Karólína skoraði beint úr horni á móti þeim bandarísku: „Sjúklega ánægð“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2024 07:32 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði sitt tíunda mark fyrir íslenska A-landsliðið þegar hún kom Íslandi yfir á móti Bandaríkjunum. @footballiceland Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði ótrúlegt mark þegar íslenska kvennalandsliðið tapaði á móti Ólympíumeisturum Bandaríkjanna í vináttulandsleik í Nashville í Bandaríkjunum seint í gærkvöldi. Karólína Lea sagði eftir leikinn að þetta hafi verið söguleg þróun í leik liðsins síðan að Þorsteinn Halldórsson tók við sem landsliðsþjálfari. Íslenska liðið var lengi 1-0 yfir en fékk síðan á sig þrjú mörk á síðustu tuttugu mínútum leiksins. Það er verulega svekkjandi „Ég er bara mjög svekkt. Steini sagði að þetta hafi verið í fyrsta skiptið síðan hann tók við, þar sem við missum niður 1-0 forystu. Það er verulega svekkjandi,“ sagði Karólína Lea á miðlum KSÍ eftir leik. „Þær skora líka auðveld mörk og við hefðum getað gert betur í því. Auðvitað er þetta samt eitt af bestu landsliðum í heimi. Við byggjum bara ofan á þessa frammistöðu,“ sagði Karólína en eru þær sáttar við frammistöðuna í þessum tveimur leikjum á móti Ólympíumeisturunum? Voru inn í báðum leikjunum „Já ég held að við getum ekki verið annað en það. Við vorum inn í báðum leikjunum, skorum í báðum leikjunum og við áttum góða spilakafla inn á milli. Ég held því að við getum labbað sáttar frá borði,“ sagði Karólína. „Það var róterað mikið í þessum leikjum en það sást ekkert á liðinu að það hafi verið að breyta. Mér fannst gríðarlegur stígandi í báðum leikjunum,“ sagði Karólína. Hún skoraði eina mark íslenska liðsins og það með skoti beint úr horni. Hvernig var að sjá boltann í netinu? „Ég var bara gríðarlega sátt enda langt síðan að ég skoraði. Sjúklega ánægð,“ sagði Karólína. 🎙️ Viðtal við Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, en hún skoraði mark beint úr horni í kvöld.#viðerumísland pic.twitter.com/NG9lavmU5e— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 28, 2024 Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Sjá meira
Karólína Lea sagði eftir leikinn að þetta hafi verið söguleg þróun í leik liðsins síðan að Þorsteinn Halldórsson tók við sem landsliðsþjálfari. Íslenska liðið var lengi 1-0 yfir en fékk síðan á sig þrjú mörk á síðustu tuttugu mínútum leiksins. Það er verulega svekkjandi „Ég er bara mjög svekkt. Steini sagði að þetta hafi verið í fyrsta skiptið síðan hann tók við, þar sem við missum niður 1-0 forystu. Það er verulega svekkjandi,“ sagði Karólína Lea á miðlum KSÍ eftir leik. „Þær skora líka auðveld mörk og við hefðum getað gert betur í því. Auðvitað er þetta samt eitt af bestu landsliðum í heimi. Við byggjum bara ofan á þessa frammistöðu,“ sagði Karólína en eru þær sáttar við frammistöðuna í þessum tveimur leikjum á móti Ólympíumeisturunum? Voru inn í báðum leikjunum „Já ég held að við getum ekki verið annað en það. Við vorum inn í báðum leikjunum, skorum í báðum leikjunum og við áttum góða spilakafla inn á milli. Ég held því að við getum labbað sáttar frá borði,“ sagði Karólína. „Það var róterað mikið í þessum leikjum en það sást ekkert á liðinu að það hafi verið að breyta. Mér fannst gríðarlegur stígandi í báðum leikjunum,“ sagði Karólína. Hún skoraði eina mark íslenska liðsins og það með skoti beint úr horni. Hvernig var að sjá boltann í netinu? „Ég var bara gríðarlega sátt enda langt síðan að ég skoraði. Sjúklega ánægð,“ sagði Karólína. 🎙️ Viðtal við Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, en hún skoraði mark beint úr horni í kvöld.#viðerumísland pic.twitter.com/NG9lavmU5e— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 28, 2024
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Sjá meira