Í umfjöllun Page Six um málið kemur fram að tökum á þáttunum hafi lokið fyrir þó nokkrum mánuðum síðan. Eins og alkunna er lést Payne á dögunum eftir að hafa fallið fram af svölum á hóteli sínu í Argentínu.
Í þættinum fengu fimmtíu söngvarar tækifæri til þess að stofna hljómsveitir saman allt án þess að hittast. Meðal annarra dómara í þættinum eru Nicole Scherzinger úr Pussycat Dolls' og Kelly Rowland úr Destiny's Child. Síðustu þættirnir voru teknir upp í Manchester í Bretlandi síðastliðinn ágúst fyrir fullum sal áhorfenda.
Bandaríski miðillinn hefur eftir heimildarmanni innan Netflix að forsvarsmenn hennar hyggist vera í nánum samskiptum við fjölskyldu söngvarans um útgáfu þáttanna. Þeir vilji ef hægt er gefa þættina út svo fremur sem minningu Payne verði haldið á lofti og hún heiðruð.
Fram kemur í umfjölluninni að það sé hinsvegar ekki talið liggja á því að gefa út þættina. Þeir séu tímalausir sem slíkir og verði því ekki anað að neinu á meðan fjölskylda söngvarans syrgir hann.