Nítján ára skíðakona látin eftir slys á æfingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2024 06:33 Matilde Lorenzi hefði haldið upp á tvítugsafmælið sitt í næsta mánuði. x Ítalska skíðakonan Matilde Lorenzi lést af sárum sínum á sjúkrahúsi í gær eftir að hafa fallið illa á æfingu. Lorenzi var enn bara nítján ára gömul en hún hefði haldið upp á tvítugsafmælið sitt 15. nóvember næstkomandi. Slysið varð á æfingu á norður Ítalíu. Lorenzi var efnileg skíðakona en hún féll mjög illa í G1 brekkunni á Val Senales skíðasvæðinu í suður Týrol. Lorenzi missti stjórn á sér í ferð niður brekkuna og skall mjög illa með höfuðið í harðan snjóinn. Henni var strax komið til bjargar og flutt á sjúkrahús en það var strax ljóst að meiðsli hennar voru mjög alvarleg. Seinna bárust síðan fréttir af því að ekki hafi tekist að bjarga lífi hennar á sjúkrahúsinu. Meðal þeirra sem sendu samúðarkveðjur var bandaríska skíðagoðsögnin Lindsey Vonn. „Þetta er mjög sorglegt og mikill missir. Ég sendi samúðarkveðjur til fjölskyldu hennar,“ skrifaði Lindsey Vonn í sögu á Instagram reikningi sínum. Það eru fleiri skíðastjörnur sem hafa minnst hennar eins og ítalski Ólympíufarinn Luca De Aliprandini, spænski Ólympíufarinn Juan del Campo og svissneski Ólympíufarinn Michelle Gisin. Það gerði líka hin bandaríska stórstjarnan Mikaela Shiffrin. „Sendi alla mína ást til fjölskyldu hennar, vina og liðsfélaga,“ skrifaði Shiffrin. Lorenzi var ítalskur unglingameistari á síðasta ári og hún endaði í sjötta sæti í bruni á HM unglinga í fyrra og í áttunda sæti í stórsvigi. Hún sérhæfði sig í hraðagreinunum. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport) Skíðaíþróttir Andlát Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira
Lorenzi var enn bara nítján ára gömul en hún hefði haldið upp á tvítugsafmælið sitt 15. nóvember næstkomandi. Slysið varð á æfingu á norður Ítalíu. Lorenzi var efnileg skíðakona en hún féll mjög illa í G1 brekkunni á Val Senales skíðasvæðinu í suður Týrol. Lorenzi missti stjórn á sér í ferð niður brekkuna og skall mjög illa með höfuðið í harðan snjóinn. Henni var strax komið til bjargar og flutt á sjúkrahús en það var strax ljóst að meiðsli hennar voru mjög alvarleg. Seinna bárust síðan fréttir af því að ekki hafi tekist að bjarga lífi hennar á sjúkrahúsinu. Meðal þeirra sem sendu samúðarkveðjur var bandaríska skíðagoðsögnin Lindsey Vonn. „Þetta er mjög sorglegt og mikill missir. Ég sendi samúðarkveðjur til fjölskyldu hennar,“ skrifaði Lindsey Vonn í sögu á Instagram reikningi sínum. Það eru fleiri skíðastjörnur sem hafa minnst hennar eins og ítalski Ólympíufarinn Luca De Aliprandini, spænski Ólympíufarinn Juan del Campo og svissneski Ólympíufarinn Michelle Gisin. Það gerði líka hin bandaríska stórstjarnan Mikaela Shiffrin. „Sendi alla mína ást til fjölskyldu hennar, vina og liðsfélaga,“ skrifaði Shiffrin. Lorenzi var ítalskur unglingameistari á síðasta ári og hún endaði í sjötta sæti í bruni á HM unglinga í fyrra og í áttunda sæti í stórsvigi. Hún sérhæfði sig í hraðagreinunum. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport)
Skíðaíþróttir Andlát Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira