stafirnir inn í þessu.“ Fangi ekki listrænan anda Breiðholtsins Jóhann tekur fram að það væri skemmtilegra ef skiltið væri sýnilegt og áberandi allan sólarhringinn en ekki aðeins þegar það er dimmt og bendir á að það týnist aðeins á þeim stað og í þeim búning sem það er núna. Hann telur látlausan brag skiltisins ekki fanga listrænan anda Breiðholtsins. „Mér finnst þetta ekki vera í þeim skilningi mjög listrænt kannski en svo er ég ekkert djúpur í svona listfræðum og kannski er þetta listaverk, það getur vel verið.“ Fréttastofa ræddi við Jóhann á síðasta ári þegar að hugmyndin bar sigur úr býtum í verkefni Reykjavíkurborgar. Á þeim tíma var Jóhann mjög ánægður með að fá skilti í hverfið. „Þetta er í rauninni hugmynd sem við félagarnir erum búnir að ganga með lengi. Á öllum flottustu svæðum heims er glæsileg aðkoma líka og Breiðholt er auðvitað eitt af flottustu svæðum heims, það vita það allir sem hingað hafa komið,“ sagði Jóhann á sínum tíma en viðtalið við hann frá síðasta ári má berja augum í spilaranum hér fyrir neðan. Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu Sjá meira
Jóhann Sveinsson, hugmyndasmiðurinn á bak við skiltið, lagði hugmyndina inn í verkefni Reykjavíkurborgar, Hverfið mitt, þar sem kosið var á milli hugmynda sem að íbúar lögðu fram sem borgin síðan framkvæmdi. Hugmynd Jóhanns er nú orðin að veruleika en á öðrum stað svo það trufli ekki umferð. „Hugmyndin var að hafa það hér efst í brekkunni og nýta blokkirnar í bakgrunni á skiltinu til að ramma inn skiltið sjálft en ákvörðun var tekin um að hafa það hér neðar í brekkunni.“ Skiptir mestu máli að hafa fengið skilti Samkvæmt hugmynd átti skiltið að líta út eins og sést á ljósmynd hér fyrir neðan en nú er það risið á öðrum stað, neðar í brekkunni við Hólahverfi og í allt öðrum búningi. Jóhann segist þó ekki svekktur með útkomuna. Til vinstri má sjá upprunalegu hugmyndina að skiltinu sem átti að standa efst í brekkunni en til hægri má sjá loka útkomuna.Aðsend „Ég er kannski ánægðastur með það að við höfum fengið skilti yfir höfuð. Niðurstaðan.. Ekki það sem var kosið um í upphafi. Fyrsta skrefið hlítur að hafa verið að fá skiltið yfir höfuð Hvort að maður sé ánægður með útlitið á skiltinu, ég gef þeim það að það lítur mun betur út á kvöldin þegar það eru upplýstir stafirnir inn í þessu.“ Fangi ekki listrænan anda Breiðholtsins Jóhann tekur fram að það væri skemmtilegra ef skiltið væri sýnilegt og áberandi allan sólarhringinn en ekki aðeins þegar það er dimmt og bendir á að það týnist aðeins á þeim stað og í þeim búning sem það er núna. Hann telur látlausan brag skiltisins ekki fanga listrænan anda Breiðholtsins. „Mér finnst þetta ekki vera í þeim skilningi mjög listrænt kannski en svo er ég ekkert djúpur í svona listfræðum og kannski er þetta listaverk, það getur vel verið.“ Fréttastofa ræddi við Jóhann á síðasta ári þegar að hugmyndin bar sigur úr býtum í verkefni Reykjavíkurborgar. Á þeim tíma var Jóhann mjög ánægður með að fá skilti í hverfið. „Þetta er í rauninni hugmynd sem við félagarnir erum búnir að ganga með lengi. Á öllum flottustu svæðum heims er glæsileg aðkoma líka og Breiðholt er auðvitað eitt af flottustu svæðum heims, það vita það allir sem hingað hafa komið,“ sagði Jóhann á sínum tíma en viðtalið við hann frá síðasta ári má berja augum í spilaranum hér fyrir neðan.
Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu Sjá meira