Skoða að leyfa fólki að hirða muni sem á að farga Tómas Arnar Þorláksson skrifar 2. nóvember 2024 23:01 Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu Vísir/Stefán Sorpa segist vera tilbúin að skoða nýjar leiðir til að gera fólki kleift að taka við ónothæfum hlutum sem berast með nytjagámum sem á að farga. Þróunarstjóri segir það geta verið hættulegt þegar fólk reynir að bjarga hlutum frá förgun á endurvinnslustöðum. Góða hirðinum berast tveir til þrír nytjagámar á hverjum degi sem eru yfirfullir af munum og alls konar hlutum. Um er að ræða sjö til tíu tonn á degi hverjum. Samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir að um 30 til 40 prósent af því sem berst sé fargað. „Hérna hjá Góða hirðinum tökum við á móti, eins og þú segir, tveimur til þremur gámum á dag og af þessu tekst okkur að selja um 60 til 70 prósent af öllu sem kemur. Það sem ekki selst er þá ýmist ekki söluhæf vara eða eitthvað sem skemmist í flutningum hjá okkur.“ Vildi eignast hlut sem átti að farga Það sem fer ekki í sölu er fargað en á dögunum myndaðist umræða inni á hópi á Facbook fyrir áhugamenn um endurvinnslu þar sem fólk deildi sögum af því þegar þau ætluðu að sækjast eftir að taka við munum sem voru á leið í förgun. Var það harðlega gagnrýnt af ýmsum að ekki mætti bjarga umræddum munum. „Ég horfði eitt sinn á starfsmann vera að taka til í nytjagámnum og henda út því sem var ekki söluvænlegt. Ég ætlaði að hirða þar hillu og hann stoppaði mig. Ég spurði hvort þetta væri ekki á leið í ruslið og hann sagði svo vera en það mætti samt ekki taka það. Ég reyndi að segja honum að þessi hilla væri í fínu lagi og hún væri nákvæmlega eins og önnur hilla sem ég ætti heima, hvort ég mætti ekki lauma henni með mér. Neibb, hann var alveg harður. Ferlega fúlt að þau vilji frekar henda einhverju en að einhver nýti það áfram,“ segir í færslunni. Hættulegt að fara inn í gáma Gunnar segir að það geti verið varhugavert að ætla taka ónothæfa hluti. „Það sem við lendum í þegar fólk er að horfa á það að taka á endurvinnslustöðinni hjá okkur eru fyrst og fremst öryggismálin. Það að fara ofan í gáma eða inn í gáma getur verið hættulegt. Sérstaklega þegar búið er að raða hlutum upp til að skorða þá inni í gámum og svoleiðis. Það er fyrst og fremst öryggi viðskiptavina sem við erum að horfa á.“ Skoða nýja útfærslu Gunnar segir það koma til greina að finna útfærslu þar sem fólk getur tekið við hlutum sem á að farga. Það komi fyrir að hlutum sé fargað einfaldlega vegna þess að þeir seljast ekki. „Sumir hlutir eru einfaldlega ónýtir. Það breytir því ekki að við heyrum þessa umræðu um að það ætti að vera meira aðgengi að hlutum sem að við dæmum ekki nothæfa fyrir þá sem eru á annari skoðun og þetta er eitthvað sem er sjálfsagt að skoða. Við erum að etja stöðugu kappi við markaðshyggjuna. Hér eru fluttir inn endalaust af hlutum til að kaupa og flestir þeirra enda á einhverjum tímapunkti hjá okkur.“ Sorpa Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira
Góða hirðinum berast tveir til þrír nytjagámar á hverjum degi sem eru yfirfullir af munum og alls konar hlutum. Um er að ræða sjö til tíu tonn á degi hverjum. Samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir að um 30 til 40 prósent af því sem berst sé fargað. „Hérna hjá Góða hirðinum tökum við á móti, eins og þú segir, tveimur til þremur gámum á dag og af þessu tekst okkur að selja um 60 til 70 prósent af öllu sem kemur. Það sem ekki selst er þá ýmist ekki söluhæf vara eða eitthvað sem skemmist í flutningum hjá okkur.“ Vildi eignast hlut sem átti að farga Það sem fer ekki í sölu er fargað en á dögunum myndaðist umræða inni á hópi á Facbook fyrir áhugamenn um endurvinnslu þar sem fólk deildi sögum af því þegar þau ætluðu að sækjast eftir að taka við munum sem voru á leið í förgun. Var það harðlega gagnrýnt af ýmsum að ekki mætti bjarga umræddum munum. „Ég horfði eitt sinn á starfsmann vera að taka til í nytjagámnum og henda út því sem var ekki söluvænlegt. Ég ætlaði að hirða þar hillu og hann stoppaði mig. Ég spurði hvort þetta væri ekki á leið í ruslið og hann sagði svo vera en það mætti samt ekki taka það. Ég reyndi að segja honum að þessi hilla væri í fínu lagi og hún væri nákvæmlega eins og önnur hilla sem ég ætti heima, hvort ég mætti ekki lauma henni með mér. Neibb, hann var alveg harður. Ferlega fúlt að þau vilji frekar henda einhverju en að einhver nýti það áfram,“ segir í færslunni. Hættulegt að fara inn í gáma Gunnar segir að það geti verið varhugavert að ætla taka ónothæfa hluti. „Það sem við lendum í þegar fólk er að horfa á það að taka á endurvinnslustöðinni hjá okkur eru fyrst og fremst öryggismálin. Það að fara ofan í gáma eða inn í gáma getur verið hættulegt. Sérstaklega þegar búið er að raða hlutum upp til að skorða þá inni í gámum og svoleiðis. Það er fyrst og fremst öryggi viðskiptavina sem við erum að horfa á.“ Skoða nýja útfærslu Gunnar segir það koma til greina að finna útfærslu þar sem fólk getur tekið við hlutum sem á að farga. Það komi fyrir að hlutum sé fargað einfaldlega vegna þess að þeir seljast ekki. „Sumir hlutir eru einfaldlega ónýtir. Það breytir því ekki að við heyrum þessa umræðu um að það ætti að vera meira aðgengi að hlutum sem að við dæmum ekki nothæfa fyrir þá sem eru á annari skoðun og þetta er eitthvað sem er sjálfsagt að skoða. Við erum að etja stöðugu kappi við markaðshyggjuna. Hér eru fluttir inn endalaust af hlutum til að kaupa og flestir þeirra enda á einhverjum tímapunkti hjá okkur.“
Sorpa Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira